Náttúran

Skordýraeitur styrkir kakkalakka

Skordýraeitur hefur valdið genabreytingu hjá kakkalökkum sem nú hafa síður lyst á sykri en mökun gengur hraðar. Fyrir mannfólkið eru þetta slæm tíðindi.

BIRT: 21/03/2023

Bónorð karlkyns kakkalakka er orðið erfiðara í framkvæmd en þeir laða að sér kvendýr með sykurgjöfum. Þessi harðgerðu meindýr hafa tekið upp nýja sykursiði – ekki til að megra sig, heldur til að forðast skordýraeitur.

 

Þetta sýnir rannsókn sérfræðinga hjá Norður-Karólínuháskóla í BNA en niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Nature.

 

Gjöf tælir kvendýrið

Fyrir mökun losa karldýrin sætan líkamsvökva og bjóða kvendýrinu að gjöf.

 

Vökvinn er blanda fitu og sykurs og er ætlað að draga að sér og viðhalda athygli kvendýrsins nógu lengi til að mökunin geti hafist.

 

Þegar kvendýrið gæðir sér á krásinni blandast munnvatn við sykurmassann, brýtur niður sykrurnar sem m.a. eru maltósi og maltótríósi.

 

Maltósanum breytir kerlan strax í glúkósa en lengri tíma tekur að brjóta niður maltótríósann.

 

Þegar massinn er orðinn að glúkósa verður bragðið biturt og fælir kvendýrið frá.

 

En áður en að því kemur hefur karlinn náð að hefja mökunina.

Þegar karlkyns kakkalakkar búa sig undir að maka sig opna þeir vængi sína og losa sykurgjöf sína út sem laðar að kvendýr. Kvendýrin skríða síðan upp á bak karldýrsins og blandar munnvatni sínu og breytir því í glúkósa sem kakkalakkanum líkar illa við. Hin nýja gerð kvenkyns kakkalakka inniheldur munnvatn sem breytir sykurgjöfinni hraðar í glúkósa og fælir þær í burtu áður en karlinn nær að para sig.

Nýtt munnvatn brotnar hraðar niður

Strax 2013 fóru vísindamenn að veita því eftirtekt að sumar kerlur vísuðu körlunum strax á bug.

 

Við rannsóknina kom í ljós að í kvendýrunum er komin upp stökkbreyting gena sem flýtir fyrir niðurbroti maltósa.

 

Bitra bragðið sem fælir frá, kemur því fyrr fram en áður og áður en karldýrið nær að koma fram vilja sínum.

 

Vísindamennirnir undruðust hvers vegna þetta leiddi ekki af sér fækkun kakkalakka.

 

Karlarnir fylgja á eftir

Í ljós kom að jafnframt þessum genabreytingum kvendýra hafa karldýrin þróað nýja mökunartækni.

 

Yfirleitt slá karlarnir upp vængjunum og losa sykurgjöf sína út um kirtla á bakinu. Hafi kerlan áhuga skríður hún upp á bak karlsins og tekur að blanda munnvatni sínu í sykurmassann.

 

Meðan hún er upptekin við að næra sig, þrýstir karlinn búk sínum aftar og grípur í afturenda kerlunnar með sérstökum peniskrók.

 

Nú hefst mökun sem stendur yfir í 90 mínútur og karlinn notar getnaðarlim sinn til að skila af sér sáðpakka til kerlunnar.

En nýju karlarnir hafa aðlagast kerlunum.

 

Vísindamennirnir komust að því að í sykurmassa þessara karldýra er meira af maltótríósa sem heldur kerlunum nógu lengi til að mökun geti hafist.

 

Til viðbótar hafa karlarnir stytt mökunartímann niður í örfáar mínútur eða jafnvel sekúndur.

 

Skordýraeitur er um að kenna

Breytt afstaða kakkalakka til sykurs stafar af því að glúkósi er settur í skordýraeitur til að fela bragðið af hinni eitruðu blöndu.

 

Kakkalakkarnir hafa sem sagt breytt genum sínum og atferli til að lifa af. Og þessir genabreyttu kakkalakkar virðast fjölga sér.

 

Það þýðir að menn þurfa að finna nýjar leiðir til að losna við þessi hvimleiðu meindýr, enda getur aukinn fjöldi kakkalakka á heimsvísu haft skaðleg áhrif.

 

Saur kakkalakka getur t.d. breitt út sjúkdóma á borð við salmonellu, iðrakveisu og blóðkreppusótt.

 

Þessi meindýr eru afar harðgerð. Þau geta lifað höfuðlaus í mánuð og þola allt að tífalda geislavirkni á við mannfólkið.

 

Nú þurfum við sem sagt að endurskoða alveg baráttuna gegn þeim.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© Ayako Wada-Katsumata. © Shutterstock

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Mörg dýr geta verið hættuleg okkur mönnunum, en hvaða dýr deyðir flesta?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is