Eftir fyrri heimsstyrjöld hernámu Bandaríkin, Frakkland og England þýsku svæðin austur af Rín. Landamærin voru mörkuð með sirkli sem leiddi það af sér að bandaríska og franska svæðið mættust ekki.
Á milli þeirra var 55 km löng rönd með lögun eins og flöskuháls, milli Rínar annars vegar og Taunus-fjallanna hins vegar.
Lestar máttu ekki staðnæmast á svæðinu sem fyrir vikið var algerlega úr tengslum við Þýskaland. Hinn 10. janúar 1919 létu íbúarnir slag standa og lýstu yfir sjálfstæði fríríkisins sem þeir nefndu Fríríkið Flöskuháls.
Forseti Flöskuhálsanna en svo nefndust íbúarnir 17.000, var Edmund Pnischeck sem var borgarstjóri í höfuðborginni Lorch.
Segja má að forsetinn hafi ekki átt sjö dagana sæla en honum tókst reyndar að innleiða vegabréf þegnum sínum til handa og hugðist opna sendiráð í Berlín og öðrum höfuðborgum.
Terunninn verður þriggja metra hár og hefur valdið byltingum og var nálægt því að koma breska heimsveldinu á kúpuna.
Tekinn var í notkun sérstakur gjaldmiðill í fríríkinu en erfitt reyndist að nota peningana. Flöskuhálsinn var nánast algerlega einangraður sökum þess að engir vegir lágu milli fríríkisins og Þýskalands.
Innflutningur og útflutningur áttu sér einungis stað með einu móti en þá er átt við smygl.
![](https://vefbordar.ams3.cdn.digitaloceanspaces.com/visindi/wp-content/uploads/2025/01/08155517/flaskehals-kort-1024x683.jpg)
„Flöskuhálsinn“ var aðeins u.þ.b. 2 km á breidd þar sem hann var þrengstur.
Og öllu mögulegu var smyglað, allt frá sígarettum yfir í nautgripi. Eitt sinn tókst einum Flöskuhálsinu, en svo kölluðust íbúar fríríkisins, að ræna lest, fullri af kolum í nærliggjandi bæ sem kallaðist Rüdesheim og aka henni inn í fríríkið þar sem kolunum var skipt milli íbúanna til þess að þeir gætu hitað upp hýbýli sín.
Einangrunin varði til ársins 1923 þegar Frakkar lögðu undir sig gjörvallt Rínarland. Eftir hernám Frakkanna var fríríkið Flöskuháls innlimað í Prússland.