1. Líkaminn
Dögum eða vikum fyrir andlát: Líkaminn slekkur á sér
Um það bil 90 % allra dauðsfalla hér á landi tengjast háum aldri. Dauðinn er yfirleitt nokkra daga eða vikur á leiðinni og í stað þess að það slokkni á líkamanum frá einu andartakinu til þess næsta, þá hægir hægt og rólega á bæði líkamlegri og andlegri starfsemi. Oft er um að ræða nokkur einkenni sem gefa til kynna að viðkomandi sé að deyja og eigi einungis stutt eftir.
Einkenni hjá deyjandi fólki
Kuldi
Hjartað hamast við að dæla blóði um líkamann og einbeitir sér að því að sjá mikilvægustu líffærunum fyrir blóði. Hendur, fætur og síðar meir einnig fótleggir fá því minna blóð en ella, auk þess að kólna og fölna.
Svefn
Efnaskiptin verða hægari og aðeins er orka eftir fyrir lífsnauðsynlega líkamsstarfsemi. Fólk sem er að deyja sefur fyrir vikið mikið og erfitt getur reynst að vekja það.
Ruglingur
Hæg efnaskiptin valda því að starfsemi heilans verður hægari og deyjandi fólk á erfitt með að átta sig á stað og stund og þekkir jafnvel ekki sína nánustu.
Lyst og þorsti
Það krefst orku að borða og drekka, svo og að melta fæðuna. Fyrir vikið hefur deyjandi fólk takmarkaða löngun í vökva og fæðu.
Andardráttur
Minna blóðstreymi hefur áhrif á lungu og andardrátt, svo andardrátturinn verður óreglulegur með löngum hléum. Í öðrum tilvikum fer deyjandi fólk að súpa hveljur.
2. Hjartað
0-5 mínútur eftir andlát: Hjartað stöðvast
Þegar hjartslátturinn og andardrátturinn stöðvast er sjúklingurinn sagður vera klínískt látinn eða hjartadauður. Hins vegar deyja frumurnar í heilanum og annars staðar í líkamanum ekki um leið og tilfærsla blóðs á súrefni og glúkósa stöðvast. Fyrir vikið er unnt að endurlífga heiladautt fólk aftur, ef unnt er að koma hjartanu fljótt aftur í gang.
Sá látni hugsar áfram
Hugsanirnar virðast þó enn fljúga í gegnum heila þess látna.
Í tilraun einni sem gerð var á árið 2013 mældi taugalæknirinn Jimo Borjigin við Michigan háskóla í Bandaríkjunum heilastarfsemi í rottum fyrir og eftir andlátið.
Jimo deyfði dýrin og framkallaði síðan hjartastopp með því að sprauta saltvatni inn í hjartað. Næstu 30 sekúndurnar héldu heilabylgjurnar áfram að sveiflast, líkt og gerist við fulla meðvitund, og virknin var jafnvel meiri en ella.
Ef marka má vísindamanninn útskýrir þetta hugsanlega hvers vegna um 20 prósent þeirra sem eru endurlífgaðir eftir hjartastopp lýsa draumkenndum sýnum.
Á lífi
Heilabylgjur mældar á sex stöðum í heilanum (litir) sýna eðlilega meðvitund.
2 sekúndur eftir hjartastopp
Heilinn er enn með nægilegt súrefni. Heilastarfsemi líkt og við eðlilega meðvitund, en eilítið meiri.
7 sekúndum eftir hjartastopp
Súrefnisskortur gerir vart við sig. Hægari virkni í nánast öllum heilastöðvum.
17 sekúndum eftir hjartastopp
Virknin eykst um stundarsakir í einstaka heilastöðvum.
31 sekúndum eftir hjartastopp
Heilastarfsemin fjarar út.
Hægfara endurlífgun gefur besta raun
Um það bil þriðjungur allra sjúklinga sem fá hjartastopp deyja áður en mánuðurinn er liðinn. Læknar hafa löngum furðað sig á þessari háu dánartíðni en nýjustu rannsóknir benda til þess að frumurnar skaddist ef þær fá súrefni of hratt eftir súrefnisskort.
Rannsókn ein frá árinu 2012 leiddi í ljós að líkurnar á að lifa af hjartastopp jukust um 12 prósent ef læknar lengdu endurlífgunartímann úr 16 mínútum í 25 mínútur.
Líkur á að lifa af eftir hjartastopp
Líkurnar á að lifa af eftir hjartastopp eru mismunandi eftir því hversu fljótt viðkomandi fær aðstoð.
– 6%
Viðkomandi fær fyrst hjartahnoð þegar sjúkrabíllinn kemur.
– 17%
Viðkomandi fær strax hjartahnoð og aðstoð við að draga andann.
– 40%
Viðkomandi fær strax sérfræðiaðstoð á sjúkrahúsi
Heilinn
Deyr eftir fimm til tíu mínútur, en skaddast alvarlega eftir fáeinar mínútur.
Húð og sinar
Hægt að halda á lífi í allt að 12 klukkustundir og hugsanlega að græða í aðra.
Eyru og fingur
Lifa í allt að sex klukkustundir og væri fræðilega hægt að græða á annan líkama.
Tennur
Er hægt að græða í annan kjálka allt að tveimur tímum eftir að súrefnistilfærsla stöðvast.
Heilinn
Deyr eftir fimm til tíu mínútur, en skaddast alvarlega eftir fáeinar mínútur.
Húð og sinar
Hægt að halda á lífi í allt að 12 klukkustundir og hugsanlega að græða í aðra.
Eyru og fingur
Lifa í allt að sex klukkustundir og væri fræðilega hægt að græða á annan líkama.
Tennur
Er hægt að græða í annan kjálka allt að tveimur tímum eftir að súrefnistilfærsla stöðvast.
Líf krefst réttrar stærðar plánetu
Nýleg rannsókn sýnir að plánetur þurfa að vera af tiltekinni stærð til að vera lífvænlegar. Framandi hnettir þurfa að hafa minnst 2,7 prósent af massa jarðar til að bera vatn og lofthjúp. Sé massinn hins vegar tvisvar sinnum meiri minnka verulega möguleikar á lífi.
3. Heilinn
5-15 mínútum eftir andlát: Heilinn gefst upp
Andstætt við önnur líffæri býr heilinn ekki yfir aukalegum orkuforða. Þegar andardrátturinn stöðvast og hjartað dælir ekki lengur blóði um æðarnar fá heilafrumurnar ekki lengur súrefni eða glúkósa til að viðhalda eðlilegum lífsferlum. Að nokkrum sekúndum liðnum hættir líkaminn að starfa eðlilega og byrjar að deyja eftir fimm mínútur.
Kæling ver heilann eftir endurlífgun
Þegar fólk fer í hjartastopp stöðvast súrefnisflæði til heilans. Súrefnisskorturinn veldur í sjálfu sér ekki skemmdum á heilafrumunum, en hrindir af stað skaðlegum efnahvörfum. Þessi ferli stöðvast ekki, jafnvel þótt sjúklingurinn sé lífgaður við, heldur magnast vegna skyndilegs súrefnisflæðisins og geta haldið áfram svo dögum skiptir.
Læknar gera fyrir vikið tilraunir með að hægja á efnahvörfunum með því að kæla sjúklinga niður strax í kjölfarið á endurlífguninni. Aðeins þarf að lækka líkamann um örfáar gráður til að hægja á öllum líkamsferlum.
Sjúklingar sem eru kældir eftir endurlífgun fá síður heilaskemmdir.
Í tilraun einni var líkamshiti grísa lækkaður um fimm til sex gráður í einn til tvo sólarhringa þegar læknar höfðu endurlífgað þá eftir hjartastopp og var minna um heilaskemmdir meðal þessara grísa en þeirra sem ekki voru kældir.
Þrjú svæði heilans skemmast fyrst
Þau svæði heilans sem krefjast mestrar súrefnisnotkunar eru heilabörkurinn, drekinn og heilabotnskjarnarnir.
Þessar stöðvar stjórna meðal annars hreyfingum, minni og samhæfingu og þeir sem eru endurlífgaðir eftir fimm til tíu mínútur verða fyrir vikið oft fyrir varanlegum skemmdum á þessum svæðum.
Þegar liðnar eru tíu mínútur án öndunar eða hjartsláttar verða heilaskemmdirnar svo miklar að fólk annaðhvort deyr endanlega eða fellur í dauðadá og vaknar ekki meir.
Heilabörkur
Stjórnar hreyfingum. Stjórnar óskum okkar um að framkvæma tilteknar hreyfingar og að virkja vöðvana sem við notum til að hrinda hreyfingunum í framkvæmd.
Dreki
Stjórnar minninu. Hér verða til minningar um atburði sem við upplifum. Skemmdir á drekanum bitna á getunni til að geyma nýjar minningar. Minni hætta er á að gamlar minningar glatist.
Heilabotnskjarnar
Stjórnar samhæfingu. Hér mætast taugabrautir frá þeim svæðum heilans sem stjórna vilja okkar og vöðvum. Svæðið er okkur nauðsynlegt til að framkvæma meðvitaðar hreyfingar.
Heilabörkur
Stjórnar hreyfingum. Stjórnar óskum okkar um að framkvæma tilteknar hreyfingar og að virkja vöðvana sem við notum til að hrinda hreyfingunum í framkvæmd.
Dreki
Stjórnar minninu. Hér verða til minningar um atburði sem við upplifum. Skemmdir á drekanum bitna á getunni til að geyma nýjar minningar. Minni hætta er á að gamlar minningar glatist.
Heilabotnskjarnar
Stjórnar samhæfingu. Hér mætast taugabrautir frá þeim svæðum heilans sem stjórna vilja okkar og vöðvum. Svæðið er okkur nauðsynlegt til að framkvæma meðvitaðar hreyfingar.
Súrefnisskortur í sekúndum talinn
Súrefnishlutfall í heila minnkar hratt þegar hjartað hættir að dæla blóði um líkamann og undirstöðustarfsemin byrjar að bregðast.
– 0 sekúndur
Súrefnishlutfall: 100-80 prósent
Engin einkenni. Lágt súrefnishlutfall er daglegt brauð hjá fólki sem lifir í 4500 metra hæð.
– 2 sekúndur
Súrefnishlutfall: 80-60 prósent
Jaðarsjón rýrnar, hugsun daprast og erfitt reynist að skilja mælt mál. Viðkomandi skynjar hvorki verki né óróleika og slakar fyrir vikið þægilega á.
– 20 sekúndur
Súrefnishlutfall: 60-40 prósent
Viðkomandi sér allt svart, getur hvorki talað né hreyft sig, glatar tilfinningu fyrir líkamanum og persónuleika sínum. Virðist ekki með meðvitund en er það engu að síður.
– 5 mínútur
Sífellt fleiri heilastöðvar skaddast, þar til viðkomandi er endanlega látinn.
4. Líkið
Örfáum dögum eftir andlátið: Líkið brotnar niður
Eftir andlátið stöðvast öll líkamsstarfsemi og engin orka er lengur fyrir hendi til að viðhalda því kerfisbundna ferli sem einkennir lifandi líkama. Strax stundarfjórðungi eftir síðasta hjartsláttinn fer dauðinn að setja spor sín á líkamann og að örfáum dögum liðnum byrjar líkaminn smám saman að leysast upp.
Líkami ungu stúlkunnar var í góðu ásigkomulagi því hann hafði legið í mýrí í súrum jarðveg.
Lögreglan rannsakar 2600 ára lík
Á hvern hátt lík grotnar niður ræðst algerlega af jarðveginum sem það hvílir í. Árið 2000 fannst lík í Þýskalandi og taldi lögreglan fyrst í stað að um væri að ræða unga konu sem horfið hafði 30 árum fyrr.
Með kolefnarannsókn tókst hins vegar að leiða í ljós að unga stúlkan hafði látist fyrir 2600 árum.
Hún hafði hvílt í mýri allan tímann og súr jarðvegurinn hafði komið í veg fyrir að bakteríur brytu niður líkið. Stúlkan var svo vel varðveitt að vísindamenn gátu endurgert andlit hennar.
Fimm greinileg einkenni koma upp um dánartímann
Þegar fólk finnst látið kemur það í hlut meinafræðings að reikna út hvenær viðkomandi lést og hvort glæpur hafi verið framinn. Húðin breytist eftir andlátið og líkaminn byrjar smám saman að rotna.
Sérfræðingur getur tímasett dánartímann innan nokkurra klukkustunda með því að virða fyrir sér líkið og skynja stjarfa vöðvanna.
Tveir þættir segja til um dánartímann
Með því að þreifa á vöðunum og skynja líkamshita húðarinnar getur meinafræðingur ákvarðað dánartímann.
Niðurstaða meinafræðingsins: Ef t.d. húðin er köld (undir 30 gráðum) eru vöðvarnir stífir. Því er dánartíminn fyrir meira en 24 tímum. Aftur á móti er dánartíminn innan við þrír tímar ef vöðvar eru enn mjúkir því húðin er enn heit (yfir 30 gráðum).
Köld líkamssnerting
Fyrstu klukkustundina lækkar líkamshitinn um tvær gráður. Síðan lækkar hann um nálega eina gráðu á klukkustund.
Niðurstaða meinafræðingsins: Hægt er að reikna út fjölda klukkustunda frá andlátinu með þessari formúlu: 36,9 mínus líkamshiti líksins deilt með 0,835.
Köld líkamssnerting
Fyrstu klukkustundina lækkar líkamshitinn um tvær gráður. Síðan lækkar hann um nálega eina gráðu á klukkustund.
Niðurstaða meinafræðingsins: Hægt er að reikna út fjölda klukkustunda frá andlátinu með þessari formúlu: 36,9 mínus líkamshiti líksins deilt með 0,835.
Útlit augans breytist
Meinafræðingar geta gert sér í hugarlund dánartímann með því að skoða augu hins látna.
Niðurstaða meinafræðingsins: Örfáum mínútum eftir andlátið myndast himna yfir hornhimnu þess látna, sökum þess að hann blikkar ekki með augunum. Að tveimur tímum liðnum verður hornhimnan óskýr, þar sem blóðstreymi í hana vantar, og eftir sjö klukkustundir verður litabreyting á hvítu augans sökum þurrks.
Bakhliðin verður fjólublá
Þegar blóðið hættir að renna um æðarnar hefur þyngdaraflið þau áhrif að eftir tvo til þrjá tíma byrja rauðu blóðkornin að sökkva og safnast saman á neðanverðu líkinu og það fær á sig fjólubláan lit á bakinu.
Niðurstaða meinafræðingsins: Fyrstu tíu klukkustundirnar er líklegt að blóðið tæmist úr hárfínum æðunum í húðinni svo hún verður föl á að líta um stund. Síðast kemst blóðið út í vefinn og losnar ekki þaðan.
Húðin fölnar
Þegar hjartað hættir að slá er súrefnisríku, rauðu blóði ekki lengur dælt út í fíngerðar háræðar húðarinnar. Húðin glatar lit sínum og verður föl á að líta eftir aðeins 15 mínútur.
Niðurstaða meinafræðingsins: Litlaus húð gefur til kynna að dánartíminn hafi verið fyrir meira en 15 mínútum, en segir ekkert nánar til um hann.
Vöðvar stirðna
Rétt eftir andlátið eru vöðvarnir slakir en byrja svo smám saman að stirðna. Stirðnunin stafar af því að líkamann skortir orku til að trefjarnar geti losnað hver frá annarri.
Niðurstaða meinafræðingsins: Ef vöðvarnir eru orðnir stirðir hefur viðkomandi látist fyrir þremur til 24 klukkustundum. Að 24 stundum loknum byrja vöðvarnir að brotna niður og mýkjast fyrir vikið aftur.
Tveir þættir segja til um dánartímann
Með því að þreifa á vöðunum og skynja líkamshita húðarinnar getur meinafræðingur ákvarðað dánartímann
Niðurstaða meinafræðingsins: Ef t.d. húðin er köld (undir 30 gráðum) eru vöðvarnir stífir. Því er dánartíminn fyrir meira en 24 tímum. Aftur á móti er dánartíminn innan við þrír tímar ef vöðvar eru enn mjúkir því húðin er enn heit (yfir 30 gráðum).
Köld líkamssnerting
Fyrstu klukkustundina lækkar líkamshitinn um tvær gráður. Síðan lækkar hann um nálega eina gráðu á klukkustund.
Niðurstaða meinafræðingsins: Hægt er að reikna út fjölda klukkustunda frá andlátinu með þessari formúlu: 36,9 mínus líkamshiti líksins deilt með 0,835.
Útlit augans breytist
Meinafræðingar geta gert sér í hugarlund dánartímann með því að skoða augu hins látna.
Niðurstaða meinafræðingsins: Örfáum mínútum eftir andlátið myndast himna yfir hornhimnu þess látna, sökum þess að hann blikkar ekki með augunum. Að tveimur tímum liðnum verður hornhimnan óskýr, þar sem blóðstreymi í hana vantar, og eftir sjö klukkustundir verður litabreyting á hvítu augans sökum þurrks.
Bakhliðin verður fjólublá
Þegar blóðið hættir að renna um æðarnar hefur þyngdaraflið þau áhrif að eftir tvo til þrjá tíma byrja rauðu blóðkornin að sökkva og safnast saman á neðanverðu líkinu og það fær á sig fjólubláan lit á bakinu.
Niðurstaða meinafræðingsins: Fyrstu tíu klukkustundirnar er líklegt að blóðið tæmist úr hárfínum æðunum í húðinni svo hún verður föl á að líta um stund. Síðast kemst blóðið út í vefinn og losnar ekki þaðan.
Húðin fölnar
Þegar hjartað hættir að slá er súrefnisríku, rauðu blóði ekki lengur dælt út í fíngerðar háræðar húðarinnar. Húðin glatar lit sínum og verður föl á að líta eftir aðeins 15 mínútur.
Niðurstaða meinafræðingsins: Litlaus húð gefur til kynna að dánartíminn hafi verið fyrir meira en 15 mínútum, en segir ekkert nánar til um hann.
Vöðvar stirðna
Rétt eftir andlátið eru vöðvarnir slakir en byrja svo smám saman að stirðna. Stirðnunin stafar af því að líkamann skortir orku til að trefjarnar geti losnað hver frá annarri.
Niðurstaða meinafræðingsins: Ef vöðvarnir eru orðnir stirðir hefur viðkomandi látist fyrir þremur til 24 klukkustundum. Að 24 stundum loknum byrja vöðvarnir að brotna niður og mýkjast fyrir vikið aftur.
Líkaminn grotnar niður á 30 dögum
Þegar öll líkamsstarfsemi stöðvast fer líkaminn fljótt að grotna niður sökum þess að sameindirnar losna hver frá annarri. Jafnframt því fara bakteríur, sveppir og skordýr að nærast á líkinu. Hvort tveggja er mjög mikilvægt þegar sérfræðingar reyna að ákvarða dánartímann.
– 1-3 dagar
Húðin fær á sig grænleitan blæ. Ensím líkamans brjóta niður stórar sameindir á borð við prótein og kolvetni. Maðkaflugur birtast fyrr en varir, oft eftir örfáar mínútur, og verpa eggjum sínum í líkið.
– 4-7 dagar
Kviðarholið byrjar að tútna út, en í því myndast lofttegundir, og húðin verður þakin blöðrum. Þarmagerlar þröngva sér inn í líkamann og flugnaeggin klekjast út sem maðkar.
– 8-18 dagar
Allur líkaminn byrjar að tútna út og mýkjast. Lofttegundir breiðast frá kviðarholinu til annarra hluta líkamans gegnum æðarnar. Skorkvikindi af ýmsu tagi taka sér búsetu í líkamanum.
– 19-30 dagar
Neglur og hár detta af líkinu, líkaminn mýkist og verður slímugur. Innri líffæri leysast upp og allur vefur rennur saman. Stökkskottur, smámaurar, bjöllur og mý nærast á m.a. líkvessunum.
– 1 mánuður eða mörg ár
Líklyktin hverfur og beinin þorna smátt og smátt og leysast upp af völdum sýrunnar í jarðveginum. Gerla- og dýralífið deyr, því öll næring er uppurin.