Náttúran

Ljós tryggir völd, fæðu og maka

Sjálflýsandi beinagrindur og glóandi afturendar. Mörg dýr hafa þróað þann eiginleika að lýsast upp í baráttunni um að lifa af.

BIRT: 30/12/2023

Skarðaháfur er stærsta sjálflýsandi hryggdýrið

Nýlegar rannsóknir sýna að skarðaháfurinn (Dalatias licha) er sjálflýsandi. Það gerir hann að stærsta sjálflýsandi hryggdýri heims. Í sömu rannsókn komust vísindamenn að því að tveir aðrir djúpsjávarháfar Etmopterus lucifer og Etmopterus granulosus eru einnig sjálflýsandi.

 

Því eru um 10% háfategunda í heiminum sjálflýsandi. En það er enn óljóst hvers vegna þeir eru lýsandi.

Sjálflýsandi líkami þvingar sporðdrekann í felur.

Skel sporðdrekans felur í sér litkorn sem lýsa upp í útfjólublárri geislun frá m.a. tunglinu. Skelin gegnir hlutverki eins konar viðvörunarljóss: Þegar útfjólubláa ljósið er sterkt og skelin lýsist upp, leitar næturdýr þetta í felur. Sporðdrekinn fer því einungis í fæðuleit sé útfjólubláa ljósið dauft.

Soltnar lirfur laða að bráðina með lýsandi afturendanum.

Afturendinn á lirfunni glóormi lýsir upp þegar efnið lúsíferasi brennur, ásamt súrefni, á afturenda dýrsins. Þetta blágræna ljós laðar að skordýr sem lirfan veiðir í langa, límkennda silkiþræði sína. Því soltnari sem lirfan er, þeim mun sterkari verður birtan.

Lýsandi bein gagnast konungi dulargervanna við makaleit.

Árið 2017 veittu vísindamenn því eftirtekt að höfuðkúpa kameljónsins fær á sig blátt ljósamynstur í útfjólubláu ljósi. Litlir hnúðar á beinunum soga í sig stuttbylgjuljósin og senda þau frá sér aftur á lengri, sýnilegri bylgjulengd. Ljósið gagnast dýrunum við að finna sér maka sömu tegundar.

Blá deplandi ljós hylja dýrið fyrir óvinum.

Þúsundir örsmárra, lífljómandi ljósbera dylja eldflugukolkrabbann fyrir óvinum hans. Bláu deplarnir á neðanverðu dýrinu gera það að verkum að það virðist vera hluti af glitrandi yfirborði sjávar. Ljósið nota dýrin jafnframt sem samskiptamáta og sem agn fyrir bráð þeirra.

Öldurnar valda því að sjórinn fær á sig bláa sjálflýsandi flekki.

Litla næturdýrið skelkrabbi bregst við hreyfingum í sjónum, m.a. af völdum stórra sjávardýra, með því að losa frá sér seyti. Efnið gefur frá sér blátt ljós þegar það hvarfast við súrefnið í sjónum. Bláa skýið gagnast dýrinu ugglaust í varnarskyni, því þannig lítur þetta 3 mm langa dýr út fyrir að vera stærra.

Froskur með innbyggðan náttlampa.

Trjáfroskurinn vakir á nóttunni og fyrir vikið hefur hann þróað með sér líffræðilegan náttlampa. Sjálflýsandi sameindir í eitlum, húð og kirtlum lýsast upp í útfjólublárri geislun. Birtan frá froskinum samsvarar 18 prósent af birtunni sem stafar af fullu tungli. Þannig getur froskurinn komist ferða sinna í myrkri.

Litríkt holdýr narrar bráðina með ljósi.

Lýsandi fálmararnir á blómhattarholdýrinu innihalda GFP, en um er að ræða einkar flúrljómandi prótein. Sterkt, grænt ljósið laðar að sér litla fiska, sem lindýrið lifir á. Bráðin ruglar sennilega ljósinu saman við efnið blaðgrænu, sem ljær plöntum og þörungum grænan lit.

Skarðaháfur er stærsta sjálflýsandi hryggdýrið

Nýjar rannsóknir sýna að skarðaháfurinn (Dalatias licha) er sjálflýsandi. Það gerir hann að stærsta sjálflýsandi hryggdýri heims. Í sömu rannsókn komust vísindamenn að því að tveir aðrir djúpsjávarháfar Etmopterus lucifer og Etmopterus granulosus eru einnig sjálflýsandi.

Því eru um 10% háfategunda í heiminum sjálflýsandi. En það er enn óljóst hvers vegna þeir eru lýsandi.

Sjálflýsandi líkami þvingar sporðdrekann í felur.

Skel sporðdrekans felur í sér litkorn sem lýsa upp í útfjólublárri geislun frá m.a. tunglinu. Skelin gegnir hlutverki eins konar viðvörunarljóss: Þegar útfjólubláa ljósið er sterkt og skelin lýsist upp, leitar næturdýr þetta í felur. Sporðdrekinn fer því einungis í fæðuleit sé útfjólubláa ljósið dauft.

Soltnar lirfur laða að bráðina með lýsandi afturendanum.

Afturendinn á lirfunni glóormi lýsir upp þegar efnið lúsíferasi brennur, ásamt súrefni, á afturenda dýrsins. Þetta blágræna ljós laðar að skordýr sem lirfan veiðir í langa, límkennda silkiþræði sína. Því soltnari sem lirfan er, þeim mun sterkari verður birtan.

Lýsandi bein gagnast konungi dulargervanna við makaleit.

Árið 2017 veittu vísindamenn því eftirtekt að höfuðkúpa kameljónsins fær á sig blátt ljósamynstur í útfjólubláu ljósi. Litlir hnúðar á beinunum soga í sig stuttbylgjuljósin og senda þau frá sér aftur á lengri, sýnilegri bylgjulengd. Ljósið gagnast dýrunum við að finna sér maka sömu tegundar.

Blá deplandi ljós hylja dýrið fyrir óvinum.

Þúsundir örsmárra, lífljómandi ljósbera dylja eldflugukolkrabbann fyrir óvinum hans. Bláu deplarnir á neðanverðu dýrinu gera það að verkum að það virðist vera hluti af glitrandi yfirborði sjávar. Ljósið nota dýrin jafnframt sem samskiptamáta og sem agn fyrir bráð þeirra.

Öldurnar valda því að sjórinn fær á sig bláa sjálflýsandi flekki.

Litla næturdýrið skelkrabbi bregst við hreyfingum í sjónum, m.a. af völdum stórra sjávardýra, með því að losa frá sér seyti. Efnið gefur frá sér blátt ljós þegar það hvarfast við súrefnið í sjónum. Bláa skýið gagnast dýrinu ugglaust í varnarskyni, því þannig lítur þetta 3 mm langa dýr út fyrir að vera stærra.

Froskur með innbyggðan náttlampa.

Trjáfroskurinn vakir á nóttunni og fyrir vikið hefur hann þróað með sér líffræðilegan náttlampa. Sjálflýsandi sameindir í eitlum, húð og kirtlum lýsast upp í útfjólublárri geislun. Birtan frá froskinum samsvarar 18 prósent af birtunni sem stafar af fullu tungli. Þannig getur froskurinn komist ferða sinna í myrkri.

Litríkt holdýr narrar bráðina með ljósi

Lýsandi fálmararnir á blómhattarholdýrinu innihalda GFP, en um er að ræða einkar flúrljómandi prótein. Sterkt, grænt ljósið laðar að sér litla fiska, sem lindýrið lifir á. Bráðin ruglar sennilega ljósinu saman við efnið blaðgrænu, sem ljær plöntum og þörungum grænan lit.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Jérôme Mallefet / UC LouvainAlamy/All Over,Solvin Zankl,LMU,MACN-CONICET,Patrick Pelletier

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.