Draga dauðir kakkalakkar aðra kakkalakka til sín?

Það er sagt að ef maður drepur einn kakkalakka, safnist aðrir kakkalakkar að. Er þetta rétt eða bara vitleysa?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Kakkalakkar eru stór hópur skordýra og alls hefur verið lýst meira en 3.500 tegundum. Þessi dýr hafa skapað sér óvinsældir með því að eyðileggja mat og valda óþægilegri lykt í híbýlum manna.

 

Þau skordýr sem eru félagsverur nota iðulega ilmefni til tjáskipta.

 

Efnin kallast ferómón og þau valda ákveðnum viðbrögðum hjá öðrum einstaklingum sömu tegundar.

 

Á svipaðan hátt og hormón stýra ýmissi líkamsstarfsemi, stjórna ferómón ýmis konar félagslegri hegðun og þróun í samfélagi þessara dýra.

 

Tilraunir á amerískum kakkalökkum sýna að þessi dýr laðast ekki að, heldur leggja þvert á móti á flótta þegar sár myndast á líkama eins dýrs.

 

Úr sárinu streyma nefnilega aðvörunarferómón sem koma kakkalökkunum til að forðast þann stað þar sem einhver þeirra hefur látið lífið.

 

Tilraunir með þýska kakkalakka, sem er sú tegund sem algengust er í Norður-Evrópu, sýna hins vegar allt annað.

 

Í saur þessarar tegundar er að finna ilmefni sem kalla aðra einstaklinga á staðinn.

 

Þetta atferli getur verið heppilegt í þeim tilvikum sem kakkalakki hefur fundið gnægð fæðu, sem getur nýst fleirum í samfélaginu.

 

En það þýðir líka að kremji maður kakkalakka, losnar úr honum saur sem laðar aðra kakkalakka á staðinn.

 

Og markmið tilraunanna var einmitt að komast að því hvort unnt væri að nota þessi lyktarefni til að narra kakkalakkana í gildru.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is