Search

Hvernig lifðu kakkalakkarnir af dómsdag risaeðlanna?

Kakkalakkar eru svo harðgerðir að ekki einu sinni 10 kílómetra breiður loftsteinn getur drepið þá.

BIRT: 08/04/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Elsti þekkti kakkalakkasteingervingurinn er 125-140 milljóna ára gamall, sem þýðir að þessi harðgerðu skordýr lifðu á jörðinni á sama tíma og risaeðlurnar. En ólíkt þeim risastóru skepnum eru kakkalakkarnir enn á lífi.

 

Þegar 10 km stórt smástirni lenti á jörðinni fyrir 66 milljónum ára, dóu út alls 75 prósent af öllum lífverum heimsins. Dýrin sem drápust ekki við höggið sjálft drápust í kjölfarið þegar mikið magn af ryki þyrlaðist upp í andrúmsloftið og hindraði sólarljósið í að ná til jarðar.

 

Nokkrir áratugir án plöntuvaxtar ollu fjöldadauða meðal margra tegunda, en ekki meðal kakkalakkanna.

 

Flatir kakkalakkarnir sluppu

Að sögn skordýrafræðingsins Brian Lovett við West Virginia háskólann eru tvær meginástæður fyrir því að skordýrin lifðu af höggið.

 

Í fyrsta lagi gátu kakkalakkarnir þrýst flötum líkama sínum inn í sprungur í jörðu eða í klettum, þar sem þeir voru varðir fyrir hita og höggbylgjum frá árekstrinum.

 

Og í öðru lagi eru kakkalakkar allt annað en matvandir. Á meðan kjötæturnar urðu útdauðar vegna þess að jurtaæturnar dóu út, þá er kakkalakkinn alæta og étur ávexti sem detta á jörðina, hræ og smærri tegundir.

 

Í dag sjáum við kakkalakka borða og melta jafnvel ólífræna hluti eins og pappakassa og föt, þannig að ef venjulegur fæðugjafi hans hvarf hefur hann bara fundið nýjar leiðir til að verða saddur.

 

BIRT: 08/04/2023

HÖFUNDUR: Mikkel Meister

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is