Hár verður grátt þegar framleiðsla litarefnis stöðvast.
Það eru stofnfrumur sem framleiða litarefnið og þær taka að deyja kringum 25 ára aldur hjá körlum og um fimm árum síðar hjá konum.
Að verða snemma gráhærður er að stórum hluta arfgengt.
Leiðin að gráu hári
1. Stofnfrumur í efri húðlögum þróast í litfrumur sem gefa frá sér litarefni. Þær flytja sig niður í botn hársekksins.
2. Litfrumurnar framleiða litarefni sem veita hárinu sinn einkennandi lit. Frumurnar koma litarefninu fyrir í hárstráinu.
3. Með aldrinum taka þessar litfrumur að deyja og þegar ekki eru lengur litfrumur til að gefa hárinu lit, verður það grátt.
4. Hver hársekkur þróast á sinn eigin hátt. Oft grána nasahár fyrst, svo höfuðhár, skegg, líkamshár og augabrúnirnar síðast.