Lifandi Saga

Lík víðfrægs herkonungs sprakk

Hinn mikli herkonungur hafði lagt undir sig gjörvallt England en furðulegar aðstæður gerðu það að verkum að endalokin voru frekar óhugnanleg.

BIRT: 12/06/2023

Af öllum konungum miðalda voru endalok Vilhjálms sigursæla vafalítið hvað viðbjóðslegust.

 

21 ári eftir að hann lagði England undir sig árið 1066 fékk hann holundarsár á kviðinn í útreiðartúr. Eftir tveggja mánaða legu á sjúkrabeði lést hann á heimili sínu nærri Rúðuborg í Frakklandi.

 

Tveir eldri synir konungs voru staddir erlendis og yngsti sonurinn vant við látinn, svo þjónarnir rændu heimili Vilhjálms, sviptu hann klæðum og skildu líkið eftir nakið á gólfinu. Þar lá það svo dögum skipti áður en aðalsmaður nokkur lét aka líkinu í kerru til klaustursins í Caen.

Grafaræningjar dreifðu jarðneskum leifum Vilhjálms, en lærleggurinn er enn grafinn í Saint-Ètienne klaustrinu í Caen.

Líkið var varla komið inn í klaustursgarðinn þegar kviknaði í klaustrinu.

 

Konungur, hvers líkami var nú orðinn vel „þroskaður“, var því geymdur í nokkra daga áður en munkarnir fóru með það inn í kirkjuna til greftrunar.

 

Gröf var tekin undir kirkjugólfinu og normanski aðallinn boðaður til jarðarfararinnar.

 

Þegar leggja átti líkið í steinkistuna hafði það bólgnað upp. Nokkrir munkar reyndu að troða því ofan í kistuna en þá sprakk kviðurinn á konungi og upp gusu úldin innyflin sem dreifðust yfir kirkjugólfið.

 

Fnykurinn var svo skelfilegur að gestirnir flúðu út. Munkunum tókst þó á endanum að koma líkinu fyrir í kistunni og Vilhjálmur sigursæli fékk loks að hvíla í friði.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS-PETER GRANZOW BUSCH

© Urban/Wikimedia

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Eru stór lungu kostur?

Maðurinn

Er botnlanginn í raun óþarfur?

Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Lifandi Saga

„Hvað ætlarðu að vera þegar þú verður stór?“

Maðurinn

Af hverju deyja konur oftar í bílslysum en karlar?

Lifandi Saga

Hryðjuverkamenn: Tilgangurinn helgar ætíð meðalið

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Lifandi Saga

Hver var starfi geisjunnar?

Lifandi Saga

Hvenær var skaðsemi reykinga upgötvað?

Náttúran

Eru hýenur skyldar köttum?

Maðurinn

Hvernig er hægt að reykja alla ævi án þess að fá krabba?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.