Alheimurinn

Lífið á jörðinni sést frá þúsund stjörnum

Í Vetrarbrautinni eru að líkindum milljarðar sólkerfa þar sem finna má byggilegar plánetur. Nú hafa menn reiknað út frá hve mörgum þeirra mætti greina lífið hér.

BIRT: 03/02/2023

Stjörnufræðingar hafa á síðustu áratugum uppgötvað meira en 4.000 fjarplánetur við aðrar sólir í Vetrarbrautinni. Á sumum þeirra gæti verið líf og jafnvel vitsmunaverur.

 

En hversu sýnileg erum við sjálf utan úr geimnum? Þetta hafa vísindamenn hjá Cornellháskóla í BNA nú rannsakað. Niðurstaðan varð sú að hnötturinn og lífsmörk á honum sjáist frá 1.004 sólkerfum sem eru í innan við 326 ljósára fjarlægð.

 

Vísindamennirnir grundvölluðu rannsóknina á þeim aðferðum sem hér eru notaðar í leitinni að fjarplánetum og lífsmörkum á þeim.

 

Svona er hægt að sjá okkur

Jörðin og lífið sjást óbeint

Vitsmunaverur úti í geimnum geta aðeins uppgötvað plánetu okkar og séð hér ummerki lífs með því að greina sólarljósið, þegar jörðin ferðast fram fyrir sólina, frá þeim séð.

Jörðin afhjúpuð af eigin skugga

Ef fjarpláneta er í réttri stöðu miðað við stöðu sólkerfis okkar, geta vitsmunaverur þar séð draga örlítið úr birtu sólarinnar um ákveðinn tíma á hverju ári. Þetta gerist þegar jörðin fer fram fyrir sólina og byrgir fyrir hluta af ljósmagni hennar.

Lífið setur mark sitt á ljósið frá sólinni

Örlítill hluti sólarljóssins fer gegnum gufuhvolf jarðar á leið sinni til fjarplánetunnar. Sameindir í gufuhvolfinu drekka í sig tilteknar bylgjulengdir ljóss. Greiningar á ljósinu afhjúpa því ummerki lífs, svo sem súrefni og metan.

Jörðin og lífið sjást óbeint

Vitsmunaverur úti í geimnum geta aðeins uppgötvað plánetu okkar og séð hér ummerki lífs með því að greina sólarljósið, þegar jörðin ferðast fram fyrir sólina, frá þeim séð.

Jörðin afhjúpuð af eigin skugga

Ef fjarpláneta er í réttri stöðu miðað við stöðu sólkerfis okkar, geta vitsmunaverur þar séð draga örlítið úr birtu sólarinnar um ákveðinn tíma á hverju ári. Þetta gerist þegar jörðin fer fram fyrir sólina og byrgir fyrir hluta af ljósmagni hennar.

Lífið setur mark sitt á ljósið frá sólinni

Örlítill hluti sólarljóssins fer gegnum gufuhvolf jarðar á leið sinni til fjarplánetunnar. Sameindir í gufuhvolfinu drekka í sig tilteknar bylgjulengdir ljóss. Greiningar á ljósinu afhjúpa því ummerki lífs, svo sem súrefni og metan.

Í flestum tilvikum finnast fjarplánetur þegar þær ferðast framan við sól sína, héðan séð en þá dregur örlítið úr birtu stjörnunnar.

 

Andrúmsloftið afhjúpar okkur

Til að vitsmunaverur á öðrum hnöttum geti greint jörðina þarf jörðina þess vegna að bera í sólina, þaðan séð. Og eftir að jörðin hefur uppgötvast verður mögulegt að greina hér ummerki lífs.

 

Sá hluti sólarljóssins sem fer gegnum gufuhvolf jarðar verður fyrir áhrifum af efnum í gufuhvolfinu og greiningar á bylgjulengdum þessa ljóss munu því afhjúpa einkenni lífs, svo sem súrefni og metan.

 

Flestar stjörnurnar nógu gamlar

95% þessara 1.004 stjarna eru nægilega gamlar til að mögulegt líf þar hafi haft milljarða ára til að þróast, rétt eins og lífið á jörðinni.

 

Ein þeirra stjarna sem þykir áhugaverð er K2-155 sem er í 200 ljósára fjarlægð og við vitum að kringum hana eru plánetur.

Ofurjörð með útsýni hingað

Fjarplánetan K2-155d snýst um sól sína í 200 ljósára fjarlægð og rétt eins og við höfum uppgötvað hana, geta hugsanlegar vitsmunaverur þar uppgötvað hnöttinn okkar. K2-155d er svonefnd ofurjörð og þar gæti leynst líf.

 

Þvermál: Jörð x 1,64.

Umferðartími: 40,6 jarðsólarhringar.

Yfirborðshiti: Um 16 °C (ágiskun) og þar með mögulega vatn í fljótandi formi.

Gufuhvolf: Enn óþekkt.

Með geimsjónaukanum James Webb verður kjörið tæki til að skoða fjarplánetuna K2-155d og stjörnuna sjálfa.

En áhugaverðum sólkerfum gæti fjölgað á næstu áratugum þar eð afstaða stjarnanna hver til annarrar breytist í sífellu.

 

Árið 2044 mun annað sólkerfi, þar sem vitað er um plánetur, komast í hentuga sjónlínu og það sólkerfi er aðeins í 12 ljósára fjarlægð.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hér eru aðeins leyfð kvendýr og afkvæmi þeirra: Kvennasambýli hafsins

Náttúran

Hvernig myndast haglél?

Maðurinn

Hvað er stífkrampi?

Alheimurinn

Af hverju eru plánetur og sólir alltaf kúlulaga?

Lifandi Saga

„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Náttúran

Finna skordýr sársauka?

Maðurinn

Heilaþvottur á að losa þig við versta óttann

Maðurinn

Sannleikurinn um heilabilun

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is