Hversu margir rómverskir keisarar voru myrtir?

Það var áhættusamt að taka að sér að verða rómverslur keisari. Þrír af hverjum fjórum hlutu hrottafenginn dauðdaga.

BIRT: 10/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Líf rómverskra keisara einkenndist af óhóflegum munaði og nánast takmarkalausum völdum, auk þess sem þeir áttu stöðugt á hættu að hljóta skelfilegan og blóðugan dauðdaga.

 

Af þeim 70 keisurum sem ríktu í Rómarveldi á 400 ára tímabili, allt frá Ágústusi til Teódósíusar 1., hlaut alls 51 hrottafenginn dauðdaga. Þetta átti því við um 73 prósent keisaranna sem voru við völd á þessum fjórum öldum.

Aðeins 20 af alls 70 rómverskum keisarum dóu af náttúrulegum orsökum. Hinir 50 hlutu hrottafenginn dauðdaga.

Þessi vægðarlausu dauðsföll stöfuðu í sumum tilvikum af sjálfsvígum (7%), bana á vígvellinum (13%) eða morði og aftökum (49%) sem reyndar voru algengasta dánarorsökin.

 

„Líf rómversku keisaranna var oft svo örlagaþrungið að hlutskipti þeirra, óháð gerðum þeirra, var oft í samræmi við það. Líf sem einkenndist af nautn eða dyggð, leti eða dugnaði, leiddi til ótímabærrar greftrunar þeirra allra“, ritaði hinn virti breski sagnfræðingur Edward Gibbon á 18. öld.

 

Flestir keisaranna sem voru myrtir létu lífið í valdabaráttu um krúnuna.

 

Í að minnsta kosti sex tilvikum voru morðingjarnir lífverðir keisarans úr lífvarðasveitinni sem allir höfðu orð á sér fyrir að losa sig við eigin drottnara.

 

Eftir árið 31 e.Kr. varð lífvarðasveitin svo valdamikil að meðlimir hennar voru fáanlegir til að myrða þá keisara sem féllu í ónáð, ef rétt upphæð eða nægileg völd buðust.

BIRT: 10/06/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Pixabay

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is