Skýin endurvarpa litum ljóssins og magnast áhrifin verulega þegar sólin er lágt á lofti.
Þegar menn sjá himininn sem bláan er það ekki litur himins sem við sjáum, heldur einn litur í ljósi sólar sem dreifist út vegna sameinda í lofthjúpnum.
Ljós sólar inniheldur alla liti og er því hvítt ásýndar.
En þegar ljósið fer í gegnum lofthjúp jarðar lendir það á ildis- og kolefnasameindum sem kljúfa ljósið.
Sameindir dreifa bláu ljósi á himni
Blár er einn af þeim litum sem hafa hvað stystu bylgjulengd í því litrófi sem mannsaugað getur greint.
Ildis- og kolefnasameindir eru í miklu magni í lofthjúp jarðar og stærð þeirra er slík að sameindirnar dreifa ljósi með stuttum bylgjulengdum mest.
Því klofnar blátt ljós sólar í mestum mæli og verður ríkjandi litur á himni.
Gulur og rauður verða sýnilegir við sólsetur
Grænt ljós fer nær ótruflað í gegnum lofthjúpinn meðan gult og rautt ljós er á löngum bylgjum og dreifist ekki mikið.
Þegar sólin er að ganga til viðar þarf ljósið að fara í gegnum mun meira af lofthjúpnum en þegar sólin stendur hæst á himni.
Það felur í sér að ennþá meira af bláu ljósi með stuttum bylgjulengdum dreifist út.
Eftir standa rauðgult og gult ljós sem má sjá við sólsetur.
Um nætur er ekki neitt sólarljós sem sameindir lofthjúpsins geta dreift og því er himininn svartur.
Dreifing sólarljóssins í lofthjúpnum nefnist Rayleigh-dreifing eftir breska eðlisfræðingnum Rayleigh lávarði sem útskýrði bláan lit himins árið 1871.
Agnir í lofthjúpnum kljúfa ljósið
Þegar sólarljósið lendir á lofthjúp jarðar klofnar ljósið vegna sameinda í andrúmsloftinu.
Blátt ljós er á stuttum bylgjulengdum og dreifist með skilvirkari hætti heldur en rautt.
Smelltu á tölurnar til að sjá meira.
Áður en sólarljósið nær inn í lofthjúpinn, ferðast það ótruflað í samsíða línum í gegnum geiminn. Ljósið inniheldur mismunandi bylgjulengdir, sem saman mynda hvítt ljós.
Þar sem bláu bylgjulengdirnar eru styttri en þær rauðleitari, rekast þær í meira mæli á litlar sameindir í lofthjúpnum og dreifast í allar áttir.
Ljós með löngum bylgjum, eins og rautt og gult, ferðast nær ótruflað í gegnum lofthjúpinn.
Þegar sólin er lágt á lofti fer ljósið í gegnum fleiri sameindir. Þess vegna dreifist bláa ljósið þar til það er ekki lengur sýnilegt, en rauðgula og rauða ljósið verða meira áberandi.