Skýringin er sú að vatn hegðar sér ólíkt nánast öllum öðrum þekktum efnum.
Langflest efni þéttast og þyngjast þegar þau kólna. Vatn hins vegar þéttist aðeins þar til það nær 4 gráðu hita.
Síðan þenst það út aftur og léttist. Þar sem hitastig íss nemur yfirleitt núll gráðum er hann léttari en vatnið umhverfis sem er rétt yfir frostmarki og fyrir vikið flýtur ísinn ofan á.
Það að vatn hegðar sér með sérstöku móti í kringum frostmark gerir það enn fremur að verkum að íslag yfirborðsins gegnir hlutverki eins konar einangrunarefnis gagnvart vatninu undir.
Þetta leiðir til þess að íslag verður að öllu jöfnu ekki þykkara en sem nemur einum metra og fyrir vikið geta dýr sem lifa í vatni lifað af afar kaldan og langan vetur.
Ef vatn byggi ekki yfir þessum eiginleikum myndi ísinn sökkva og stöðuvötn og höf myndu hægt og rólega frjósa alveg niður á botn og að endingu lægi aðeins grunnt vatn efst.
Gera má ráð fyrir að loftslag jarðar væri þá allt annað sem hefði örugglega haft áhrif á getu lífs til að þróast í vatni.
Hér er svo ekki úr vegi að nefna þá staðreynd að vatn þenst út þegar það kólnar og frýs en margir hafa orðið fyrir því að stinga gosflösku inn í ísskáp og koma að henni sprunginni, auk þess sem frosin vatnsrör eru vel þekkt fyrirbæri.