Herleiðangur Napóleons endaði í hörmungum

Napóleon réðst inn í Rússland með 400.000 hermenn, yfirgaf rústir Moskvu með 100.000 menn og niðurlægður snéri hann heim aftur með aðeins um 10.000 menn.

BIRT: 06/12/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

Hve marga menn missti Napóleon í Rússlandi?

Þann 24. júní hélt Napóleon yfir prússneska landamærafljótið Njemen sem var upphafið á örlagaríkum herleiðangri hans inn í Rússland.

 

Í för með honum voru meira en 400.000 hermenn og stefnan var sett á Moskvu til þess að þvinga rússneska keisarann til að samþykkja viðskiptabann gegn erkióvini Frakklands, Stóra-Bretlandi.

 

Eftir mikla orrustu nærri Moskvu náði Napóleon loks að hertaka höfuðborg Rússa um miðjan september.

 

Þá hafði meira en 1.000 km löng ganga og margir bardagar tekið sinn toll og taldi herinn nú um 100.000 manns sem voru staddir í brunarústum yfirgefinnar borgar án vista.

 

Þar beið Napóleon árangurslaust í fimm vikur eftir samninganefnd keisarans, áður en hann skipaði her sínum að halda heimleiðis.

 

Á undanhaldinu varð herinn fyrir sífelldum skæruárásum Rússa og þegar vetur gekk í garð voru nær allar vistir hermanna á þrotum.

 

Þetta varð til þess að flestir hermenn Napóleons dóu úr hungri, sjúkdómum og kulda og skæruhernaði.

 

Af meira en 400.000 hermönnum sem tóku þátt í innrásinni í Rússland hálfu ári áður, komust aðeins um 10.000 lifandi frá þessum hildarleik.

 

 

 

Birt:06.12.2021

 

 

Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

 

 

BIRT: 06/12/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is