Glæpir

Mýrarlík gagnaðist lögreglunni til að koma upp um morðingja

Þegar torfvinnslumenn gerðu merka uppgötvun í breskri mýri árið 1983 hafði enginn látið sér detta í hug að 1.600 ára gamalt lík sem leyndist í mýrinni, ætti eftir að varpa ljósi á morðmál.

BIRT: 16/01/2024

Árið 1961 hvarf Malika de Fernandez frá heimili sínu í grennd við mýrina Lindow Moss sem er að finna eina 20 km suður af ensku stórborginni Manchester. Lögregluna grunaði sterklega að fyrrum eiginmaður Maliku, að nafni Peter Reyn-Bardt, hefði myrt hana en án líks var ekki margt sem lögreglumennirnir gátu aðhafst.

 

Snjöllum rannsóknarlögreglumanni tókst hins vegar að upplýsa málið 22 árum síðar, með aðstoð líks sem hvíldi í mýrinni. Árið 1983 fundu menn sem stunduðu torfgröft, mannshöfuð í mýrinni Lindow Moss. Súrefnissnautt vatnið í mýrinni hafði varðveitt höfuðið svo vel að mennirnir gátu komið auga á heila líksins gegnum gat á höfuðkúpunni. Þeir gerðu lögreglunni því strax viðvart og lögreglan hrinti af stað lögreglurannsókn.

 

Einn rannsóknarlögreglumannanna fékk þá hugmynd að nota tækifærið til að komast til botns í óupplýsta mannshvarfinu frá árinu 1961 og leitaði Peter Reyn-Bardt fyrir vikið uppi. Þegar Peter heyrði að fundist hefðu vel varðveittar leifar af konu í mýrinni brotnaði hann saman. Peter Reyn-Bardt viðurkenndi að hafa kyrkt eiginkonu sína, bútað líkið í sundur og grafið líkamshlutana í Lindow Moss.

 

„Það var liðinn svo langur tími að mér datt aldrei í hug að ég yrði gómaður“, sagði hann.

 

Eiginkonan fyrrverandi ógnaði manni sínum

Peter Reyn-Bardt sagðist vera samkynhneigður og að eiginkona hans hefði komið að sér og elskhuganum og reynt að hafa út úr þeim fé. Hún hafi hótað að tilkynna þá til lögreglunnar en samkynhneigð var enn ólögleg í Bretlandi á árunum upp úr 1960. Heimsókn konunnar endaði með handalögmálum og hún lést.

Þannig eignumst við nýja vini

Er erfitt að stofna til vináttu? Þá eru vísindamennirnir boðnir og búnir að hjálpa til. Þeir hafa beitt nokkrum vísindalegum rannsóknum til að komast að raun um fimm áhrifaríkar aðferðir sem auka líkurnar á myndun traustra vináttubanda.

 

Lestu einnig:

Játningin leiddi til þess að Peter Reyn-Bardt var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Síðari athuganir leiddu í ljós að engan veginn gat hafa verið um að ræða jarðneskar leifar Maliku de Fernandez. Sérfræðingar komust að raun um að konan í mýrinni væri um 1.600 ára gömul og að hún hefði sennilega verið færð guðunum að fórn á járnöld en þá var orðið of seint fyrir Peter Reyn-Bardt að draga játningu sína til baka, þó svo að hann reyndi það.

HÖFUNDUR: SØREN FLOTT

Wikimedia Commons

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Blóðsugur leggja undir sig stórborgir heimsins

Náttúran

Hvaðan stafar saltið í Dauðahafinu?

Tækni

D-Vítamín er lykillinn að varnarkerfi líkamans

Glæpir

Blóði drifið koffort kom upp um morðingja

Jörðin

Hvaða eldfjall er hættulegast?

Menning

Topp 5 / Hvaða eyjar eru þéttbýlastar?

Maðurinn

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.