Af hverju er geimurinn svartur?

Einfalda svarið er að í geimnum er ekki loft til að dreifa ljósi. En það er líka til mun flóknari skýring.

BIRT: 17/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þetta virðist einföld spurning en í rauninni er erfitt að útskýra hvers vegna geimurinn er svartur.

 

Segja má að svörin séu tvö. Einfalda skýringin er sú að séð utan úr geimnum er hann svartur vegna þess að þar er ekkert loft til að dreifa ljósinu. Frá jörðu séð er himinninn blár af því að loftsameindir dreifa ljósinu.

 

Flóknari skýringin byggist á því hvernig alheimurinn er byggður. Væri alheimurinn bæði óendanlega stór og óendanlega gamall ættum við, alveg sama hvert við horfðum, að sjá ljós frá óendanlega mörgum stjörnum. Þar af leiðandi ætti næturhiminninn að vera bjartur – reyndar bærist þá svo mikil geislun langt að úr geimnum að það væri ókleift að lifa hana af.

 

En það að himinn skuli vera svartur kallast mótsögn Olberts. Nú telja vísindamenn að mótsögnin skýrist af því að alheimurinn er hvorki óendanlega gamall né óendanlega stór. Alheimurinn varð til fyrir um 13,7 milljörðum ára og það þýðir að við sjáum ekki lengra út í geiminn en 13,7 milljarða ljósára og það takmarkar mjög fjölda sýnilegra stjarna og ljós þeirra.

BIRT: 17/10/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is