Tækni

Havana-heilkenni: Dularfullir kvillar herja á bandaríska agenta

Bandarísk yfirvöld rannsaka röð af undarlegum krankleikum sem gætu verið af völdum árása með óþekktum örbylgjuvopnum.

BIRT: 26/08/2021

 

Fjölmörg tilvik eru um tilfallandi, skyndileg og óútskýrð sjúkdómseinkenni sem hafa herjað á sendiráðsfulltrúa og hermenn frá árinu 2016.

 

Núna varpar nýleg grein í The New York Times ljósi á umfang svonefnds Havana-heilkennis og sýnir hún að þetta á sér ekki einungis stað í höfuðborg Kúbu.

60 starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins í bæði Rússlandi og Kína sem og í Bandaríkjunum, hafa kvartað undan margvíslegum dularfullum kvillum.

 

Síðasta tilvik er frá því í maí 2021.

 

Grunsemdir eru uppi um að fjandsamlegt ríki beiti óþekktri tækni í þessu endamiði.

 

Byrjar með hvellu hljóði

 

Þeir sem verða fyrir þessu heilkenni greina frá því að hafa m.a. heyrt skarpan hvell og fundið síðan fyrir miklum þrýstingi í höfðinu. Í kjölfarið hafi margvíslegir kvillar komið fram.

 

Myndband: Sjáið fórnarlamb útskýra Havana-heilkenni

 

Einkenni Havana-heilkennis

Flökurleiki

Svimi

Sjóntruflanir

Vöðvamáttleysi

Svefnleysi

Minnistap

Samkvæmt bandarískri skýrslu benda einkennin til að áhrifin stafi af „markvissri, lotubundinni útvarpsbylgjuorku“.

 

Svona geta bylgjur lamað líkamann

Mörg vel þekkt vopn nota bylgjur til að ráða niðurlögum óvinarins.

 

Sem dæmi notar vopn eitt lotubundnar útvarpsbylgjur til að verka á skynhár djúpt inni í hlustinni sem geta valdið svima, truflun á einbeitingu og skorti á jafnvægi.

Nái bylgjur að fá skynhárin í innra eyranu til að titra, opnar þetta eða lokar svonefndum jónagöngum sem stýra heilaboðum í jafnvægisstöðvum heilans. Til vinstri er ástand þar sem of ör boð berast – hægra megin berast boðin of hægt.

 

Annað vopn sendir frá sér örbylgjuorku sem heilavefurinn nemur og skapar þetta litla en hraða hækkun á hitastigi þannig að heilavefurinn þenst út.

 

Þessi útþensla skapar þrýstibylgju inni í höfuðkúpunni sem veldur miklum óþægindum.

 

Heilkenni veldur varanlegum heilaskaða

 

Rannsókn frá árinu 2019 sýnir að hjá sumum sjúklingum mátti greina heilaskaða sem má líkja við linnulausan heilahristing.

 

Segulómmyndir af heila sjúklinga sýna breytingar í hvíta og gráa efni heilans. Litirnir sýna hvernig heilavefurinn hefur ýmist vaxið eða skroppið saman.

Samkvæmt The New York Times leggur Joe Biden forseti Bandaríkjanna mikla áherslu á að þetta mál verði rannsakað til hlítar.

 

Nafnlausar heimildir, úr bæði ríkisstjórn Trump fráfarandi forseta sem og Bidens, herma að rússneska leyniþjónustan standi líklega að baki þessum dularfullu árásum.

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Fæða framtíðarinnar er á leiðinni á diskana okkar. Sú fæða felur oftast hvorki í sér jurtir né dýr og andstætt við landbúnað í dag sem dælir koltvíoxíði út í andrúmsloftið, er nýju matvælaframleiðslunni ætlað að hreinsa loftið.

HÖFUNDUR: JEPPE WOJCIK

© Karl F. Kiefer et al. © Ragini Verma et al. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Fidel Castro lifði af 638 morðtilraunir og skipulagðar morðaðgerðir

Lifandi Saga

Hvers vegna fær kóngafólk framfærslueyri?

Maðurinn

Geta tvíburar átt tvo ólíka feður?

Lifandi Saga

Hver var Golda Meir?

Lifandi Saga

Andy Warhol: Áhrifavaldur á undan samtímanum

Lifandi Saga

Lafði Díana – síðasti sólarhringurinn 

Jörðin

Matarvenjur þínar hafa sjöfalt meiri áhrif á umhverfið en áður var talið.

Lifandi Saga

Palestínumenn misstu allt: Hörmungarnar miklu

Tækni

Sjálfkeyrandi hlaupahjól skelfdi aðra vegfarendur fyrir meira en 100 árum.

Lifandi Saga

Hvað voru Sirius-sveitirnar á Grænlandi?

Maðurinn

Ný uppgötvun gæti fært sköllóttum hárið aftur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is