Lifandi Saga

Hversu raunsannar eru fornar styttur?

Þær er að finna á söfnum út um heim allan en fræðimenn geta ekki sagt með vissu hversu trúverðugar styttur fornalda eru í raun. Eitt er þó öruggt: Valdhafar nýttu einatt styttugerð til eigin ávinnings.

BIRT: 15/09/2024

Sagnfræðingar geta ekki sagt með vissu hversu raunsannar fornar styttur eru. Ástæðan er m.a. sú að þeir hafa engar trúverðugar heimildir frá fyrstu hendi sem þeir geta borið saman við stytturnar.

 

Sagnfræðingar eru þó á einu máli um að egypskar styttur séu afar stílfærðar og því ekki mjög raunsannar. Á sama máta eru grískar styttur fegraðar með fullkomnum líkama og andliti.

 

Trúverðugustu stytturnar eru rómverskar – einkum frá árunum 150-30 f.Kr. – en þá var listastefnan verisme í hávegum höfð og gaf raunsærri myndir af manneskjum. Margar styttur frá þessu tímabili sýna þannig hrukkur og vörtur.

 

Þrátt fyrir að Rómverjar hafi verið trúir fyrirmyndinni voru styttur af keisurum og öðrum valdhöfum einatt notaðar í áróðursskyni.

 

Sem dæmi þá lét hershöfðinginn Pompeius gjarnan móta sig með millisítt hár og ennislokka. Þetta gerði hann til að líkjast hetju sinni, Alexander mikla. Þannig leitaðist hann við að skapa hugræn tengsl við Alexander til að baða sig í frægðarsól hans.

Ágústus keisari (á myndunum að ofan) bar sömu ennislokkana á öllum styttum. Þannig gátu íbúar í þessu gríðarstóra ríki þekkt drottnara sinn. Hershöfðinginn Pompeius lét gera styttur af sér með aðeins síðara hár til að líkjast Alexander mikla.

Ágústus var ungur að eilífu.

Annað dæmi um slíkan áróður má finna í stjórnartíð Ágústusar keisara. Þrátt fyrir að hann hafi ríkt í meira en 40 ár eða allt þar til hann var 75 ára gamall, þá sýndu styttur af honum keisarann ævinlega sem ungan og hraustan mann.

 

Auk þess eru styttur af Ágústusi sláandi líkar – sem dæmi eru þær allar með svipaða ennislokka – þrátt fyrir að þær sé að finna víðsvegar í feiknarlega víðfeðmu heimsveldinu.

Lík Alexanders mikla var smurt og það sett í grafhýsi í Alexandríu. Þar er líkið ósnortið næstu 250 árin, þangað til Ágústus keisari kíkir í heimsókn.

Sumir sagnfræðingar telja þetta vera til marks um að Ágústus hafi kerfisbundið nýtt sér stytturnar í áróðursskyni.

 

Mögulega hefur hann látið senda eins konar „skapalón“ af styttugerðinni til allra horna ríkisins til þess að þegnarnir gætu séð hinn síunga dýrðlega keisara með eigin augum.

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Marie-Lan Nguyen & Walters Art Museum & Osama Shukir Muhammed Amin & Marcus Cyron. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.