Lifandi Saga

Krúnunni rænt

Sigurvegararnir skrifa söguna. Í öllum átökum um hásæti er einnig að finna þá sem lutu í lægra haldi en hefðu getað náð völdum ef ekki hefði verið fyrir morðóða bræður, útsmogna frændur eða þá ofur einfaldlega örlögin sjálf. Hér er saga þeirra sögð.

BIRT: 21/08/2022

Hatursfullt hjónaband endaði með morði

Hvar: Napólí, Italíu

Hvenær: 1327-1345

 

Þegar konungur Ítalíu, Hróbjartur 1., lést árið 1343, erfði 18 ára gamalt barnabarn hans, Jóhanna, krúnuna.

 

Með þessu hafði konungurinn útilokað að tengdasonurinn, Andrés, kæmist til valda þó svo að hann sem náfrændi Jóhönnu og eiginmaður hennar hefði sama rétt til krúnunnar og hún.

 

Í raun réttri voru horfur þess að Andrés yrði konungur ástæða þess að hann og Jóhanna voru látin ganga í hjónaband, þá sjö og sex ára gömul.

Sennilega hafa árásarmenn Andrésar kyrkt hann og hent honum út um glugga.

Hjónin höfðu hatast hvort við annað allar götur síðan og nú var svo komið að Andrés óttaðist um líf sitt.

 

Móðir hans, drottning Ungverjalands, mútaði fyrir bragðið páfanum til að tryggja sér stuðning hans, í því skyni að Andrés yrði krýndur.

 

Að kvöldi til, eftir veiðiferð eina árið 1345, réðst hópur aðalsmanna á Andrés, kyrktu hann og köstuðu líkinu út um glugga. Jóhanna neitaði að hafa komið að máli.

Sennilegt þykir að Jóhann konungur hafi sjálfur myrt krúnuerfingjann Artúr og varpað líki hans í Signu.

Mótherji Jóhanns prins hvarf sporlaust

Hvar: England

Hvenær: 1187-1203

 

Hinn ungi Artúr var barnabarn Heinreks 2. konungs og var honum ætlað að komast til æðstu valda innan ríkisins.

 

Strax frá fæðingu árið 1187 var hann annar í erfðaröðinni. Tveimur árum síðar lést konungurinn og föðurbróðir Artúrs, Ríkharður, komst til valda en hann var iðulega nefndur Ljónshjarta.

 

Ríkharður varði stórum hluta valdatíðar sinnar í krossferðum til Landsins helga og lét þá yngri bróður sínum Jóhanni, föðurbróður Artúrs, eftir stjórnartaumana.

 

Þegar Ríkharður lést í apríl 1199, var Artúr einungis 12 ára gamall og fyrir vikið tilnefndi Ríkharður ljónshjarta bróður sinn Jóhann sem erfingja krúnunnar og gekk þannig fram hjá Artúri.

 

Enski konungurinn réði á þessum tíma yfir stórum hluta Frakklands og franskir aðalsmenn flykktust um Artúr sem þeir álitu réttmætan konungs sinn.

 

Artúr handtekinn

Með Artúr í broddi fylkingar gerði stór hluti af aðalsmönnunum því uppreisn. Jóhann konungur braut uppreisnina þó fljótt á bak aftur og árið 1202 var Artúr tekinn höndum.

 

Krúnuerfinginn ungi var í fyrstu settur í varðhald hjá einum af aðalsmönnum konungsins, Húbjarti de Burgh og fyrirskipaði konungurinn að hann skyldi láta gelda og blinda hinn unga Artúr.

 

Blindur piltur sem glatað hefði manndómi sínum gæti aldrei orðið konungur eða svo taldi Jóhann og því myndi honum aldrei standa ógn af piltinum eftir ódæðið. Aðalsmaðurinn de Burgh fékk sig hins vegar ekki til að framfylgja fyrirskipuninni.

 

Þess í stað var Artúr settur í varðhald í Frakklandi hjá aðalsmanninum Vilhjálmi de Braose sem var alræmdur fyrir hrottaskap.

 

Stuttu síðar hvarf Artúr og sást aldrei framar. Samtímamenn töldu margir að Jóhann hefði myrt hinn tæplega 16 ára gamla Artúr þegar menn hans fengust ekki til þess.

 

„Að kvöldi fimmtudags fyrir páska (3. apríl 1203, ritstj.), þegar hann var orðinn ölvaður og andsetinn, myrti hann Artúr með sínum eigin höndum, batt stein við líkið og varpaði því í Signu“, mátti lesa í Margam-króniku sama ár.

 

Eftir andlát Artúrs var systir hans Elínóra næst í erfðaröðinni en Jóhann og síðar meir einnig sonur hans, höfðu hana í varðhaldi það sem eftir lifði ævinnar, í hartnær 40 ár.

Erfingjarnir létust unnvörpum

Hvar: Frakklandi

Hvenær: 1368-1422

 

Mikilvægasta hlutverk þjóðhöfðingja á miðöldum var að eignast erfingja.

 

Þetta reyndist Karli 6. Frakklandskonungi ekki torvelt því hann eignaðist alls 12 börn, þar af sex syni.

 

Vandi konungsins var aftur á móti fólginn í því að halda erfingjunum á lífi. Elsti sonurinn sem bar sama nafn og faðirinn, lést árið 1386, aðeins nokkurra mánaða gamall.

 

Næstelsti sonurinn sem einnig hlaut nafnið Karl, lifði í níu ár áður en hann lét lífið af völdum sjúkdóms. Nú var komið að syninum Loðvíki. Hann náði að taka þátt í herferðum konungsins en veiktist síðan einnig og lést.

Karl 6. var kallaður ,,hinn brjálaði“ og var ástæðan m.a. sú að hann réðst á sína eigin menn í herför einni. Þá má einnig geta þess að hann bar ekki kennsl á sín eigin börn en þau voru tólf talsins og hétu þrír synir hans í höfuðið á honum.

Þegar þarna var komið sögu hafði Karl misst þrjá erfingja. Fjórði sonur konungs, hinn 16 ára gamli Jóhann, varð krúnuerfingi í hálft annað ár áður en hann lést. Sennilegt þykir að bróðir hans hafi eitrað fyrir honum en sá þráði að verða konungur.

 

Karl átti þó enn einn son sem einnig bar nafnið Karl.

 

Frakkar áttu í stöðugu stríði við Englendinga og það hallaði svo mikið undan fæti að Karl 6. neyddist til að viðurkenna konung Englands sem ríkiserfingja sinn árið 1420. Þegar Karl 6. lést árið 1422 varð sonurinn Karl fyrir vikið að berjast í sjö heil ár til þess að vinna krúnuna aftur á sitt vald.

 

Drykkjusigling kostaði krúnuerfingjann lífið

Hvar: Á Ermarsundi

Hvenær: 1120

 

Vilhjálmur Adelín, krúnuerfingi Englands og barnabarn Vilhjálms sigurvegara, lagði upp í ferð í nóvember 1120 sem átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar á gang sögunnar.

 

Vilhjálmur Adelín, faðir hans Heinrekur 1. konungur, svo og nokkur óskilgetin börn konungsins voru á leið frá Normandí heim til Englands. Skipstjóri nokkur bauðst til að sigla með þau öll í skipi sínu sem nefndist Hvíta skipið.

 

Heinreks konungs beið þá þegar skip en Vilhjálmur prins og u.þ.b. 300 menn úr fylgdarliði konungs þáðu boðið.

 

Konungurinn sá skipverjum fyrir ómældu magni af víni í þakklætisskyni og áður en látið var úr höfn voru bæði farþegar og áhöfn orðin ofurölvi.

Óp hálfsysturinnar ollu því að Vilhjálmur prins sneri við. Þetta átti eftir að reynast Englandi dýrkeypt.

Þegar skipið lagði á hafið hvatti Vilhjálmur skipstjórann til að freista þess að sigla uppi skip konungsins. Skyndilega steytti skipið á skeri og byrjaði að sökkva.

 

Vilhjálmur prins komst í árabát og var á leið burtu þegar hann heyrði óp hálfsystur sinnar frá skipinu. Hann sneri við til að bjarga henni en báturinn lagðist á hliðina þegar tugir manna stukku út í hann, með þeim afleiðingum að allir drukknuðu.

 

Heinrekur konungur sem var yfirbugaður af sorg, lýsti því yfir að dóttir hans Matthildur yrði krúnuerfingi. Aðallinn hét henni stuðningi í fyrstu en engu að síður tók við blóðug valdabarátta.

 

Líkt og sagnaritari einn skrifaði: „Ekkert skip sem nokkru sinni hefur siglt hefur fært Englandi jafnmiklar hörmungar“.

Vandræðabarn fellt af svíni

Hvar: Frakklandi

Hvenær: 1116-1131

 

Hinn ungi Filippus hafði verið lýstur meðdrottnari föður síns, Loðvíks 6., þegar hann náði 13 ára aldri árið 1129.

 

Það sýndi sig þó fljótt að prinsinn var óttalegur vandræðapiltur.

 

Hann neitaði að fylgja fyrirmælum föður síns eða líkt og krónikuritarinn Walter Map skrifaði: „Hann fjarlægðist þá hegðun sem faðir hans hafði tileinkað sér og varð öllum til ama með yfirgengilegu monti og hroka“.

 

Filippus átti þó aldrei eftir að drottna í Frakklandi einsamall. Aðeins tveimur árum eftir krýninguna reið hann fram hjá markaði og í sömu andrá hljóp grís sem hafði sloppið út úr girðingunni, fyrir hest Filippusar, svo hesturinn hrasaði.

 

Prinsinn ungi lést örfáum dögum síðar af meiðslum sínum.

 

Þó svo að sonurinn hafi verið foreldrunum mikill harmdauði voru þeir ugglaust fleiri sem þökkuðu grísnum af heilum hug í huganum.

Prinsar enduðu ævina í Lundúnaturni

Hvar: England

Hvenær: 1483

 

Konungur Englands, Játvarður 4., lést árið 1483. Sonur hans og nafni átti þá að taka við krúnunni sem Játvarður 5.

 

Þegar krúnuerfinginn var aðeins 12 ára gamall og bróðir hans einungis níu ára, var föðurbróður þeirra Ríkharði, hertoganum af Gloucester, falið að stýra ríkinu þar til Játvarður yrði nógu gamall til þess að stjórna því sjálfur.

 

Ríkharður hafði hins vegar ekki hugsað sér að láta bræðurna komast til valda.

 

Krýningu Játvarðar 5. var ítrekað frestað og að nokkrum árum liðnum lýsti Ríkharður sjálfan sig konung.

Krúnuerfinginn Játvarður 5. og yngri bróðir hans Ríkharður voru hnepptir í varðhald í Lundúnaturni og myrtir skömmu síðar.

Hinn nýkrýndi konungur lýsti því jafnframt yfir að bræðurnir ungu væru ekki réttmætir erfingjar þar sem hjónaband föður þeirra og móður hefði verið ólöglegt.

 

Prinsarnir voru síðan hnepptir í varðhald í Lundúnaturni. Í júlí árið 1483 gerði hópur aðalsmanna tilraun til að frelsa prinsana tvo en höfðu ekki erindi sem erfiði. Ekkert spurðist til prinsanna eftir þetta og er talið að þeir hafi verið myrtir.

 

Árið 1674 fundust beinagrindur tveggja drengja undir tröppu í Lundúnaturni. Beinin voru aldrei rannsökuð neitt frekar en talið er að þar hafi verið um að ræða jarðneskar leifar prinsanna tveggja.

 

Seinheppnasti erfinginn glataði fjórum konungsríkjum

Hvar: Suður- og Austur-Evrópu

Hvenær: 1372-1407

 

Meðal þeirra ótalmörgu ríkiserfingja sem aldrei hlutu konungstign komst enginn svo nálægt því að hreppa nokkur konungsríki og hinn franski Loðvík 1., hertogi af Orléans.

 

Loðvík var næstelsti sonur franska konungsins Karls 5. og fyrir vikið ekki höfuðerfingi frönsku krúnunnar.

 

Þess í stað var hann sem barn að aldri látinn heitbindast ungversku prinsessunni Katrínu, árið 1374 en föður hennar, konungi Ungverjalands, hafði ekki orðið sona auðið.

 

Eftir giftinguna átti það ekki aðeins fyrir Loðvíki að liggja að verða konungur Ungverjalands, heldur einnig Póllands sem ungverskur tengdafaðir hans hafði fengið í arf frá frænda sínum.

 

Að auki átti Loðvík að erfa tilkall tengdaföður síns til konungdæmisins Napólí.

Fjórar vonir Loðvíks um konungstign:

1. Ungverjaland

Ungverski konungurinn átti enga syni og þegar Loðvík trúlofaðist elstu dóttur hans Katrínu leit út fyrir að hann yrði konungur landsins.

2. Pólland

Loðvík virtist geta orðið konungur Póllands, því árið 1370 hafði ungverski kóngurinn erft pólska ríkið eftir barnlausan frænda sinn.

3. Napólí

Konungur Ungverjalands gerði tilkall til konungsríkisins Napólí svo í raun réttri hefði Loðvík einnig getað eignast það ríki.

4. Frakkland

Eldri bróðir Loðvíks erfði frönsku krúnuna árið 1380 en þar sem hann reyndist vera veikur á geði leit út fyrir að Loðvík gæti orðið næsti konungur Frakklands.

Fjórar vonir Loðvíks um konungstign:

1. Ungverjaland

Ungverski konungurinn átti enga syni og þegar Loðvík trúlofaðist elstu dóttur hans Katrínu leit út fyrir að hann yrði konungur landsins.

2. Pólland

Loðvík virtist geta orðið konungur Póllands, því árið 1370 hafði ungverski kóngurinn erft pólska ríkið eftir barnlausan frænda sinn.

3. Napólí

Konungur Ungverjalands gerði tilkall til konungsríkisins Napólí svo í raun réttri hefði Loðvík einnig getað eignast það ríki.

4. Frakkland

Eldri bróðir Loðvíks erfði frönsku krúnuna árið 1380 en þar sem hann reyndist vera veikur á geði leit út fyrir að Loðvík gæti orðið næsti konungur Frakklands.

Katrín prinsessa andaðist hins vegar árið 1378 og um leið urðu allir draumar Loðvíks um konungstign að engu.

 

Til allrar hamingju var ungverskrar hjálpar aftur að vænta, að þessu sinni frá hinni ungverskfæddu drottningu Elísabetu af Bosníu.

 

Með því að kvongast dóttur hennar Maríu, var Loðvík aftur fremstur í erfðaröðinni að ungversku, pólsku og napólísku konungdæmunum.

 

Í ljós kom að María var því miður þegar lofuð Sigismundi, hertoga af Lúxemborg en leyfilegt var að ógilda festarmálið með samþykki Klemens 7. páfa.

 

Og það var gert. Árið 1385 kvæntist Loðvík Maríu sinni og var nú aftur orðinn ríkiserfingi alls þriggja konungdæmanna.

 

Því miður reyndist Klemens 7. ekki vera eini páfi þess tíma. Kaþólska kirkjan skiptist í tvær greinar og í Ungverjalandi voru aðalsmenn frekar handgengnir Úrbani 6. í Róm en Klemensi 7. sem hafði aðsetur í frönsku borginni Avignon og þegar hinn kokkálaði Sigismund hertogi stuttu síðar réðst inn í Ungverjaland, mætti honum engin andspyrna.

 

Sigismund lét ógilda hjónaband Maríu og gekk sjálfur að eiga hana. Loðvík var þar með aftur úti í kuldanum.

 

Heima í Frakklandi hafði bróðir Loðvíks erft krúnu föður síns og ríkti nú sem Karl 6. Karl var hins vegar haldinn geðveiki og eignaðist enga syni sem komið gætu til greina sem ríkiserfingjar.

 

Loðvík var fyrir vikið viss um að hann myndi erfa krúnuna. Brátt átti þó fyrir honum að liggja að eiga í átökum við föðurbróður sinn Jóhannes óttalausa. Þetta hafði banvænar afleiðingar.

 

Árið 1407 réðust 15 menn á Loðvík á götu í Parísarborg.

 

Þeir hjuggu af honum hendurnar og klufu höfuðkúpuna í herðar niður. Árásin dró Loðvík til dauða og þar fór fyrir lítið fjórða tækifæri hans til að erfa konungstign.

Leit Loðvíks að konungsríki endaði úti á miðri götu í París þar sem hann var brytjaður niður.

Páfasonur stunginn til bana

Hvar: Rómarborg

Hvenær: 1497

 

Giovanni Borgia var hvorki sonur konungs né hertoga.

 

Faðir hans var á hinn bóginn valdamesti maðurinn í Evrópu á miðöldum: Alexander 6. páfi. Giovanni sem iðulega gekk undir heitinu Juan, sást síðast í tölu lifenda þegar hann yfirgaf veislu aðfaranótt hins 14. júní 1497 í Róm.

Giovanni Borgia var stunginn með hnífi alls níu sinnum og einnig skorinn á háls.

Næsta morgun fannst lík hans í ánni Tíber og í ljós kom að hann hafði verið skorinn á háls og honum veittar níu hnífstungur víðs vegar um líkamann.

 

Á líkinu fundust peningar svo útilokað þótti að um ránsmorð hefði verið að ræða. Athygli manna beindist þess í stað að yngri bróður hans Gioffre.

Morðingjafjölskylda

Faðir Juans, Alexander 6. páfi, hafði m.a. verið ásakaður um að hafa eitrað fyrir andstæðingi sínum Adriano Castellesi kardínála.

Bróðir Juans, Cesare, lét skósveina sína myrða nokkra af óvinum sínum.

Systir Juans, Lucrezia, var grunuð um aðild að nokkrum eiturmorðum á eiginmönnum, svo og andstæðingum á sviði stjórnmála.

Juan hafði átt í ástarsambandi við eiginkonu Gioffres og þess má enn fremur geta að Gioffre reyndi að komast til valda innan fjölskyldunnar í stað Juans.

 

Juan hafði ætíð verið eftirlætissonur páfans og verið í fremstu röð þegar páfinn úthlutaði titlum. Þó tókst aldrei að sanna að Gioffre hefði staðið á bak við morðið.

Leópold af Austurríki lét taka Ríkharð ljónshjarta til fanga og ákærði hann fyrir morð.

Ljónshjarta að baki launmorðum

Hvar: 1192

Hvenær: Jerúsalem

 

Í apríl árið 1192 völdu kristnir krossfarar hertogann Konráð af Montferrat sem nýjan konung Jerúsalemborgar.

 

Aðeins örfáum dögum síðar, þegar nýkjörinn konungurinn var á ferli á götu í Jerúsalem, var hins vegar ráðist á hann.

 

„Þar sem hann gekk um glaður í bragði komu tveir ungir menn, án yfirhafna en vopnaðir hnífum, aðvífandi og stungu hann á hol svo hann hneig niður“, skrifaði krónikuritarinn Ambroise.

 

Um var að ræða launmorðingja úr röðum Assassína. Um var að ræða þrautþjálfaða alræmda morðingja sem töldust vera þeir fremstu sinnar tegundar á miðöldum. En hver hafði ráðið þá?

 

Ýmsar sögusagnir komust á kreik. Sumir töldu Ríkharð 1. ljónshjarta vera manninn á bak við morðin en hann hafði verið því mjög svo mótfallinn að Konráð hlyti vígslu sem konungur Jerúsalemborgar.

 

Einn launmorðingjanna hafði átt að nefna Ríkharð ljónshjarta sem manninn á bak við morðið skömmu fyrir andlát sitt.

 

Þegar svo Ríkharður hélt heim á leið eftir þetta tók frændi hans, Leópold 5. af Austurríki, hann til fanga.

 

Leópold flutti Ríkharð með sér til þýsk-rómverska keisarans þar sem hann var ákærður fyrir morð. Ríkharði ljónshjarta var sleppt gegn því að greiða alls 35 tonn silfurs.

Svikinn af móðursystur sinni

Hvar: Norðurlönd

Hvenær: 1375-1412

 

Þegar danski konungurinn Valdemar 4. lést árið 1375 stóð til að barnabarn hans, Albrekt 4. af Mecklenburg, skyldi erfa krúnuna.

 

Móðursystir Albrekts, Margrét, hafði þó ætlað sér annað.

 

Hún taldi dönsku óðalseigendurna á að velja son hennar, Ólaf sem konung og sig sjálfa sem tímabundinn ríkisstjóra.

Margrét niðurlægði Albrekt af Mecklenburg öðru sinni eftir andlát hans með því að taka frænda hans í fóstur og tilnefna hann sem krúnuerfingja sinn.

Nokkrum árum síðar var Ólafur jafnframt kjörinn konungur Noregs og árið 1387 réðst Margrét inn í Svíþjóð og kom Ólafi til valda þar með samþykki sænska aðalsins.

 

Þegar þarna var komið sögu stýrði Margrét öllum þremur ríkjunum í nafni sonar síns.

 

Þá lést hinn 17 ára gamli Ólafur og Albrekt varð skyndilega ríkiserfingi.

 

Margrét flýtti sér að kalla saman valdamestu menn ríkisins og fá þá til að samþykkja að hún yrði ríkisstjóri til bráðabirgða. Albrekt hafði þar með verið svikinn í annað sinn og hann lést skömmu síðar.

 

Svarti prinsinn grandaði sjálfum sér

Hvar: England

Hvenær: 1330-1376

 

Játvarður af Woodstock, betur þekktur sem Svarti prinsinn, var sennilega sá sem kemst næst því að vera fullkomnasti krúnuerfingi Englands.

 

Hann var elsti sonur konungsins Játvarðar 3. og leiddi ensku herina ítrekað til sigurs og var fyrir vikið hylltur sem mesti riddari síns tíma.

Játvarður af Woodstock hefði getað orðið áhrifamesti konungur Englands.

Hann kepptist við að vekja aðdáun allra og særðist margsinnis í bardaga en árið 1376 var líkami krúnuerfingjans orðinn svo laskaður að hann lést af völdum blóðsóttar.

 

Ári síðar lést Játvarður 3., faðir hans. Sonur Svarta prinsins, Ríkharður 2., tók þá við völdum en andstætt við föður sinn var hann harðstjóri og ekki heill á geði.

Lestu meira um gleymda krúnuerfingja

J.F. Andrews: Lost Heirs of the Medieval Crown: The Kings and Queens Who Never Were, Pen and Sword History, 2019

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Benjamin Christensen

© The Picture Art Collection/Imageselect,© Bridgeman Images,© Geogphotos/Imageselect,© Look and Learn/Bridgeman Images,© Shutterstock,© AKG-Images/WHA/World History,© Fine Art Images/Imageselect,© The Holbarn Archive/Bridgeman Images,© Vasari Corridor/Wikimedia Commons,© Museo di Palazzo Venezia/Wikimedia Commons,© National Gallery/Wikimedia Commons,© The Holbarn Archive/Bridgeman Images,© Prisma Archivo/Imageselect,© Angelo Hornak/Imageselect,

Lifandi Saga

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

NÝJASTA NÝTT

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

6

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

3 ókostir við greind

4

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

5

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

6

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Maðurinn

Hvers vegna þarf eldra fólk minni svefn?

Lifandi Saga

Fjöldamorðin í Katyn: Stalín hugðist brjóta Pólverja á bak aftur

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Þú munt líklega geta séð þessa gríðarstóru halastjörnu þjóta framhjá okkur með berum augum. Hér er það sem þú þarft að vita.

Alheimurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.