Þegar Ella Harper kom í heiminn í BNA árið 1870 var ljóst að líf hennar yrði þyrnum stráð. Ástæðan var sú að hnéliðirnir á henni snéru öfugt.
Það stoppaði samt ekki þessa litlu telpu, því hún lærði að ganga á öllum fjórum.
Þegar hún var aðeins 14 ára gömul fékk hún vinnu í sirkus, þar sem hún hlaut viðurnefnið „Kamelstúlkan“.
Ella Harper varð fræg fyrir sín öfugsnúnu hné.
Sýningaratriði hennar naut svo mikilla vinsælda að hún þénaði á endanum 200 dali á viku sem var dágóð summa á þessum tíma.
Eftir tveggja ára sýningarhald hafði hún safnað nógu miklu fé til að geta dregið sig í hlé. Hún fjárfesti peningum sínum í menntun, giftist síðar og steig aldrei aftur fæti á svið.