Lappjaðrakan (Limosa lapponica baueri) hefur flogið samfellt í 11 daga og ferðast 13.560 kílómetra – 510 km lengra en fyrra met. Vísindamenn fylgdu leið og hraða fuglsins af mikilli nákvæmni í gegnum gervihnattasendi.
Fuglinn, sem var aðeins fimm mánaða gamall, yfirgaf fæðingarstað sinn í Alaska, flaug suður yfir Kyrrahafið og lenti í Tasmaníu þann 24. október 2022.
Til að undirbúa sig fyrir svona krefjandi ferð borða farfuglarnir mikið magn fæðu vikurnar fyrir brottför. Reyndar taka ungarnir ekki flugið fyrr 4-6 vikum á eftir fullorðnum til að hafa meiri tíma til að vaxa og bæta á fitubirgðir.
Stuttu fyrir brottför þrengjast jafnvel ákveðin líffæri þannig að hægt sé að bæta enn frekar á fitubirgðir. Tveimur til fjórum vikum áður en ferðin hefst er fitan aðeins 17 prósent af þyngd fuglsins en það hlutfall fer upp í 58 prósent við brottför. Vísindamenn áætla að þegar fuglinn er loksins kominn á áfangastað hafi hann misst um það bil helming þyngdar sinnar.
Albatrossar beisla vindorku
Aðrir fuglar geta líka verið lengi á flugi – albatrossar fljúga t.d. um suðurhvel jarðar og geta farið 22.000 km á 46 dögum.
En ólíkt Lappjaðrakanum svífur albatrossinn stóran hluta flugsins. Til þess nýta þeir sér risastóra vængi sína og notar loftstrauma til að halda sér á lofti.
Auk þess getur albatrossinn lent á vatni og hvílt sig. Lappjaðrakaninn verður hins vegar að vera stöðugt á flugi því hann er ófær um að lyfta sér til flugs aftur ef hann lendir á vatni.