Hamfaraflóð hafa á síðari árum orðið á svæðum á borð við vesturhluta Þýskalands, Pakistan, Nígeríu, Bandaríkin og Nýja-Sjáland.
Það er þó ekki allt og sumt.
Önnur harkaleg veðurfyrirbrigði verða líka algengari þvert á landamæri og stafa af loftslagsbreytingunum.
Nú hefur óháð, áströlsk greiningarstofnun, XDI Systems, skilað umfangsmikilli greiningu á því hvar í heiminum mest hætta verður á eyðileggingu af völdum loftslagstengdra hamfara.
Að því er fram kemur hjá þessari viðurkenndu stofnun, er þetta í fyrsta sinn sem reynt er að spá nokkuð nákvæmlega fyrir um hvar í heiminum, byggingar og innviðir verði í mestri hættu.
Á listanum eru borin saman 2.600 svæði um allan heim og tekin afstaða til hamfara á borð við flóð, hækkandi sjávarborð og gróðurelda.
Spárnar byggjast bæði á loftslagsspám og fyrri veðurhamförum á viðkomandi svæði. Og heildarniðurstaðan er sú að eitt ríki skeri sig úr varðandi hættumerki fram til 2050.
Af öllum ríkjum heims eru horfurnar verstar fyrir fjölmennasta ríkið, Kína.
Þrjú lönd í mikilli hættu
Þau landssvæði sem lenda í tveimur efstu sætum áhættulistans eru bæði í Kína og þar eru mikilvægar efnahagsmiðstöðvar eins og Jiangsu og Shandong en báðar borgirnar eru á austurströndinni.
Meira en helmingur þeirra 50 héraða sem á heimsvísu teljast í mestri hættu eru í Kína.
Sjáðu listann yfir 10 efstu áhættusvæðin hér:
Hér eru 10 efstu svæðin í heiminum sem eru í mestri hættu á að byggingar og innviðir eyðileggist, þegar við náum 2050. Það kemur í ljós að öll áhættusvæðin nema eitt eru í Kína.
Næst á eftir Kína koma Bandaríkin með 18 ríki á 100-héraða listanum.
Að öllu samanlögðu eru það fjölmennustu ríkin sem standa verst, Kína, Indland og Bandaríkin.
Í þessum ríkjum eru meira en helmingur þeirra héraða eða landsvæða sem skráð eru á 100-héraða listann.
Færri vandamál í Evrópu
Það þarf kannski ekki að koma mjög á óvart að Evrópa skuli standa tiltölulega vel en þar eru aðeins fáein svæði á topplistanum.
Niedersachsen í Þýskalandi er í 56. sæti, Vlaanderen í Belgíu í 64. sæti, Krasnodar í Rússlandi í 72. sæti og svo Veneto á Ítalíu í 74. sæti.
Hve mikið menga sólþiljur í framleiðslu?
Hversu loftslags- og umhverfisvænar eru sólþiljur eiginlega, þegar framleiðslan er reiknuð með?
Almennt eru það hækkandi sjávarborð og flóð sem talin eru munu valda mestum skaða í borgum sem standa við fljót eða sjó.