Varðveitt í ísnum: Loðfíll geymir enn DNA
Sífrerinn er allt að 70 metra þykkt lag af freðnum, vatnsblönduðum jarðvegi og lífrænum leifum. Í þessum ís varðveitast dýr og jurtir árþúsundum saman. Þekktasti fundurinn er 28.000 ára gamall, ullarhærður loðfíll, kallaður Yuka. Í vöðva- og mergfrumum má enn finna DNA.
Fíllinn og músin: DNA loðfíls sett í músaregg
Vísindamenn settu frumukjarna með erfðaefni loðfíls í eggfrumu músar og sáu að á frumstigi, fyrir frumuskiptingu, virkaði allt eðlilega. Frumur sem skipta sér eru eitt fyrsta skrefið á þeirri vegferð að klóna risa dýraríkisins á ísöld.
Plastúlfur: Stór haus fannst hjá fljóti
Sumarið 2018 fann íbúi í Síberíu 40 sentimetra og allt að 40.000 ára gamlan úlfshaus. Síðan hefur verið unnið að plastfyllingu haussins. Vatn og fita eru soguð úr frumunum en fljótandi plast sett í staðinn.
Drukknað folald: Jafnvel nasahárin varðveitt
Fyrir 42.000 árum drukknaði tveggja mánaða folald í eðju í Síberíu. Frostið hefur síðan varðveitt þetta folald í súrefnissnauðu tímahylki, þar til það kom aftur í ljós í ágúst 2019. Húð, hófar og jafnvel fíngerðu hárin í nösunum hafa varðveist fullkomlega.
Elsta blóð: Í skrokknum var enn fljótandi blóð og þvag
Þegar vísindamenn opnuðu þennan 42.000 ára gamla folaldsskrokk, reyndist enn fljótandi blóð í æðunum. Það telst elsta blóð sem varðveist hefur. Í maganum fannst líka síðasta máltíð folaldsins og í þvagblöðrunni var enn þvag í fljótandi formi.
Uss, ljónið sefur: Hellaljónshvolpar frusu í hel
Þrír fullkomlega varðveittir hellaljónshvolpar hafa fundist eftir 25-50 þúsund ára dvöl í sífreranum. Greiningar á þessum kafloðnu krílum eiga að leiða í ljós hvort hellisljónin voru skyld Afríkuljónum nútímans eða kannski af ætt tígrisdýra.
Ullarrisi í gullnámu: Frostið skóf hárin af
Stærsti og best varðveitti ullarnashyrningurinn var uppi fyrir 39.000 árum og talið að hann hafi vegið um 1,5 tonn. Þegar gullnámuverkamenn fundu þetta stórvaxna kvendýr hafði frostið fjarlægt ullarhárin að langmestu leyti.
Náttúrulegur dauðdagi: Vísundstarfur var 170 cm á herðakamb og 600 kg
Steppuvísundur fannst í svefnstellingu með fæturna dregna inn undir skrokkinn og höfuðið í hvíldarstöðu. Þessi tarfur er um 10.500 ára gamall og ber engin ummerki rándýra. Það ber vitni um náttúrulegan dauðdaga og þykir merkilegt.
Úlfshvolpur: Hellisþakið hrundi yfir hann
Úlfshvolpur lét lífið þegar hellirinn hrundi saman og hefur síðan legið í frosti. Hvolpurinn var aðeins 6-7 vikna gamall. Tennurnar sýna að hann hefur ekki lengur verið á spena, heldur lifað á fiski úr nærliggjandi ám.
Ullarnashyrningur: Best varðveitta ísaldardýrið
Ullarnashyrningur náðist upp úr sífreranum með fjölmarga mjúka vefi óskemmda. Þessi nashyrningur er meðal allra best varðveittu dýra sem fundist hafa í sífreranum. Vísindamenn telja dýrið hafa verið 3-4 ára þegar það drukknaði fyrir 20-50 þúsund árum.
Varðveitt í ísnum: Loðfíll geymir enn DNA
Sífrerinn er allt að 70 metra þykkt lag af freðnum, vatnsblönduðum jarðvegi og lífrænum leifum. Í þessum ís varðveitast dýr og jurtir árþúsundum saman. Þekktasti fundurinn er 28.000 ára gamall, ullarhærður loðfíll, kallaður Yuka. Í vöðva- og mergfrumum má enn finna DNA.
Fíllinn og músin: DNA loðfíls sett í músaregg
Vísindamenn settu frumukjarna með erfðaefni loðfíls í eggfrumu músar og sáu að á frumstigi, fyrir frumuskiptingu, virkaði allt eðlilega. Frumur sem skipta sér eru eitt fyrsta skrefið á þeirri vegferð að klóna risa dýraríkisins á ísöld.
Plastúlfur: Stór haus fannst hjá fljóti
Sumarið 2018 fann íbúi í Síberíu 40 sentimetra og allt að 40.000 ára gamlan úlfshaus. Síðan hefur verið unnið að plastfyllingu haussins. Vatn og fita eru soguð úr frumunum en fljótandi plast sett í staðinn.
Drukknað folald: Jafnvel nasahárin varðveitt
Fyrir 42.000 árum drukknaði tveggja mánaða folald í eðju í Síberíu. Frostið hefur síðan varðveitt þetta folald í súrefnissnauðu tímahylki, þar til það kom aftur í ljós í ágúst 2019. Húð, hófar og jafnvel fíngerðu hárin í nösunum hafa varðveist fullkomlega.
Elsta blóð: Í skrokknum var enn fljótandi blóð og þvag
Þegar vísindamenn opnuðu þennan 42.000 ára gamla folaldsskrokk, reyndist enn fljótandi blóð í æðunum. Það telst elsta blóð sem varðveist hefur. Í maganum fannst líka síðasta máltíð folaldsins og í þvagblöðrunni var enn þvag í fljótandi formi.
Uss, ljónið sefur: Hellaljónshvolpar frusu í hel
Þrír fullkomlega varðveittir hellaljónshvolpar hafa fundist eftir 25-50 þúsund ára dvöl í sífreranum. Greiningar á þessum kafloðnu krílum eiga að leiða í ljós hvort hellisljónin voru skyld Afríkuljónum nútímans eða kannski af ætt tígrisdýra.
Ullarrisi í gullnámu: Frostið skóf hárin af
Stærsti og best varðveitti ullarnashyrningurinn var uppi fyrir 39.000 árum og talið að hann hafi vegið um 1,5 tonn. Þegar gullnámuverkamenn fundu þetta stórvaxna kvendýr hafði frostið fjarlægt ullarhárin að langmestu leyti.
Náttúrulegur dauðdagi: Vísundstarfur var 170 cm á herðakamb og 600 kg
Steppuvísundur fannst í svefnstellingu með fæturna dregna inn undir skrokkinn og höfuðið í hvíldarstöðu. Þessi tarfur er um 10.500 ára gamall og ber engin ummerki rándýra. Það ber vitni um náttúrulegan dauðdaga og þykir merkilegt.
Úlfshvolpur: Hellisþakið hrundi yfir hann
Úlfshvolpur lét lífið þegar hellirinn hrundi saman og hefur síðan legið í frosti. Hvolpurinn var aðeins 6-7 vikna gamall. Tennurnar sýna að hann hefur ekki lengur verið á spena, heldur lifað á fiski úr nærliggjandi ám.
Ullarnashyrningur: Best varðveitta ísaldardýrið
Ullarnashyrningur náðist upp úr sífreranum með fjölmarga mjúka vefi óskemmda. Þessi nashyrningur er meðal allra best varðveittu dýra sem fundist hafa í sífreranum. Vísindamenn telja dýrið hafa verið 3-4 ára þegar það drukknaði fyrir 20-50 þúsund árum.
Ef þú varst að skoða þessa grein í símanum er óhætt að mæla með því að líta á hana í tölvunni þegar þú kemur heim. Þar sjást dýrin í fullri lengd ásamt öllum hinum forvitnilegu smáatriðunum.