Hafi verðandi forseti BNA, Georg Washington, munað eftir smáatriðum frá aðfararnótt 15. september 1787 má það furðu sæta.
Það kvöld var Washington í kveðjuhófi sem hefði getað lagt heilan her í gröfina ef marka má reikninginn af barnum.
Reikningurinn hefur varðveist og sýnir hann að 54 vinir hans og félagar helltu í sig um 170 flöskum, þar af 60 flöskum af rauðvíni og 54 flöskum af hituðu víni.
Núna myndi kostnaðurinn jafngilda um 2,5 milljónum kr. að meðtöldum brotnum glösum, borðum og skemmdum á innréttingum.
Það er óljóst hvort Washington hafi einu sinni getað séð á pappírana sem hann undirritaði tveimur dögum síðar.
Þetta drakk Washington ásamt 54 veislufélögum:
60 flöskur Bordeaux-rauðvín
54 flöskur madeira-heitvín
22 flöskur porter-bjór
12 flöskur bjór
8 flöskur viskí
8 flöskur cider
7 skálar púns