Lifandi Saga

Bólusótt: Ósýnilegur ógnvaldur herjaði í Evrópu

Allt að þúsund manns létu lífið dag hvern á 18. öld. Enskur læknir ákvað að leggja allt í sölurnar í því skyni að finna lækningu en neyddist til að sýkja átta ára gamlan dreng til að komast að raun um hvort meðferðin gagnaðist eður ei.

BIRT: 20/02/2023

Spurningin hafði ekki látið lækninn Edward Jenner í friði árum saman: Væri hægt að beita kúabólu til að gera fólk ónæmt fyrir hinni banvænu bólusótt sem var náskyldur sjúkdómur?

 

Þann 14. maí árið 1796 ákvað þessi 46 ára gamli Englendingur að nú yrði hann að komast að hinu sanna.

 

Tilraunadýr hans var hinn átta ára gamli James Phipps, sonur garðyrkjumanns læknisins. Hann tók vessa af höndum ungrar mjaltastúlku sem smitast hafði af kúabólu og kom honum fyrir í handlegg drengsins heima hjá sér.

 

Þetta gerði hann með því að stinga örsmá göt ofur varfærnislega á húð á upphandlegg drengsins og sprauta vökva úr sýktri kúabólublöðru inn í handlegg hans.

 

Drengurinn fékk örlítinn hita í fáa daga, svo og smávægilegan þrota umhverfis stungusárið en að því undanskildu amaði ekkert að honum.

 

Sex vikum seinna stakk Edward Jenner alheilbrigðan piltinn á nýjan leik með vessa af völdum bólusóttar sem var langtum varhugaverðari sjúkdómur.

 

Ef læknirinn hefði rétt fyrir sér hefði það engin áhrif á drenginn að sýkja hann af bólusótt. En hvað ef hann hefði nú rangt fyrir sér?

 

Þá hefði drengurinn James verið dauðadæmdur. Að nokkrum vikum liðnum fengi hann háan hita, flökurleika og skelfilegan höfuðverk og síðan yrði líkami hans þakinn vökvafullum blöðrum sem valda myndu skelfilegum sársauka.

 

Áður en mánuður liði væri drengurinn látinn af sársaukafyllsta sjúkdómi 18. aldarinnar en undir lok aldarinnar dró bólusótt um 400.000 manns til dauða árlega.

Í tilraunum með að finna lækningu við bólusótt prófaði Edward Jenner bóluefnið á barni.

Engill dauðans geisaði í Evrópu

Á tímum Edwards Jenners var bólusótt hættulegasti sjúkdómur sem um gat og gekk hann iðulega undir heitinu „engill dauðans“.

 

Sjúkdómur þessi hefur sennilega herjað á mennina síðan í fornöld en á 18. öld náði hann fyrir alvöru fótfestu í Evrópu.

 

Ein helsta ástæða þessa var sú að fólk bjó í meira nábýli hvert við annað í stórborgum en áður hafði tíðkast og þá einkum í London. Frá árinu 1715 fram til aldamótanna 1800 fjölgaði íbúum borgarinnar úr 740.000 upp í 1,1 milljón.

 

Þegar þarna var komið sögu höfðu læknar enga hugmynd um hvernig sjúkdómurinn smitaðist og kunnu því engin ráð til að sporna gegn sjúkdóminum sem barst með lofti þegar sýktir einstaklingar hnerruðu og hóstuðu.

 

Þegar einn einstaklingur í fjölskyldunni hafði smitast fylgdu hinir nánast viðstöðulaust í kjölfarið. Í raun réttri var þekkt að einn einstaklingur með bólusótt hefði smitað alla hina íbúana í heilli húseign.

 

Efnafólki hafði oft tekist að forðast sjúkdóma á borð við kóleru, því það fólk bjó gjarnan úti á landi, þar sem það hafði aðgang að ómenguðu vatni en bólusóttin herjaði aftur á móti bæði á aðalsmenn og fátæklinga. Franski stærðfræðingurinn Charles Marie de la Condamine ritaði:

 

„Bólusótt er fljót sem við öll verðum að komast yfir“.

 

Sjúkdómurinn dró m.a. til dauða hinn unga Pétur 2. Rússakeisara sem lést á brúðkaupsdegi sínum árið 1730.

 

Þegar sjúklingur hafði smitast var ekkert að gera annað en að vona. Að nokkrum vikum liðnum var líkaminn þakinn blöðrum sem höfðu í för með sér sársauka á borð við þriðja stigs bruna og um það bil 40 af hundraði létust af völdum blóðsýkingar eða líffærabilunar.

Ritaðar heimildir og fornleifafundir benda til þess að bólusótt hafi geisað frá fornu fari.

Bólusótt á rætur sínar að rekja til fornaldar

Bólusótt átti sitt blómaskeið á 18. öld en sjúkdómurinn er líklega mun eldri.

 

Talið er að elsta fórnarlambið sem vitað er um sé egypski faraóinn Ramses V, sem lést árið 1157 f.Kr.

 

Um 1.000 árum síðar birtust fyrstu frásagnir af bólusóttarsjúkdómi á Indlandi.

 

Tvær sjúkraskýrslur lýsa sjúkdómi sem kallast Masurika, sem sögð er hafa skilið eftir sig gul, flæðandi sár á líkama fórnarlambanna – eitt af einkennum bólusjúklinga. Aðrar heimildir segja frá því að sjúkdómurinn herjaði á Kína, Kóreu og Japan.

 

Það er þó ekki fyrr en árið 854 sem fyrsta alvöru heimildin um sjúkdóminn birtist.

 

Í verkinu „Lýsing á bólusótt og mislingum“ gerir persneski læknirinn Rhazes í fyrsta skipti greinarmun á þessum tveimur sjúkdómum.

 

700 árum síðar fluttu Spánverjar bólusótt til Ameríku þar sem u.þ.b. helmingur frumbyggja dó.

Jafnvel í þeim tilvikum sem líkaminn bjó yfir nægilegum viðnámsþrótti til að lifa af langa sjúkdómslegu misstu um 10% sjónina sökum þess að sjúkdómurinn hafði í för með sér innri blæðingar í augum.

 

Margir fengu einnig liðagigt þegar þeir höfðu komist í tæri við engil dauðans ellegar þá misstu heyrnina.

 

Þeir heppnu sem hvorki fengu gigt, blindu né heyrnarleysi, þurftu að lifa við afskræmt andlit í hvert sinn sem þeir litu í spegil.

 

Áköf leit að lækningu

Ein hinna sýktu var breska aðalskonan lafði Mary Wortley Montagu frá London.

 

Þegar sjúkdómurinn hafði nánast gengið af henni dauðri á fyrstu vikum ársins 1716 var unga konan sem eitt sinn var sögð hafa verið svo fögur, algerlega óþekkjanleg.

 

Örfáum mánuðum áður hafði Mary misst bróður sinn, William, úr þessum sama sjúkdómi. Nú stóð hún máttfarin á heimili sínu í London og virti fyrir sér vanskapað andlit sitt sem allt eins hefði getað tilheyrt látinni manneskju.

Edward Jenner teiknaði sjálfur myndir af sjúklingum sem smitaðir voru af bólusótt.

Lafði Montagu lét hins vegar ekki deigan síga.

 

Í stað þess að sökkva sér í sjálfsvorkunn tók hún þá ákvörðun að verja lífi sínu í að finna lækningu gegn sjúkdóminum.

 

Hún var ekki sú fyrsta sem reyndi þetta. Alla 17. og 18. öld höfðu ýmsir læknar reynt að uppræta sjúkdóminn með því að hafa sjúklingana í gífurlegum hita, kulda, nú eða þá að tappa blóði af líkömum þeirra.

 

Fyrst í stað gekk lafði Montagu síst betur en öðrum þeim sem reynt höfðu. Árið 1716 fékk eiginmaður hennar stöðu bresks sendiherra í Konstanínópel, höfuðborg Tyrkjaveldis.

 

Hjónin pökkuðu saman föggum sínum og héldu af stað. Mary Wortley Montagu hafði ævistarf sitt einnig með í farteskinu.

 

Kúabóla getur læknað bólusótt

Í Konstanínópel umgekkst Mary konur á staðnum og þannig komst hún í tæri við hugsanlega lækningu við bólusótt. Sér til mikillar undrunar sá hún að tyrknesk börn voru stungin og vessa úr bólusóttarsjúklingi komið fyrir í þeim.

 

Þegar sjúklingarnir höfðu fengið hita í nokkra daga og örfáar blöðrur á andlitið urðu þeir með öllu einkennalausir.

 

Engu var líkara en að meðhöndlunin sem gekk undir heitinu variolation, gerði börnin ónæm fyrir bólusótt.

 

Til þess að tryggja mætti að sjúkdómurinn bitnaði ekki síðar meir á börnunum sem meðhöndluð höfðu verið, þurfti svo að endurtaka meðferðina þegar þau komust á unglingsaldur.

 

Hvorki Mary Wortley Montagu né aðrir í hennar tíð skildu hvers vegna meðferðin gerði gagn en staðfesting á því fékkst ekki fyrr en á fyrri hluta 19. aldar þegar vísindin fengu aðgang að betri smásjám til að rannsaka með bakteríur, veirur og ónæmiskerfi líkamans.

 

Aðalskonan okkar lét þennan skort á vitneskju þó engan veginn stöðva sig. Hún fékk sendiráðslækninn til að beita meðferðinni á syni sínum og þegar hún sneri heim til Lundúna á nýjan leik gerðist hún málsvari aðferðarinnar.

 

Meðal þeirra sem þáðu meðhöndlunina var Karólína prinsessa af Wales sem undirgekkst meðferðina með góðum árangri árið 1722 og eftir það var farið að beita lækningunni um gjörvallt Stóra-Bretland, svo og á meginlandi Evrópu.

Dánartíðnin var hæst meðal barna en um 80% þeirra létust af völdum sjúkdómsins.

Bólusóttarveiran er ósýnilegur ógnvaldur

Sjúkdómurinn berst einkum með hósta þegar milljónir smásærra dropa sem innihalda variola-veiruna dreifast. Þeir smituðu eru einkennalausir fyrstu 12 dagana en næstu vikurnar á eftir gera einkennin hratt vart við sig.

 

  • Dagar 1-12:

Veiran kemst niður um öndunarfærin og ofan í lungu þar sem hún kemur sér kyrfilega fyrir. Þar fjölgar veiran sér og kemst út í blóðrásina gegnum lungnablöðrurnar.

 

  • Dagar 12-14:

Að u.þ.b. tveimur vikum liðnum fær sjúklingurinn slæman höfuðverk, háan hita og bakverki. Þá verður einnig vart við niðurgang.

 

  • Dagar 14-16:

Líkami sjúklingsins verður þakinn flötum rauðum bólum sem einkum sjást á höndum, fótum og í andliti. Hitinn lækkar eilítið á þessu tímabili.

 

  • Dagar 16-30:

Hitinn hækkar aftur allverulega og rauðu bólurnar breytast í vökvakenndar blöðrur. Vökvinn er glær fyrst í stað en fær síðan á sig gulleitan blæ þegar sýkingin versnar.

 

  • Dagar 30-37:

Eftir um mánaðarlanga baráttu við sjúkdóminn deyr sjúklingurinn svo af völdum blóðeitrunar eða líffærabilunar.

 

  • Tveir af hverjum þremur sjúklingum lifa sjúkdóminn hins vegar af.

Blöðrurnar þorna upp og skilja eftir sig djúp ör. Aðrir fylgikvillar kunna að vera liðagigt, blinda, heyrnarleysi og heilaskemmdir af völdum innvortis blæðinga.

Á aðeins 14 árum tókst WHO að útrýma bólusótt með alþjóðlegri bólusetningu.

Allur heimurinn í baráttunni við bólusótt

Árið 1966 setti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, af stað áætlun til að útrýma bólusótt.

 

Sjúkdómurinn herjaði helst í löndum eins og Indlandi, Brasilíu og Indónesíu – og átti að bólusetja u.þ.b. 200 milljónir í 50 mismunandi löndum.

 

Áður en áætlunin hófst létust um það bil 2 milljónir einstaklinga úr bólusótt á hverju ári.

 

Og  12 árum síðar, árið 1978, lést síðasta manneskjan úr sjúkdóminum. Sjúklingurinn var breski rannsóknarljósmyndarinn Janet Parker, sem smitaðist eftir heimsókn á tilraunastofu við háskólann í Birmingham.

 

Tveimur árum eftir andlát hennar gat WHO tilkynnt að bólusetningaráætlunin hefði bundið enda á einn versta sjúkdóm mannkyns.

 

Átakið var, með orðum breska blaðamannsins Roberts Peston, „eitt göfugasta verk sem mannkynið hafði tekið að sér“.

Bólusótt á Íslandi

Stórabóla eins og bólusóttin var kölluð á Íslandi, geisaði nokkrum sinnum á Íslandi, en sérlega skæð bólusótt gekk yfir landið á árunum 1707-1709 þegar að stór hluti Íslendinga fékk sjúkdóminn og létust um 16.000-18.000 manns.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

© Sheila Terry/Science Photo Library, © Patrick Landmann/Science Photo Library/Scanpix, © Science SourCe/ImageSelect, © Cdc/James Hicks, © Age/Imageselect, © Science Photo Library, © Cdc/Science Photo Library, © Cdc/Science Photo Library & Shutterstock, ,

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Skortur á stáli ýtti undir sköpunarkraft bandamanna í baráttunni við hina illræmdu kafbáta nasistanna. Ein ótrúlegasta tilraunin átti sér stað á stöðuvatni einu í Kanada.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.