Náttúran

Af hverju eru silfurskottur í baðherberginu?

Hvers vegna þrífast silfurskottur í baðherbergjum? Hvaðan koma þær og lifa þær hvergi annars staðar?

BIRT: 17/10/2023

Þegar silfurskottur finnast í baðherberginu eða þvottahúsinu er það aðallega til marks um mikinn loftraka og yfirleitt fremur hátt hitastig.

 

Stundum er sagt að silfurskottur leggi undir sig baðherbergið ef þar er skítugt en það er aðallega mýta, þótt silfurskottur éti reyndar allt sem sterkja er í, t.d. dauðar húðflögur.

 

Ef baðherbergið er óhreint er sem sagt líklegt að silfurskotturnar séu fleiri en annars.

 

Bíta hvorki né stinga

Silfurskottur eru sjaldnast til mikilla vandræða í baðherberginu. Þær bíta ekki, stinga ekki og bera ekki sjúkdóma.

 

Annars staðar geta þær valdið skaða, svo sem í eldhússkápum eða í bókahillunni. Þar geta þær komist í sykurinn eða nagað í sig límið í bókakjölum. Silfurskottur hafa líka valdið tjóni á bæði málverkum og frímerkjasöfnum og þær geta líka gert óskunda í fjölskyldualbúmum.

 

Besta ráðið til að losna við silfurskottur er að lofta reglulega út til að draga úr loftraka.

Silfurskottan sést oft í baðherbergjum þar sem er hlýtt og rakt.

Frumstæð skordýr

Silfurskottur eru með frumstæðustu skordýrum.

 

Þær eru auðþekktar á löngum þreifurum, þremur löngum burstum á afturendanum. Þessi dýr hafa verið til í um 400 milljónir ára, að mestu óbreytt og hafa trúlega verið meðal fyrstu dýra sem gengu á land.

 

Á mótunartíma þeirra höfðu skordýr enn ekki þróað vængi og silfurskottur eru vængjalausar enn í dag.

Silfurskotta fullorðnast á þremur árum

Eftir langan mökunardans fellir karlinn sáðpakka á gólfið og kerlan tekur hann til sín. Síðan hefst löng þróun afkvæmanna til fullorðinsaldurs.

Kerlan losar egg sín eftir mökun

Eftir mökun kemur kvendýrið eggjum sínum fyrir í sprungum, oftast 50-60 talsins.

 

Fölleitir ungar úr eggjunum

Eftir 2-8 vikur klekjast eggin. Ungarnir eru eins og fölleitar vasaútgáfur foreldranna.

 

Skipta um húð og lit

Ungar silfurskottu skipta oft um húð og stækka örlítið í hvert sinn og fá meiri lit.

Silfurskottan er fullvaxin

Eftir þrjú ár eru ungarnir fullvaxnir. Þrátt fyrir smæðina geta silfurskottur orðið átta ára.

Silfurskottur eru háðar mönnum

Silfurskottur lifa í rakri mold en fáeinar tegundir, m.a. sú sem almennt kallast heitinu, kjósa hærra hitastig og eru nú orðnar svo háðar híbýlum manna að þær eru að heita má alveg horfnar í náttúrunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is