Lifandi Saga

Japanska Titanic gleymdist

Sama ár og Titanic sökk gerði japanska gufuskipið SS Kiche Maru það líka. Meira en 1.000 farþegar fórust með skipinu en öfugt við Titanic er þessi japanski skipsskaði gleymdur.

BIRT: 03/01/2025

Í september 1912 var fellibyljatíminn í Suð-austur Asíu í hámarki. Stormarnir herjuðu einnig á Japan og grönduðu uppskeru, símastaurum og tugum þúsunda húsa.

 

Auðvitað höfðu stormarnir einnig áhrif á hafnir og siglingar sem reyndist örlagaríkt fyrir farþegaskipið Kiche Maru.

 

Þann 22. september 1912 sökk það í sérstaklega sterkum fellibyl og tók meira en 1.000 manns með sér í djúpið.

 

Þessi hörmungaratburður fékk lítið rúm í heimsfréttunum þar sem athygli heimsins beindist öll að öðru og þekktara skipi sem fórst sama ár: Titanic.

 

Öllum var sama um Kiche Maru

Fimm mánuðum áður en Kiche Maru fórst hafði Titanic sokkið eftir að hafa siglt á borgarísjaka í jómfrúarferð sinni yfir Atlantshafið. Með því fórust um 1.500 manns.

 

Kiche Maru var bara venjulegt farþegaskip á reglubundinni siglingu meðfram ströndum Japans en Titanic var annarrar gerðar; íburðarmesta farþegaskip í heimi – og sagt ósökkvandi – og flutti ríka og fræga fólkið yfir Atlantshafið. Þess vegna var Titanicslysið miklu áhugaverðara en Kiche Maru í augum heimspressunnar.

 

Þar að auki var Kiche Maru bara eitt af fjölmörgum skipum sem fórust í þessum fellibyl. Fellibylurinn 22. september 1912 var sá kröftugasti sem gengið hafði yfir Japan í 50 ár.

Stóru, olíuknúnu fragtskipin fá nú samkeppni frá umhverfisvænni farartækjum. Svíar hyggjast sjósetja 200 metra langt seglskip 2024.

Frásögnin af Kirche Maru fékk lítið rúm í vestrænum fjölmiðlum

„Tjón upp á 20 milljónir dollara varð í Japan í fellibylnum sem gekk yfir landið á sunnudaginn … uppskera eyðilagðist um allt land, Keiku Maru sökk úti fyrir Enshu með allri áhöfn og farþegum“, sagði í frétt í The New York Times 27. september 1912.

 

Nafn skipsins var ekki rétt stafsett og Enshu sem er nefnt í blaðinu var í raun stærsta eyja Japans, Honshu.

HÖFUNDUR: Natasja Broström , Andreas Abildgaard

Everett Collection/Shutterstock/The New York Times. © The New York Times

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvaða dýr hafa stærstu eistun?

Tækni

Nú vaxa trén upp í himininn 

Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Maðurinn

Af hverju eyðast tattóveringar ekki smám saman?

Lifandi Saga

Auschwitz: Úr lestinni í gasklefana

Maðurinn

Hvers vegna þolir sumt fólk ekki glúten?

Náttúran

Ósongat yfir suðurpólnum hélt veðurfræðingum í spennu

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Heilsa

Hafið auga með snemmbærum krabbameinseinkennum

Náttúran

Banvænasti sveppurinn fjölgar sér með nýrri aðferð

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.