Jörðin

Loftslagsbreytingar munu bitna harkalegast á Kína

Yfirgripsmikil rannsókn sýnir hvaða borgir í heiminum verði harðast úti í eyðileggingu af völdum loftslagsbreytinga.

BIRT: 17/03/2024

Hamfaraflóð hafa á síðari árum orðið á svæðum á borð við vesturhluta Þýskalands, Pakistan, Nígeríu, Bandaríkin og Nýja-Sjáland.

 

Það er þó ekki allt og sumt.

 

Önnur harkaleg veðurfyrirbrigði verða líka algengari þvert á landamæri og stafa af loftslagsbreytingunum.

 

Nú hefur óháð, áströlsk greiningarstofnun, XDI Systems, skilað umfangsmikilli greiningu á því hvar í heiminum mest hætta verður á eyðileggingu af völdum loftslagstengdra hamfara.

 

Að því er fram kemur hjá þessari viðurkenndu stofnun, er þetta í fyrsta sinn sem reynt er að spá nokkuð nákvæmlega fyrir um hvar í heiminum, byggingar og innviðir verði í mestri hættu.

 

Á listanum eru borin saman 2.600 svæði um allan heim og tekin afstaða til hamfara á borð við flóð, hækkandi sjávarborð og gróðurelda.

 

Spárnar byggjast bæði á loftslagsspám og fyrri veðurhamförum á viðkomandi svæði. Og heildarniðurstaðan er sú að eitt ríki skeri sig úr varðandi hættumerki fram til 2050.

 

Af öllum ríkjum heims eru horfurnar verstar fyrir fjölmennasta ríkið, Kína.

 

Þrjú lönd í mikilli hættu

Þau landssvæði sem lenda í tveimur efstu sætum áhættulistans eru bæði í Kína og þar eru mikilvægar efnahagsmiðstöðvar eins og Jiangsu og Shandong en báðar borgirnar eru á austurströndinni.

 

Meira en helmingur þeirra 50 héraða sem á heimsvísu teljast í mestri hættu eru í Kína.

Sjáðu listann yfir 10 efstu áhættusvæðin hér:

Hér eru 10 efstu svæðin í heiminum sem eru í mestri hættu á að byggingar og innviðir eyðileggist, þegar við náum 2050. Það kemur í ljós að öll áhættusvæðin nema eitt eru í Kína.

Næst á eftir Kína koma Bandaríkin með 18 ríki á 100-héraða listanum.

 

Að öllu samanlögðu eru það fjölmennustu ríkin sem standa verst, Kína, Indland og Bandaríkin.

 

Í þessum ríkjum eru meira en helmingur þeirra héraða eða landsvæða sem skráð eru á 100-héraða listann.

 

Færri vandamál í Evrópu

Það þarf kannski ekki að koma mjög á óvart að Evrópa skuli standa tiltölulega vel en þar eru aðeins fáein svæði á topplistanum.

 

Niedersachsen í Þýskalandi er í 56. sæti, Vlaanderen í Belgíu í 64. sæti, Krasnodar í Rússlandi í 72. sæti og svo Veneto á Ítalíu í 74. sæti.

Hve mikið menga sólþiljur í framleiðslu?

Hversu loftslags- og umhverfisvænar eru sólþiljur eiginlega, þegar framleiðslan er reiknuð með?

Almennt eru það hækkandi sjávarborð og flóð sem talin eru munu valda mestum skaða í borgum sem standa við fljót eða sjó.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Shutterstock. © XDI Systems.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

Náttúran

Tröllvaxin baktería sést með berum augum

Tækni

Vísindamenn bora djúpt eftir grænni orku

Lifandi Saga

Þýsk fyrirtæki mokgræddu á stríði Adolfs Hitlers

Lifandi Saga

Aðallinn opnaði múmíur í veislum

Menning og saga

Hver var fyrsti einræðisherra sögunnar? 

Heilsa

Vöðvagen geta varið þig gegn sjúkdómum

Náttúran

Sjávarormur með risaaugu og undarlega tjáningu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.