Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Leysingavatn frá jöklum og þó einkum uppdæling grunnvatns hefur haggað snúningsás jarðar. Það getur haft áhrif á loftslag í framtíðinni.

BIRT: 24/03/2024

Það er ekkert nýtt að möndulhalli jarðar breytist á löngum tíma. Það er einmitt möndulhallinn sem veldur árstíðum á hnettinum.

 

En nú hefur möndulhallinn breyst hraðar en venja er til og það stafar af því að við dælum upp grunnvatni sem við notum, m.a. til matargerðar og veitum á akra.

 

Þetta er niðurstaða fjölþjóðlegs hóps vísindamanna á vegum Seúlháskóla í Suður-Kóreu. Hópurinn rannsakaði gögn um hreyfingar vatnsmassa á jörðinni og möndulhallann á árabilinu 1993-2010. Hallinn hefur breyst um allt að 80 sentimetra og það telja vísindamennirnir að geti haft áhrif á loftslag í framtíðinni.

 

Ef við ímyndum okkur hnöttinn sem skopparakringlu sem snýst um sjálfa sig, leiðir af sjálfu sér að hinn ósýnilegi snúningsás breytist í takt við tilfæringar vatnsmassa á ýmsum stöðum á jörðinni.

 

Þetta hefur verið þekkt síðan 2016 en er á hinn bóginn tiltölulega nýtt rannsóknarsvið. Í mörg ár hafa menn talið bráðnun ísmassa helstu orsök þess að vatnsmassar færast.

 

Vísindamennirnir hófu því rannsókn sína á því að athuga tengslin milli breytinga á möndulhallanum og tilflutnings vatns vegna bráðnunar jökla og íshellna.

 

Fyrri loftslagslíkön sýna að á tímabilinu 1993-2010 dældi mannkynið 2.150 gígatonnum af grunnvatni upp á yfirborðið og það hefur valdið 6,24 millimetra hækkun sjávarborðs á tímabilinu.

Þegar þessum áhrifum var bætt inn í líkönin reyndist heildartilflutningur vatns koma heim og saman við breytingu á möndulhallanum.

 

Vísindamennirnir gátu séð að landfræðilegur norðurpóll hnattarins færðist til austurs að meðaltali um 4,36 cm á ári á tímabilinu 1993-2010. Af þessu draga þeir nú þá ályktun að möndulhallinn hafi breyst um 78,5 cm frá 1993 til dagsins í dag.

 

„Það er ánægjuefni að hafa fundið þessa áður óútskýranlegu ástæðu fyrir breytingu möndulhallans,“ segir Ki-Weon Seo sem er meðal vísindamannanna, í fréttatilkynningu.

Gömul kenning afskrifuð: Svona kom vatn til jarðar

Ný rannsókn sýnir að vatn hefur verið á jörðinni allt frá upphafi.

„Á hinn bóginn veldur það mér sem íbúa jarðar bæði undrun og áhyggjum að sjá að uppdæling grunnvatns skuli reynast viðbótarskýring á hækkun sjávarborðs.“

 

Hvaða beinu áhrif þessi tilfærsla mannkyns á möndulhallanum kann að hafa, vita vísindamennirnir ekki en uppgötvunin vekur grun um að til lengri tíma litið gætu áhrifin sést bæði á hitastigi og hækkandi sjávarborði.

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© Seo et al. (2023), Geophysical Research Letters. © NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Bólusótt: Ósýnilegur ógnvaldur herjaði í Evrópu

Maðurinn

Hvers vegna eru sumir smámæltir?

Spurningar og svör

Hvort er bjór betri úr dós eða flösku?

Lifandi Saga

Þýsk fórnarlömb sprengjuflugmanna tóku þá af lífi

Alheimurinn

Fær það virkilega staðist að tvær sólir geti verið í sama sólkerfi?

Náttúran

Hvernig geta slöngur klifrað?

Alheimurinn

Vetrarbrautin full af svartholum

Maðurinn

Hve lengi er hægt að vera kvefaður?

Maðurinn

Við drekkum einn bolla af nefslími dag hvern

Tækni

Hvað gerist ef díselolíu er dælt á bifreið sem knúin er bensíni?

Jörðin

Undravert yfirborð jarðar

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.