Ef æfingin stendur aðeins hálftíma á dag, þá skaltu velja hlaupin.
Líkamlegt form segir til um hæfni lungnanna og blóðsins til að flytja súrefni til vöðvanna og hæfni vöðvanna til að nýta súrefnið til að framleiða orku.
Rannsóknir sýna að hlaup bæta formið örlítið meira en hjólreiðar, sé æfingatíminn sá sami. Ástæðan er sú að hlaupin virkja fleiri vöðva og eru áhrifaríkari til að brenna fitu.
Hjólreiðar öruggari
Tíminn nýtist líka betur á hlaupum, þar eð auðveldara er að halda jöfnum hraða en á hjólinu geturðu t.d. þurft að bíða á rauðu ljósi, hægja á þér í beygjum o.s.frv.
Aftur á móti fara hjólreiðar betur með líkamann og minni meiðsli draga úr hættu á því að þurfa að taka hlé frá æfingum.
Þess vegna mæla margir sérfræðingar með því að byrja á hjólinu, ef þú ert byrjandi. Þetta er einkum mikilvægt ef þú hefur hátt BMI-gildi eða liðirnir ekki í fullkomnu lagi.
1. Meiri brennsla á hlaupum
70 kg manneskja sem hleypur á 10 km hraða í 30 mínútur brennir meiru en ef hún hjólar á 20 km hraða.
2. Mótstaða eflir vöðva
Hlaup bæta litlu sem engu við vöðvamassann en hjólreiðar auka vöðvamassa í rassi og framan og aftan í lærum vegna mótstöðu pedalanna.
3. Högg styrkja beinin
Hlaup koma í veg fyrir afkölkun og beinþynningu því þú heldur uppi öllum líkamsþunganum. 81% hlaupara sýna engin merki um kalkrýrnun.
4. Meiri meiðsli á hlaupum
Hlauparar verða fyrir liða- eða vöðvasköddun 11 sinnum á hverjum 1.000 km sem er nærri tvöfalt oftar en gildir í hjólreiðum.
1. Meiri meiðsli á hlaupum
Hlauparar verða fyrir liða- eða vöðvasköddun 11 sinnum á hverjum 1.000 km sem er nærri tvöfalt oftar en gildir í hjólreiðum.
2. Mótstaða eflir vöðva
Hlaup bæta litlu sem engu við vöðvamassann en hjólreiðar auka vöðvamassa í rassi og framan og aftan í lærum vegna mótstöðu pedalanna.
3. Högg styrkja beinin
Hlaup koma í veg fyrir afkölkun og beinþynningu því þú heldur uppi öllum líkamsþunganum. 81% hlaupara sýna engin merki um kalkrýrnun.
4. Meiri meiðsli á hlaupum
Hlauparar verða fyrir liða- eða vöðvasköddun 11 sinnum á hverjum 1.000 km sem er nærri tvöfalt oftar en gildir í hjólreiðum.