Það voru einkum konur sem heilluðust af reiðhjólum og varð það að tákni fyrir jafnréttisbaráttu þeirra, enda gátu þær nú farið um án aðstoðar karlmanna.
„Reiðhjólið skipti miklu máli í kvenfrelsisbaráttu okkar. Ég gleðst í hvert sinn sem ég sé konu á reiðhjóli, enda er það til marks um sjálfstæði okkar og sjálfsbjargarviðleitni“, skrifaði kvenfrelsisfrömuðurinn Susan B. Anthony.
Konurnar þurftu þó að sigrast á einni hindrun: Þær áttu erfitt með að stíga á og af hjólinu.
Þverstöngin styrkir stell reiðhjólsins en það getur reynst örðugt fyrir konur í síðum pilsum að stíga á hjólið.
Á þessum tíma voru reiðhjól oftar en ekki smíðuð úr veikburða efnivið – stundum jafnvel úr tré – sem varð til þess að styrkja þurfti stell hjólsins með þverstöng.
Til að komast upp á hjólið þurftu konurnar því að lyfta upp pilsum sínum og klofa yfir þverstöngina – nokkuð sem þótti ekki sæma virðulegum kvenmönnum, enda gátu forvitnir karlar mögulega séð bera fótleggi þeirra eða nærklæði.
Ég vil gjarnan verja 30 mínútum á dag til að komast í form. Hvort á ég þá að hlaupa eða hjóla?
Framtakssamir reiðhjólasmiðir sáu þarna tækifæri til að framleiða sérstök kvenreiðhjól þar sem þverstöngin var sveigð niður á við þannig að konurnar gátu nú stigið léttilega yfir á reiðhjólið með siðsamlegum hætti.
Konur klæðast ekki lengur umfangsmiklum og þungum pilsum og núna eru reiðhjól gerð úr langtum sterkari og léttari efnivið þannig að það þarf ekki lengur neina þverstöng til að styrkja þau.
Því má segja að kvenreiðhjól 19. aldar séu orðin úrelt. Þrátt fyrir að margar konur gangi vissulega enn í kjólum, þá er ekkert mál fyrir þær að stíga léttilega á reiðhjólin og fara frjálsar leiða sinna.