Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Sérhæfð líkamsstarfsemi er í umsjá fjölmargra mismunandi líffæra. Hvert um sig sér aðeins um fáein afmörkuð verkefni. En oft mynda tvö eða fleiri líffæri samstarfskerfi til að annast mjög flókin verkefni.

BIRT: 27/02/2024

Ekki er til nein fastákveðin skilgreining á líffæri.

 

Yfirleitt tala læknar um vefi sem gegna tilteknu, sérhæfðu hlutverki í líkamanum. Samkvæmt einni skilgreiningu teljast munnvatnskirtlar og blóð til líffæra en í daglegu tali er yfirleitt aðeins átt við stærri og vel afmarkaðan vef á borð við hjarta og nýru.

 

Ekki einfaldast málið þegar tekið er með í reikninginn að sum líffæri, t.d. lungun, gegna aðeins einu hlutverki en önnur, t.d. lifrin sinnir miklum fjölda mjög mismunandi verkefna.

 

Að auki gildir það um flest líffæri að þau eru ekki fær um að leysa nema ákveðinn hluta af umfangsmeiri verkefnum.

 

Þau þurfa því að starfa mjög náið með öðrum líffærum til að leysa verkefnið í heild. Þess vegna er talað um líffærakerfi. Það á við um meltingarveginn sem m.a. er gerður úr hinum sjálfstæðu líffærum maga og þörmum.

Efri hluti líkamans

1

Hlutverk öndunar er að bera súrefni og köfnunarefni milli líkamsfrumna og andrúmsloftsins. Lungun gegna lykilhlutverki þar eð þau virka líkt og fýsibelgur sem hægt er að þenja út og tæma með hreyfingum þindarinnar. Við innöndun er loft dregið inn um nefið niður í barkann sem greinist í æ mjórri berkjur. Úr þeim berst loftið í lungnablöðrurnar þar sem súrefni fer inn í blóðið sem losar koltvísýring á móti.

2

Húð, hár og neglur eru oft ekki talin til líffæra. Húðin er engu að síður eitt af stærstu líffærakerfum líkamans. Hún þekur líkamann, skilur hann frá umhverfinu og ver hann fyrir utanaðkomandi hættum. Hún er jafnframt aðsetur þeirra fjölmörgu taugaenda sem gera okkur kleift að skynja, m.a. þrýsting og hita. Neglurnar hafa það hlutverk að vera mótvægi við fingurgómana. Þær auka þannig þrýsting á tilfinningataugar í fingurgómum og gera þá næmari. Hár veita viðbótarvernd á rökum stöðum, svo sem við kynfæri og í handarkrikum og stýra líka hita á höfðinu.

3

Meginhlutverk hjarta- og æðakerfisins er að flytja blóðið um líkamann og sjá þannig öllum frumum fyrir súrefni og næringu og losa þær við koltvísýring og úrgangsefni. Þessu til viðbótar gefur blóðrásin frumum tækifæri til boðskipta með hormónum og æðakerfið sér líka um að viðhalda jöfnum líkamshita. Hjartað dælir blóðinu um æðakerfið sem greinist í smáæðar um allan líkamann. Æðarnar skiptast í slagæðar sem flytja súrfefnisríkt blóð frá hjartanu og bláæðar sem flytja súrefnissnautt blóð til baka.

4

Taugakerfið er flókið netverk mjög sérhæfðra frumna sem geta skapað rafboð og sent þau sín á milli. Taugakerfið skiptist í miðtaugakerfi sem nær yfir heila og mænu og svo úttaugakerfi þar sem úttaugar tengja vöðva, skynfrumur og líffæri við miðtaugakerfið.

Líffæri eru fjölfrumungum bráðnauðsynleg. Þau gera tilteknum hlutum líkamans kleift að sérhæfa sig í stað þess að þurfa að sinna öllum verkum.

 

Jafnvel á frumustiginu má finna hliðstæður við líffæri þar eð sum starfsemi fer fram í afmörkuðum einingum.

 

Þannig verður stór hluti efnaskiptanna í orkukornunum en erfðaefnið er varðveitt og meðhöndlað í frumukjarnanum.

 

Þessi útvistun verkefna til líffæra og frumuhluta er alger forsenda þess hvernig svo flókin lífvera sem maðurinn hefur getað þróast.

 

Flest líffærin stjórnast af hinum ómeðvitaða hluta heilans gegnum óháða taugakerfið.

 

Það er t.d. algerlega ómögulegt að hafa áhrif á hjartsláttinn með meðvitaðri hugsun, jafnvel þótt gerlegt sé að hraða hjartslættinum meðvitað með því að t.d. hlaupa upp stiga eða hugsa um eitthvað ógnvænlegt.

 

Lungnastarfseminni er þó hægt að stjórna, svo sem þegar við höldum niðri í okkur andanum en hinn ómeðvitaði hluti heilans fer þó alltaf með yfirstjórnina og tekur völdin þegar súrefnisskortur er orðinn ógnandi.

 

Vöðvum og vissum öðrum líffærum er hins vegar að langmestu leyti stjórnað meðvitað. Það fer svo eftir skilgreiningu hvort við getum talað um líffæri sem hvorki stjórnast af meðvituðum eða ómeðvituðum hluta heilans, t.d. tennurnar.

Neðri hluti líkamans

1

Sogæðakerfið verndar gegn örverum og öðrum aðskotahlutum. Til þess eru notaðar margvíslegar gerðir hvítra blóðkorna ónæmiskerfisins sem berast um allt æðakerfið og sogæðakerfið. Hvít blóðkorn myndast í beinmerg og sum þeirra safnast upp í 500-600 eitlum líkamans þar sem þau sérhæfa sig í að þekkja einn tiltekinn aðskotahlut. Miltað gegnir líka mikilsverðu hlutverki í ónæmiskerfinu en það framleiðir mótefni og fjarlægir örverur sem gerðar hafa verið óskaðlegar. Síðast en ekki síst eru skjaldkirtillinn og hálskirtlarnir líka hlutar af ónæmiskerfinu.

2

Vöðvarnir skiptast í þrjár gerðir bæði í útliti og tilgangi: beinagrindar-, hjarta- og slétta vöðva. Í manninum eru 639 beinagrindarvöðvar og þeir eru tengdir við beinin. Þeir stjórnast af meðvituðum hluta heilans og við ráðum því hreyfingum þeirra. Uppbygging þeirra úr aktín- og mýósínþráðum til skiptis skapar þeim örlítið röndótt útlit. Það gildir líka um hjartavöðvann sem er hins vegar ekki undir meðvitaðri stjórn og er að auki fær um að draga sig taktfast saman alveg upp á eigin spýtur. Sléttu vöðvarnir lúta heldur ekki meðvitaðri stjórn. Þeir eru bæði líffræðilega og líffærafræðilega ólíkir öðrum vöðvagerðum. Þessir vöðvar stýra hreyfingum í líffærunum, svo sem þegar maginn dregur sig saman eða æðar þenjast út.

3

Hlutverk beinagrindar er að halda líkamanum uppi, vernda líffæri og tryggja hreyfigetuna. Í fullvöxnum manni eru 206 bein sem jafnframt gegna því líffærishlutverki að framleiða rauð og hvít blóðkorn. Verndarhlutverk beinanna er einkum áberandi í brjóstkassa og höfði. Þar sem minna reynir á, svo sem í nefi og eyrum er víða brjósk í stað beina og brjósk er einnig yfirborðsefni í liðum. Beinin tengjast vöðvunum með sinum sem eru sterkir og seigir þræðir úr bandvef.

4

Hlutverk kynfæranna er að tryggja viðhald kynstofnsins. Öfugt við næstum öll önnur líffæri eru þau gerólík milli kynja. Kynfæri karla eru fyrst og fremst eistun sem mynda sæðið, blöðruhálskirtillinn sem myndar sáðvökvann og getnaðarlimurinn sem fer í skeið konunnar við samfarir. Egg kvenna myndast í eggjastokkunum. Eftir egglos fara þeir um eggjaleiðarana þar sem frjóvgunin verður yfirleitt. Frjóvgað egg heldur svo áfram niður í legið þar sem það festir sig og þroskast í fóstur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is