10 hlutar líkamans sem erfitt er að átta sig á

Framþróunin sér til þess að við sem tegund verðum færari um að komast af. Í sumum tilvikum er í fljótu bragði erfitt að koma auga á tilganginn.

BIRT: 05/02/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

1) Fóturinn

Fyrir fimm milljón árum klifruðu forfeður okkar í trjánum og höfðu þörf fyrir sveigjanlegan fót sem gat gripið utan um greinarnar. Þegar við svo komum niður úr trjánum varð fóturinn harður en fjöldi beinanna hélst óbreyttur. Öll þessi bein sem fóturinn hefur yfir að ráða auðvelda að við brjótum t.d. ökklann eða tognum á fæti.

 

2) Karlmannsbrjóst

 

Geirvörturnar eru á sínum stað en þær eru með öllu ónothæfar – fyrir karlana. Um er að ræða leifar frá því snemma á fósturstiginu þegar við öll stefnum að því að fæðast sem stúlkubörn.

 

3) Blöðruhálskirtill

 

Sáðvökvi karla er framleiddur í blöðruhálskirtlinum en þar með er upptalin gagnsemi þess líffæris. Líffæri þetta á það til að stækka með aldrinum og þar sem þvagrásin fer í gegnum blöðruhálskirtilinn kann hún að þrýstast saman með þeim afleiðingum að torvelt reynist að hafa þvaglát.

 

Auk þess myndast iðulega krabbamein í kirtlinum: Frumubreytinga verður vart í alls 80 af hundraði allra áttræðra karlmanna.

 

4) Spöngin (bilið milli kynfæra og endaþarms)

Endaþarmsopið er að finna mjög nærri þvagrásinni (einkum hjá konum). Þessi tilhögun er oft og iðulega orsök blöðrubólgu og þvagfærasýkinga sökum þess að bakteríur villast af leið.

 

5) Kinnholur

Við mennirnir höfum yfir að ráða fernum nefholum og af þeim eru kinnholurnar með furðulegustu lögunina. Frárennslið úr holunum er nefnilega staðsett efst. Þetta gerir það að verkum að uppsafnaður vökvi, óhreinindi og slím komast ekki auðveldlega leiðar sinnar og fyrir bragðið hættir okkur til að fá kinnholubólgu.

 

6) Fæðingarvegurinn

Þegar heilar okkar tóku að stækka má segja að legið hafi setið á hakanum. Það var áfram verulega þröngt og fyrir vikið eru fæðingar meðal kvenna erfiðari og sársaukafyllri en þekkist meðal annarra dýra. Þróunarfræðingar telja þröngan fæðingarveginn útskýra hvers vegna heilar okkar urðu ekki stærri en sem svo.

 

7) C-vítamín

 

Við mennirnir, ásamt öðrum prímötum, leðurblökum, naggrísum og nokkrum fuglategundum, erum ófær um að framleiða sjálf C-vítamín. Fyrir bragðið þurfum við að snæða ávexti og grænmeti til að viðhalda virku ónæmiskerfi og komast hjá því að veikjast af skyrbjúg.

 

 

8) Tennurnar

Tennurnar þrýstust saman þegar heilinn fór að stækka. Þrátt fyrir mikla framþróun breytist fjöldi tannanna ekkert. Þetta þýðir að við sitjum uppi með endajaxlana sem valda okkur oft svo miklum kvölum þegar þeir troðast fram í munninum, þrátt fyrir þrengslin.

 

Þess ber einnig að geta að við fáum einungis einn umgang af fullorðinstönnum.

 

9) Barkinn

Barkinn opnast rétt við opið á vélindanu. Barkalokið lokar fyrir barkann þegar við kyngjum, en því er þó ekki ætíð treystandi. Afleiðingin getur í sumum tilvikum birst þannig að okkur svelgist á, sem í stökum tilvikum getur leitt til köfnunar.

 

10) Botnlanginn

Við vitum ekki fyrir víst hvort hann gegnir nokkrum tilgangi í mönnum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann bólgni stundum, sem haft getur í för með sér sárar kvalir og jafnvel dregið okkur til dauða.

 

 

Babak Arvanaghi

BIRT: 05/02/2023

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is