Náttúran

Dýrin hafa augu fyrir ólík tilefni

Þau eru samsett úr þúsundum stakra augna, geta komið auga á þvag á jörðu niðri og skynja heiminn í röndum. Ekkert fer fram hjá skörpustu augum dýraríkissins þegar þarf að veiða bráð eða að sleppa undan rándýrum.

BIRT: 03/01/2024

Drekaflugur eru með 80.000 augu

Drekaflugur geta ferðast vegalengd sem samsvarar eitt hundrað líkamslengdum dýranna á einni sekúndu og hafa yfir að ráða einhverri fullkomnustu sjón sem þekkist í heimi skordýranna, því öðruvísi tækist dýrunum ekki að hafa auga með umhverfinu á þessum ógnarhraða.

 

Augu drekaflugu þekja mest allt höfuðið og eru þróaðri en augu annarra dýra sem eru með svokallaða samsetta sjón.

 

Gríðarstór augun samanstanda af allt að 40.000 einstökum litlum augum. Þessi gríðarlegi fjöldi er ástæða þess að drekaflugur sjá betur en önnur skordýr og þeir hafa einmitt fulla þörf fyrir góða sjón.

 

Drekaflugur fljúga jafnframt hraðar en önnur skordýr og eigi þeim að takast að koma auga á og veiða bráð á flugi þurfa þeir að búa yfir afar hraðri sjónúrvinnslu. Samsettu augun eru einmitt alveg fullkomin hvað þetta varðar.

 

Sérhvert smáauga í augum drekaflugu hefur yfir að ráða augasteini sem safnar saman birtunni og skapar sér mynd. Í heilanum er svo að finna taugaþræði sem notaðir eru til að skapa heildstæða mynd.

 

Kosturinn við samsett augu er einmitt sá að þau eru afar næm fyrir hreyfingu. Hver mynd sem drekaflugan gerir sér er samsett úr 80.000 örsmáum myndum og ef örlítillar hreyfingar verður vart á einni mynd, skynjar drekaflugan hana. Hún getur jafnframt snúið höfðinu í allar áttir og fyrir vikið yfirsést henni ekkert.

 

Með risaaugum má sjá rándýr í myrkviðum hafsins

Stór, fullkomin augu vara kolkrabba við fjendum í sjónum.

 

Risakolkrabbar lifa í niðamyrkri djúpsjávarins og þeim hefur tekist að leysa birtuvandann með gríðarstórum augum. Dæmigert auga er um 30 cm í þvermál og augað er því stærra en fótbolti.

 

Þrátt fyrir þessa miklu stærð er augað ekki fært um að safna saman nægilegri birtu til að kolkrabbinn geti greint lítil dýr á því dýpi sem hann að öllu jöfnu heldur sig.

 

Háþróuð augu leiða dýrið um hyldýpi hafsins

Augu risakolkrabbans eru einkar fullkomin og geta greint minnstu hreyfingar í myrkri.

 

1 – Öflug ljóssöfnun

Augað sem er allt að 30 cm í þvermál er útbúið sjónhimnu á stærð við A3-blað og býr fyrir vikið yfir einstaklega öflugri ljóssöfnun.

 

2 – Kúlulaga augasteinn

Augasteinn kolkrabbans er nánast kúlulagaður og augað skerpir sjónina með því að færa augasteininn fram og til baka.

 

3 – Skautað ljós

Augað greinir skautað ljós í stað lita og þannig beinast sveiflurnar úr ljósbylgjunum allar í sömu átt.

 

4 – Fleiri brennideplar

Augu kolkrabba eru með nokkra brennidepla sem gera þeim kleift að nema hreyfingar mjög hratt.

 

5 – Engin blindsvæði

Ljósnæmar frumur augans beinast að augasteininum og fyrir vikið eru engin blindsvæði í augum kolkrabbans.

 

 

Á hinn bóginn eiga kolkrabbar ekki í basli með að koma auga á stærri dýr og geta fyrir bragðið vandkvæðalaust greint tegundarbræður sína, svo og þá fáu fjendur sem dýrin eiga, m.a. nálega 20 metra langan búrhvalinn.

 

Ljósmagnari gagnast köttum til að sjá í myrkri

Augu katta eru útbúin sérstöku lagi sem endurkastar ljósnæmustu frumunum. Þessi eiginleiki ljær köttum einstaka nætursjón.

 

Óháð því hversu ljósnæm og móttækileg augu næturdýra eru, þá eru þau þó engan veginn fullkomin. Hluti ljóssins leitar einfaldlega gegnum augað án þess að lenda á ljósnæmum frumunum. Fyrir vikið hafa mörg dýr þróað með sér endurkastslag aftast í auganu. Hjá hryggdýrum nefnist þetta fyrirbæri tærvoð.

 

 

Ef ljós kemst gegnum sjónhimnuna lendir það á laginu aftast í auganu og endurkastast þannig að ljósnæmu frumurnar fá annað tækifæri. Sjónskerpan dofnar verulega við þetta en gagnast engu að síður ýmsum dýrum einkar vel, m.a. köttum og hákörlum.

 

Endurkastslagið er svo ástæðan fyrir því vel þekkta fyrirbæri að augu margra dýra virðast lýsa í myrkri. Kötturinn er sígilt dæmi um þetta en fyrirbærið er m.a. einnig þekkt meðal svonefndra svarmfiðrilda.

 

Kleggjar sjá heiminn í röndum

Kleggjar eru með einkar litríka sjón, í orðsins fyllstu merkingu. Hinir ýmsu örsmáu hlutar augnanna eru í ólíkum litum og minna einna helst á mynstraðar perluplötur. Útlit augnanna er breytilegt frá einni tegund til annarrar og geta sem dæmi bæði verið röndótt og köflótt. Litirnir eiga ugglaust rætur að rekja til ýmissa gerða af litaskynjurum sem eru staðsettir á ýmsum stöðum augnanna. Vísindamenn telja að það sé þessum fjölbreytileika að þakka að kleggjarnar búa yfir einstaklega þróaðri og nákvæmri litasjón.

 

Fálkaaugu sjá þvag músanna

 

Turnfálkar eru sérhæfðir í að svífa um loftin og reyna jafnframt að koma auga á mýs á jörðu niðri á meðan. Þegar bráðin er fundin stingur fálkinn sér leiftursnöggt niður og ræðst á bráðina sem hann stingur klónum á bólakaf í.

 

Líffræðingar álitu til skamms tíma að ránfugl þessi fyndi mýs þannig að hann kæmi auga á þær beint úr lofti. Nú hafa vísindamennirnir hins vegar komist að raun um að augu turnfálkans geta séð útfjólubláa hluta litrófsins og að þvag músa, svo og saur þeirra, lýsa mjög greinilega upp í útfjólubláu ljósi.

 

Allur þessi fjöldi frumna í augum fálkans gerir hann færan um að skynja hluta af ljósrófinu sem menn geta ekki greint.

 

1 – Ljós berst gegnum augað

Ljós berst inn í augað gegnum augasteininn og því er beint í átt að sjónhimnunni aftast í auganu. 

 

2 – Frumur grípa útfjólublátt ljós 

Sérhæfðar, ljósnæmar frumurnar grípa m.a. útfjólublátt ljós og sýnilegt ljós. Frumurnar senda boðin áfram í sjóntaugina. 

 

3 – Þvag verður sýnilegt

Sjóntaugin sendir boð til heila fuglsins sem les úr skilaboðunum og gerir sér mynd sem einnig felur í sér útfjólublátt ljós.

 

 

Turnfálki hefur yfir að ráða fleiri ljósnæmum frumum í augunum en maðurinn og er jafnframt sérhæfður í að grípa ólíkar bylgjulengdir. Þegar turnfálkinn lítur yfir umhverfi sitt grípa sumar frumurnar lýsandi ummerki á jörðu niðri sem leiða í ljós hvar mýs hafa farið yfir. Því nýrri sem þvagummerkin eru, þeim mun skærar lýsa þau.

 

Með þessu móti getur fálkinn reiknað út í hvaða átt eru mestar líkur á að næla sér í máltíð.

 

Þetta sjáum við

Þetta sér fálkinn

Stór augun ljá öpum nætursjón

Augu vofuapans eru það stór að engin leið er að hreyfa þau til.

 

Þó svo að vofuapinn í suðausturhluta Asíu sé einungis 10-15 cm á hæð er hann einstaklega vel úr garði gerður þegar sjónin er annars vegar: Augun geta orðið allt að tveir sentímetrar á stærð og þekja hartnær allt litla höfuðið.

 

Ekki er unnt að hreyfa augun til, því það er einfaldlega ekki nægilegt rými á bak við augun fyrir þá vöðva sem nauðsynlegir væru til að stjórna hreyfingunum. Stærð augnanna stafar af því að vofuapar eru næturdýr. Því stærri sem augu eru, þeim mun meira ljósi geta þau safnað úr dimmu umhverfinu og augu apans eru það stór að dýrið sér nánast eðlilega, jafnvel að nóttu til.

 

Ofurstór augu krefjast þess jafnframt að hlutfallslega stórum hluta heilans sé varið í úrvinnslu sjónhrifa úr sjóntaugum.

 

Augu fylgjast með í vatni og í lofti

Fjórglyrnufiskar fylgjast með óvinum í vatni sem og á lofti.

Mörg dýr hafa aðlagast lífi í tvenns konar umhverfi, t.d. í lofti og vatni en fæst eru þau þó fær um að lifa á báðum stöðum í einu. Ljósir fjórglyrnufiskar lifa í stöðuvötnum og fljótum Mið-Ameríku en nafn sitt dregur fiskurinn af því að augu hans eru tvískipt.

 

Augun eru útbúin sporöskjulaga augasteinum sem lárétt litarefnarönd skiptir í tvennt. Ljós frá þessum tveimur hlutum augans lenda á sitt hvorri sjónhimnunni og fyrir bragðið getur fiskurinn séð fyrir tvenns konar myndefni í einu.

 

Fiskurinn syndir ávallt þannig að augun eru staðsett nákvæmlega við vatnsflötinn og fyrir vikið getur hann bæði fylgst með því sem gerist í sjálfu vatninu og yfir því.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: HENRIK VINTHER NIELSEN

© Claus Lunau,© T. Coex/AFP/Ritzau Scanpix,© Shutterstock,© Velirina/Thinkstock,© Barbara Strnadova/Ritzau Scanpix/Shutterstock,© Nature Picture Library, Getty Images

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is