Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Maður sem var lamaður fyrir neðan mitti í 10 ár getur nú haft stjórn á fótunum með því einu að hugsa sér að færa þá til.

BIRT: 19/05/2024

Árið 2011 lenti Hollendingurinn Gert-Jan Oskam í vélhjólaslysi sem skaddaði mænuna svo mjög að hann lamaðist fyrir neðan mitti.

 

Með háþróuðum tæknibúnaði hefur hópur svissneskra vísindamanna nú gert þessum fertuga manni kleift að nota fæturna aftur.

 

Búnaðurinn felst í ígræddum flögum í heila og mænu.

 

Aðgerðin var gerð í júlí 2021 og þá söguðu læknarnir tvö hringlaga göt, hvort sínu megin á höfuðkúpuna og komu fyrir tveimur litlum ígræðsludiskum. Þessi tæki senda heilaboðin út í búnað sem festur er utan á höfuðið. Þaðan berast boðin áfram til gervigreindartölvu sem sendir þau áfram í formi hreyfiboða til enn einnar ígræðsluflögu í mænunni.

 

Þessi búnaður gerir Gert-Jan Oskam með öðrum orðum kleift að hreyfa fæturna með því einu að hugsa sér hreyfingarnar. Hann getur nú bæði staðið og gengið og jafnvel komist upp nokkurn bratta í göngugrind.

Eitt af því sem hinn hollenski Gert-Jan Oskam hlakkar mest til að geta gert aftur er að standa við barinn og drekka bjór með vinum sínum. „Þessi litlu atriði tákna verulega breytingu á lífi mínu,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir að niðurstöður vísindamannanna voru birtar.

Endurbætur á náttúrulegum taugabrautum líkamans

Það hefur líka komið í ljós að tæknin hefur haft jákvæð áhrif á þær taugabrautir sem sködduðust í slysinu.

Þetta hefur gert honum mögulegt að ganga við hækjur, þótt slökkt sé á tölvukerfinu. Vísindamennirnir segja þetta trúlegast stafa af því að taugabrautirnar hafi orðið fyrir örvun á tilraunatímabilinu.

 

Sjáðu og heyrðu vísindamennina ræða um hinar byltingarkenndu niðurstöður hér:

Sá búnaður sem nú er notaður er uppfærsla tölvubúnaðar sem upphaflega var græddur í mænuna árið 2017.

 

Eftir þá aðgerð gat hann lyft hælunum örlítið og með því móti sent rafboð sem örvuðu taugar í mænunni nóg til að geta tekið skref. Þetta var gerlegt vegna þess að mænan var ekki alveg sundurskorin og hann hafði enn dálitla tilfinningu í fótunum.

 

Á síðustu árum hafa vísindamenn náð ekki ósvipuðum árangri með aðra lömunarsjúklinga en þessi nýjasta uppfinning markar þau tímamót að í fyrsta sinn hefur tekist að tengja ígræðslur í heila við ígræðslu í mænu manns. Til viðbótar verða hreyfingar Oskams mun eðlilegri og jafnari en í eldri tilraunum.

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Sérhæfð líkamsstarfsemi er í umsjá fjölmargra mismunandi líffæra. Hvert um sig sér aðeins um fáein afmörkuð verkefni. En oft mynda tvö eða fleiri líffæri samstarfskerfi til að annast mjög flókin verkefni.

Vísindamennirnir vonast til að þessi tækni geti staðið til boða öllum þeim sem hún gæti gagnast.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Gilles-Weber

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Glæpir

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.