Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Foreldrar sem nýta sér sérstaka aðferð í barnauppeldinu eru mun líklegri til að vera í góðu sambandi við börn sín.

BIRT: 26/08/2024

Uppeldi er ekki alltaf dans á rósum.

 

Þykkar bækur hafa verið skrifaðar um hvernig nýbakaðir foreldrar ættu að nálgast uppeldishlutverkið  og stundum virðist það nánast óviðráðanlegt verkefni.

 

Sér í lagi þegar barnið eldist og erfiðara verður að tjónka við það.

 

Ákveðið atriði í uppeldinu virðist þó hafa furðu jákvæð áhrif. Að þessu komust vísindamenn frá Penn State háskólanum að raun um í rannsókn sinni.

 

Hún snýst í öllum sínum einfaldleika um húmor.

 

Börn foreldra sem notuðu húmor í uppeldinu líta á eigið uppeldi og uppvöxt í mun jákvæðara ljósi en börn sem foreldrar sem notuðu húmorinn minna.

 

„Húmor getur kennt fólki vitræna sveigjanleika, dregið úr streitu og stuðlað að eiginleikum eins og skapandi lausn vandamála og seiglu,“ segir forsvarsmaður rannsóknarinnar, Benjamin Levi, prófessor við Penn State College of Medicine í fréttatilkynningu á heimasíðu háskólans.

 

Annar vísindamaður sem vann við  rannsóknina, Lucy Emery, læknanemi við Penn State College of Medicine, segir áhugaverða hliðstæðu á milli viðskiptalífs og uppeldis því stigveldisfyrirkomulag ræður ríkjum á báðum þessum sviðum.

 

Hjálpar til við að takast á við streitu

Í viðskiptum hefur verið sýnt fram á að húmor dregur úr stigveldisyfirráðum, skapar betra umhverfi fyrir samvinnu og sköpunargáfu og tekur broddinn úr spennuþrungnum aðstæðum.

 

„Vissulega er meiri ást í samskiptum foreldra og barna en í samskiptum á vinnustöðum, en oft skapast streituvaldandi aðstæður í uppeldi barna. Húmor getur hjálpað til við að minnka spennuna og stjórnsemina og hjálpað báðum aðilum að takast betur á við streituvaldandi andrúmsloft,“ segir Lucy Emery.

 

Betra samband barna og foreldra

312 manns á aldrinum 18-45 ára tóku þátt í könnunni.

 

Meira en helmingur þátttakenda sagðist hafa verið alinn upp við húmor og 71,8 prósent þeirra viðurkenndu að húmor gæti verið einstaklega áhrifaríkt tæki til að ala upp börn.

 

 

Meirihluti þeirra sem svöruðu sögðust nýta sér húmor í uppeldi eigin barna.

 

Vísindamennirnir uppgötvuðu einnig að það var fylgni milli notkunar foreldra á húmor og hvernig nú fullorðin börn litu á eigið uppeldi og samband við foreldra sína.

 

50,5 prósent þeirra sem ólust upp við húmor sögðust eiga í góðu sambandi við foreldra sína og 44,2 prósent töldu að foreldrar þeirra hefðu alið þau upp á góðan hátt.

 

Því var þveröfugt farið hjá þeim sem ólust upp við lítinn húmor.

 

Aðeins 2,9 prósent þeirra töldu samband sitt við foreldra væri gott og 3,6 prósent voru þeirrar skoðunar að foreldrar þeirra hefðu alið þau upp á góðan hátt.

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að foreldrar ættu að spara reiðilegu orðin.  Hér má lesa vísindalegar leiðbeiningar um vænlegasta uppeldið.

Það kemur því varla á óvart að fólk sem ólst upp við húmor ætli sér að gera slíkt hið sama við sín eigin börn. En vísindamennirnir bandarísku eru undrandi á fremur markverðum mun á fólki, eftir því hvort það er alið upp með eða án húmors.

 

Rannsóknarteymið ætlar að bæta rannsókn sína með því að vinna með stærri og fjölbreyttari hóp þátttakenda til að draga upp sem réttustu mynd af áhrifum húmors í uppeldinu.

HÖFUNDUR: Bjørn Falck Madsen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is