Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Eiginleg reiðhjól komu fram á sjónarsviðið upp úr 1880, þegar uppfinningar eins og reiðhjólakeðja og uppblásin dekk gerðu reiðhjólin að almenningseign.

BIRT: 26/08/2024

Það voru einkum konur sem heilluðust af reiðhjólum og varð það að tákni fyrir jafnréttisbaráttu þeirra, enda gátu þær nú farið um án aðstoðar karlmanna.

 

„Reiðhjólið skipti miklu máli í kvenfrelsisbaráttu okkar. Ég gleðst í hvert sinn sem ég sé konu á reiðhjóli, enda er það til marks um sjálfstæði okkar og sjálfsbjargarviðleitni“, skrifaði kvenfrelsisfrömuðurinn Susan B. Anthony.

 

Konurnar þurftu þó að sigrast á einni hindrun: Þær áttu erfitt með að stíga á og af hjólinu.

Þverstöngin styrkir stell reiðhjólsins en það getur reynst örðugt fyrir konur í síðum pilsum að stíga á hjólið.

Á þessum tíma voru reiðhjól oftar en ekki smíðuð úr veikburða efnivið – stundum jafnvel úr tré – sem varð til þess að styrkja þurfti stell hjólsins með þverstöng.

 

Til að komast upp á hjólið þurftu konurnar því að lyfta upp pilsum sínum og klofa yfir þverstöngina – nokkuð sem þótti ekki sæma virðulegum kvenmönnum, enda gátu forvitnir karlar mögulega séð bera fótleggi þeirra eða nærklæði.

Ég vil gjarnan verja 30 mínútum á dag til að komast í form. Hvort á ég þá að hlaupa eða hjóla?

Framtakssamir reiðhjólasmiðir sáu þarna tækifæri til að framleiða sérstök kvenreiðhjól þar sem þverstöngin var sveigð niður á við þannig að konurnar gátu nú stigið léttilega yfir á reiðhjólið með siðsamlegum hætti.

 

Konur klæðast ekki lengur umfangsmiklum og þungum pilsum og núna eru reiðhjól gerð úr langtum sterkari og léttari efnivið þannig að það þarf ekki lengur neina þverstöng til að styrkja þau.

 

Því má segja að kvenreiðhjól 19. aldar séu orðin úrelt. Þrátt fyrir að margar konur gangi vissulega enn í kjólum, þá er ekkert mál fyrir þær að stíga léttilega á reiðhjólin og fara frjálsar leiða sinna.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Bibliothèque de Toulouse.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.