Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Í kjölfarið á fyrri heimsstyrjöld skildu hernámssvæði bandamanna eftir sig litla landspildu sem var lokuð frá öðrum hlutum Þýskalands. Svæðið lýsti yfir sjálfstæði og borgarstjórinn á staðnum gegndi hlutverki forseta.

BIRT: 20/01/2025

Eftir fyrri heimsstyrjöld hernámu Bandaríkin, Frakkland og England þýsku svæðin austur af Rín. Landamærin voru mörkuð með sirkli sem leiddi það af sér að bandaríska og franska svæðið mættust ekki.

 

Á milli þeirra var 55 km löng rönd með lögun eins og flöskuháls, milli Rínar annars vegar og Taunus-fjallanna hins vegar.

 

Lestar máttu ekki staðnæmast á svæðinu sem fyrir vikið var algerlega úr tengslum við Þýskaland. Hinn 10. janúar 1919 létu íbúarnir slag standa og lýstu yfir sjálfstæði fríríkisins sem þeir nefndu Fríríkið Flöskuháls.

 

Forseti Flöskuhálsanna en svo nefndust íbúarnir 17.000, var Edmund Pnischeck sem var borgarstjóri í höfuðborginni Lorch.

 

Segja má að forsetinn hafi ekki átt sjö dagana sæla en honum tókst reyndar að innleiða vegabréf þegnum sínum til handa og hugðist opna sendiráð í Berlín og öðrum höfuðborgum.

Terunninn verður þriggja metra hár og hefur valdið byltingum og var nálægt því að koma breska heimsveldinu á kúpuna.

Tekinn var í notkun sérstakur gjaldmiðill í fríríkinu en erfitt reyndist að nota peningana. Flöskuhálsinn var nánast algerlega einangraður sökum þess að engir vegir lágu milli fríríkisins og Þýskalands.

 

Innflutningur og útflutningur áttu sér einungis stað með einu móti en þá er átt við smygl.

„Flöskuhálsinn“ var aðeins u.þ.b. 2 km á breidd þar sem hann var þrengstur.

Og öllu mögulegu var smyglað, allt frá sígarettum yfir í nautgripi. Eitt sinn tókst einum Flöskuhálsinu, en svo kölluðust íbúar fríríkisins, að ræna lest, fullri af kolum í nærliggjandi bæ sem kallaðist Rüdesheim og aka henni inn í fríríkið þar sem kolunum var skipt milli íbúanna til þess að þeir gætu hitað upp hýbýli sín.

 

Einangrunin varði til ársins 1923 þegar Frakkar lögðu undir sig gjörvallt Rínarland. Eftir hernám Frakkanna var fríríkið Flöskuháls innlimað í Prússland.

HÖFUNDUR: Søren Flott

Reproduction by RichHein/Freistaat Flaschenhals/Wikimedia Commons/EB Adventure Photography/underworld/Shutterstock. © Ziegelbrenner/Wikimedia Commons.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Lifandi Saga

Hvenær urðum við pólitískt réttsinnuð? 

Maðurinn

7 mýtur um hæð: „Hávöxnu fólki vegnar betur í lífinu“

Alheimurinn

Hvernig hafa geimför samband við jörðina?

Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Alheimurinn

Pólstjarnan er leiðarvísir á næturhimni

Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Maðurinn

Hve langt nær skaðsemi óbeinna reykinga?

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.