Ef við horfum nógu margar milljónir ára aftur í tímann hefur fimm sinnum orðið slík fjöldaútrýming að stórir hlutar lífvera á jörðinni þurrkuðust út.
Vísindamenn hafa oft varað við því að við kynnum nú að standa á þröskuldi svipaðs fjöldadauða tegunda – en að þessu sinni af mannavöldum.
Nú bætist við enn ein slík skýrsla. Aldauði tegunda á heimsvísu er „verulega meira ógnvekjandi“ en álitið hefur verið, segir í umfangsmiklum rannsóknarniðurstöðum sem birtust í tímaritinu Biological Reviews.
Samkvæmt niðurstöðunum minnkar nefnilega stofnstærð nærri helmings dýrategunda stöðugt.
Veigamesta ástæðan er sú að maðurinn hefur eyðilagt náttúrufar til að leggja vegi og stunda landbúnað. En loftslagsbreytingar eiga líka sinn stóra þátt, segir í skýrslunni.
Vísindamennirnir athuguðu meira en 70.000 tegundir um allan heim, jafnt spendýr sem fugla, skriðdýr, froskdýr, fiska og skordýr. Og stofnstærð heilla 48% tegundanna fer minnkandi en aðeins 3% eru á uppleið.
Ungur hnúfubakur leikur sér nálægt yfirborði sjávar. Hnúfubaknum hefur verið ýtt á barmi útrýmingar en verndaraðgerðir hafa borið ávöxt og í dag er hann ekki lengur flokkaður í útrýmingarhættu.
Í stofnum spendýra, fugla og skordýra fækkar dýrunum en froskdýrin verða þó harðast úti samkvæmt niðurstöðunum.
Ástandið er skárra meðal fiska og skriðdýra en flestar þeirra tegunda standa nokkurn veginn í stað eða fækkar alla vega ekki umtalsvert.
Dýrin hafa augu fyrir ólík tilefni
Þau eru samsett úr þúsundum stakra augna, geta komið auga á þvag á jörðu niðri og skynja heiminn í röndum. Ekkert fer fram hjá skörpustu augum dýraríkissins þegar þarf að veiða bráð eða að sleppa undan rándýrum.
Landfræðilega er ástandið verst í hitabeltinu. Ein ástæðan er talin sú að hitabeltisdýr eru viðkvæmari fyrir hitabreytingum í umhverfi sínu, segja vísindamennirnir.
Það fækkar í stofnum margra villtra dýra. Einna verst eru froskdýrin sett. Hér er froskategundin Rhacophorus margaritifer sem lifir í Indónesíu.