Af hverju stafar hiksti?

Hvers vegna hikstum við og eru einhver takmörk fyrir því hve lengi við getum hikstað?

BIRT: 11/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hiksti stafar af samdrætti í þindinni

Hiksti stafar af því að þindin dregst saman í krampakenndum rykkjum. Þindin sem tengd er lungunum, gagnast okkur þegar við drögum andann.

 

Þegar þindin dregst saman þrýstist loft inn í lungun og við öndum að okkur. Að sama skapi gagnast slök þind þegar við öndum frá okkur.

 

Raddopið orsakar hikstahljóð

Eðlilegur andardráttur á sér með öðrum orðum stað þegar þindin dregst saman og slaknar á víxl. Í stöku tilvikum sem læknar kunna enn enga skýringu á, dregst þindin skyndilega saman í krampakenndum rykkjum sem kallast hiksti.

 

Strax eftir slíkan samdrátt lokast svonefnt raddop í barkakýlinu og leysir úr læðingi dæmigerð hikstahljóð.

 

Að því loknu verður andardrátturinn aftur eðlilegur og það sama gildir um hreyfingar þindarinnar, allt fram að næsta hiksta.

 

Hiksti getur staðið yfir í áraraðir

Að öllu jöfnu hikstum við sex til sextíu sinnum á mínútu. Í langflestum tilvikum hættir hikstinn af sjálfsdáðum en þó eru til dæmi um fólk sem hélt áfram að hiksta svo árum skipti.

 

Læknar kunna engin ráð við því hvernig losna megi við hiksta. Hins vegar er ógrynni slíkra ráða að finna meðal leikmanna.

 

Meðal hefðbundinna ráða er m.a. að halda í sér andanum, drekka vatn á meðan staðið er á haus eða að borða fulla skeið af sykri. Hvaða ráð gerir gagn er svo breytilegt frá einum til annars.

BIRT: 11/06/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is