Náttúran

Hversu langt getur fugl flogið án þess að lenda?

Sumir fuglar geta flogið ótrúlega langt án þess að lenda. Hvað er metið?

BIRT: 09/03/2024

Lappjaðrakan (Limosa lapponica baueri) hefur flogið samfellt í 11 daga og ferðast 13.560 kílómetra  – 510 km lengra en fyrra met. Vísindamenn fylgdu leið og hraða fuglsins af mikilli nákvæmni í gegnum gervihnattasendi.

 

Fuglinn, sem var aðeins fimm mánaða gamall, yfirgaf fæðingarstað sinn í Alaska, flaug suður yfir Kyrrahafið og lenti í Tasmaníu þann 24. október 2022.

 

Til að undirbúa sig  fyrir svona krefjandi ferð borða farfuglarnir mikið magn fæðu vikurnar fyrir brottför. Reyndar taka ungarnir ekki flugið fyrr 4-6 vikum á eftir fullorðnum til að hafa meiri tíma til að vaxa og bæta á fitubirgðir.

 

Stuttu fyrir brottför þrengjast jafnvel ákveðin líffæri þannig að hægt sé að bæta enn frekar á fitubirgðir. Tveimur til fjórum vikum áður en ferðin hefst er fitan aðeins 17 prósent af þyngd fuglsins en það hlutfall fer upp í 58 prósent við brottför. Vísindamenn áætla að þegar fuglinn er loksins kominn á áfangastað hafi hann misst um það bil helming þyngdar sinnar.

 

Albatrossar beisla vindorku

Aðrir fuglar geta líka verið lengi á flugi – albatrossar fljúga t.d. um suðurhvel jarðar og geta farið 22.000 km á 46 dögum.

 

En ólíkt Lappjaðrakanum svífur albatrossinn stóran hluta flugsins. Til þess nýta þeir sér risastóra vængi sína og notar loftstrauma til að halda sér á lofti.

 

Auk þess getur albatrossinn lent á vatni og hvílt sig. Lappjaðrakaninn verður hins vegar að vera stöðugt á flugi því hann er ófær um að lyfta sér til flugs aftur ef hann lendir á vatni.

13.560 kílómetrar – svona langt getur lappjaðrakaninn flogið án þess að taka sér hvíld.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.