Hvernig er best að greiða úfið hár?

Þegar ég greiði flókann úr hári dóttur minnar æpir hún stundum af sársauka. Er hægt að greiða hárið auðveldlega?

BIRT: 25/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Líkt og margir foreldrar síðhærðra barna vita er best að greiða sítt úfið hár með því að byrja neðst og færa sig svo smátt og smátt upp á við í átt að hársverðinum.

 

Nú hafa vísindamenn við Harvard háskóla í Bandaríkjunum komist að raun um hvað veldur.

 

Vísindamönnunum tókst að einfalda hárburstunarvandann og skoðuðu tvö hár sem vafist höfðu utan um hvort annað með því móti er nefnist tvöföld gormlína. Að því loknu tókst þeim að beita aðferðum úr m.a. rúmfræði til að reikna út ákjósanlegustu lengdina og aflið sem beita skyldi við hárburstunina.

 

Þegar burstanum er strokið í of stuttum strokum dregst hárburstunin um of á langinn en sé burstað í of löngum strokum er hætt við að hárburstunin reynist sársaukafull.

 

Vélmenni reiknaði út hina fullkomnu hárburstun

Hversu langar og öflugar strokurnar eiga að vera ræðst af lengd hársins og hversu liðað það er, auk þess sem sársaukamörk þess sem bursta á skipta máli.

 

Vísindamenn við MIT háskólann hafa beitt stærðfræðiformúlum til að útbúa burstunarvélmennið RoboWig sem er ætlað að létta undir með starfsfólki dvalarheimila, svo dæmi sé nefnt.

 

Hárgreiðsluvélmenni kembir úfinn hárlubba

Vélmennið Robowig er útbúið myndavél og skynjurum sem mæla álagið meðan á hárburstuninni stendur.

1. Vélmennið kannar hárgerðina

 

Vélmennið skimar hárið í svart-hvítu til þess að hugbúnaðurinn eigi auðveldara með að greina hárgerðina. Notað er reiknirit til að eyða öllum óþarfa upplýsingum, þannig að einungis útlínur hársins séu eftir.

2. Burstunaráætlun útbúin

 

Þegar búið er að ákvarða hárgerðina beitir vélmennið stærðfræðiformúlum til að reikna út lengd hverrar stroku í burstuninni, auk þess að reikna út aflið sem beitt verður í burstuninni.

3. Hárið greitt

 

Vélmennið nýtir mjúkan bursta og skynjara sem mæla afl, svo hægt sé að fylgjast með framvindu burstunarinnar. Ef strokurnar eru of öflugar og sársaukafullar velur vélmennið að stytta þær.

Enn sem komið er hefur vélmennið einungis burstað hárið á dúkkum með hárkollur en vísindamennirnir binda vonir við að geta gert tilraunir á fólki til að öðlast frekari upplýsingar um það hvernig fólki líður með vélræna hárburstun.

BIRT: 25/03/2023

HÖFUNDUR: Mikkel Meister

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock Youtube

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.