Alheimurinn

Hversu stór geta svarthol orðið?

Svarthol gleypa allt sem kemur í námunda við þau. En geta þau bara haldið áfram að vaxa í hið óendanlega eða eru einhver mörk sem ákvarða hámarksstærð?

BIRT: 24/01/2024

Þær kenningar sem nú eru almennt viðurkenndar setja engin efri mörk fyrir stærð svarthola. Fræðilega séð ættu þau að geta bætt við sig efni svo lengi sem eitthvert efni berst til þeirra.

 

Tvennt virðist þó takmarka vaxtarmöguleika allra stærstu svartholanna, þeirra sem nefnd hafa verið ofursvarthol eða SMBH (SuperMassive Black Holes).

 

Slík svarthol er t.d. að finna í kjarna flestra stjörnuþokna sem annað hvort eru spíralþokur eða sporöskjulaga. Allra stærstu svartholin hafa verið að bæta við sig allt frá Miklhvelli. Það hefur skapað þeim tíma til að safna efni á borð við tíu milljarða sólmassa.

 

Geislun einangrar svartholið

Þannig má segja að tíu milljarðar sólmassa séu nálægt þeirri stærð sem svarthol hafa mögulega getað náð á þeim tíma sem liðinn er frá Miklahvelli. Til viðbótar benda nýlegar rannsóknir til að ofursvartholin geti ekki vaxið öllu meira.

 

Ástæðan er sú geislun sem svartholin senda frá sér þegar þau gleypa efni úr umhverfinu. Þessi geislun veldur þrýstingi út á við, svokölluðum geislunarþrýstingi og hann getur blásið efni svo langt frá svartholinu að þyngdarafl þess nái ekki lengur til efnisins.

 

Þar með hefur ofursvartholið farið yfir svonefnd Eddingtonmörk og geislunin blæs jafnmiklu efni burtu og því sem sogast inn. Svartholið hættir þá að vaxa.

 

Stærsta svarthol í Vetrarbrautinni er í miðju hennar, um 26.000 ljósár frá sólinni. Þetta svarthol hefur fengið nafnið Sagittarius A og er um fjórum milljón sinnum þyngra en sólin.

 

Meginsvarthol Vetrarbrautarinnar er sem sagt miklu minna en stærstu ofursvarthol í öðrum stjörnuþokum.

Ofátssvarthol eru stærri frá upphafi

Venjulega myndast svarthol þegar stór stjarna fellur saman eftir sprengingu en ofursvarthol hafa meiri massa strax í upphafi.

1. Samfall myndar svarthol

Elstu ofursvartholin mynduðust þegar mikill massi þjappaðist saman skömmu eftir Miklahvell. Nú myndast þau við árekstur stórra stjarna eða þegar miðbik stjörnuþoku fellur saman.

2. Svartholin éta meira

Svo ofboðslegt samanfall safnar saman þúsund til milljón sólmössum í örlítinn punkt. Þannig eru þessi svarthol mjög stór í upphafi og geta gleypt mikið efni úr umhverfinu á skömmum tíma.

3. Hámarkinu náð

Ofursvarthol verða að líkindum ekki öllu meira en um tíu milljarðar sólmassa. Við svo mikinn þrýsting blæs geislunin ryki og gasi svo langt burtu að þyngdarafl svartholsins nær ekki til þess.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© EHT Collaboration. © Shutterstock & Lotte Fredslund.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.