Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Næstum helmingur af dýrategundum á hnettinum er í afturför. Einkum er þó einn tiltekinn flokkur illa settur, segja vísindamenn og kalla ástandið „ógnvænlegt“.

BIRT: 15/02/2024

Ef við horfum nógu margar milljónir ára aftur í tímann hefur fimm sinnum orðið slík fjöldaútrýming að stórir hlutar lífvera á jörðinni þurrkuðust út.

 

Vísindamenn hafa oft varað við því að við kynnum nú að standa á þröskuldi svipaðs fjöldadauða tegunda – en að þessu sinni af mannavöldum.

 

Nú bætist við enn ein slík skýrsla. Aldauði tegunda á heimsvísu er „verulega meira ógnvekjandi“ en álitið hefur verið, segir í umfangsmiklum rannsóknarniðurstöðum sem birtust í tímaritinu Biological Reviews.

 

Samkvæmt niðurstöðunum minnkar nefnilega stofnstærð nærri helmings dýrategunda stöðugt.

 

Veigamesta ástæðan er sú að maðurinn hefur eyðilagt náttúrufar til að leggja vegi og stunda landbúnað. En loftslagsbreytingar eiga líka sinn stóra þátt, segir í skýrslunni.

 

Vísindamennirnir athuguðu meira en 70.000 tegundir um allan heim, jafnt spendýr sem fugla, skriðdýr, froskdýr, fiska og skordýr. Og stofnstærð heilla 48% tegundanna fer minnkandi en aðeins 3% eru á uppleið.

Ungur hnúfubakur leikur sér nálægt yfirborði sjávar. Hnúfubaknum hefur verið ýtt á barmi útrýmingar en verndaraðgerðir hafa borið ávöxt og í dag er hann ekki lengur flokkaður í útrýmingarhættu.

Í stofnum spendýra, fugla og skordýra fækkar dýrunum en froskdýrin verða þó harðast úti samkvæmt niðurstöðunum.

 

Ástandið er skárra meðal fiska og skriðdýra en flestar þeirra tegunda standa nokkurn veginn í stað eða fækkar alla vega ekki umtalsvert.

Dýrin hafa augu fyrir ólík tilefni

Þau eru samsett úr þúsundum stakra augna, geta komið auga á þvag á jörðu niðri og skynja heiminn í röndum. Ekkert fer fram hjá skörpustu augum dýraríkissins þegar þarf að veiða bráð eða að sleppa undan rándýrum.

Landfræðilega er ástandið verst í hitabeltinu. Ein ástæðan er talin sú að hitabeltisdýr eru viðkvæmari fyrir hitabreytingum í umhverfi sínu, segja vísindamennirnir.

 

Það fækkar í stofnum margra villtra dýra. Einna verst eru froskdýrin sett. Hér er froskategundin Rhacophorus margaritifer sem lifir í Indónesíu.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

© Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.