Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

Sænskir og íslenskir vísindamenn hafa sýnt fram á að langvinnur hósti getur verið erfðafræðilegt fyrirbæri og vonast til að þessi þekking geti bætt meðferðarúrræði við þessum leiðindakvilla.

BIRT: 24/08/2024

Allir hósta af og til og sumir meira en aðrir. Tilgangur hósta að fjarlægja aðskotahluti og ertandi agnir úr lungum og öndunarvegi.

 

En stundum getur hóstinn verið viðvarandi og langvinnur hósti er ein algengasta ástæðan fyrir því að fólk – fyrst og fremst miðaldra konur – leitar sér aðstoðar hjá lækni.

 

Nú hafa vísindamenn frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð komist að því að langvarandi hósti getur verið arfgengur og vilja skoða þetta fyrirbæri betur.

 

Konur þjást mest

„Ríflega 10 prósent einstaklinga þjáist af langvarandi eða krónískum hósta sem getur leitt til ýmissa kvilla eins og skertra lífsgæða, skertrar starfsgetu og raddvandamála. Við höfum enn ekki næga þekkingu á því hvað liggur að baki langvinnum hósta eða hvernig eigi að meðhöndla vandann sem best,“ segir Össur Ingi Emilsson í fréttatilkynningu frá háskólanum í Uppsölum. Hann er dósent í lungna-, ofnæmis- og svefnrannsóknum við háskólann.

 

Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sínum skoðað nánar í tveimur rannsóknum hvernig hósti er meðhöndlaður í sænska heilbrigðiskerfinu og eins hvort langvarandi hósti geti verið arfgengur.

 

Í einni rannsókninni sem birtist í PLoS ONE, skoðuðu vísindamennirnir gögn úr sænskum heilbrigðisskrám. Í ljós kom að 1-2 prósent sænsku þjóðarinnar leituðu sér aðstoðar við langvinnum hósta á árunum 2016-2018. Flest voru búin að þjást af hóstaköstum í langan tíma.

 

Það voru aðallega konur á aldrinum 40-60 ára sem þjáðust af langvinnum hósta og á þriggja ára tímabili leituðu alls 21.000 konur sér aðstoðar.

 

„Konur virðast almennt vera með næmari hóstaviðbragð og því er þröskuldurinn fyrir óeðlilegum hósta lægri hjá konum en körlum. Það sem kom á óvart var að aðeins 1-2 prósent sjúklinga leituðu sér hjálpar við erfiðum hósta en yfir 10 prósent þjást af kvillanum. Ástæðuna má að hluta til skýra með skorti á árangursríkum meðferðum. Einnig virðist vera svæðisbundinn munur hvað varðar meðferð sem bendir til þess að þörf sé á betri leiðbeiningum um rannsóknir á langvinnum hósta, og meðferð við honum.“ útskýrir Össur Ingi Emilsson.

 

Meðferðarúrræði við langvinnum hósta

Í hinni rannsókninni, sem birt var í ERJ Open Research, skoðuðu vísindamennirnir nánar erfðafræðilega þætti til að finna skýringu á því  hvers vegna sumir þróa með sér langvarandi hósta. Rannsóknin, sem náði til 7.155 foreldra og 8.176 fullorðinna barna þeirra 20 ára og eldri, leiddi í ljós að ef annað foreldrið þjáðist af langvarandi þurrum hósta voru 50 prósent meiri líkur á að börn þeirra þjáðust einnig af kvillanum.

Í ljós kom að einstaklingar með þetta sætuefnið í blóði sínu var í aukinni hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma.

Athugunin var óháð þáttum eins og astma, kyni og reykingum, sem annars gætu haft áhrif á niðurstöðuna.

 

Sænsk/íslenska rannsóknarteymið hefur nú þegar hafið rannsóknir á  meðferðarúrræðum við langvinnum hósta.

 

Vísindamenn vonast til að nýta þessa þekking til að víkka út rannsóknir á erfðabreytileika í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu (deCode genetics), sem sérhæfir sig í að greina erfðamengi mannsins. Vonast er til að geta greint hvaða erfðaafbrigði eru tengd við langvarandi hósta.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.