Alheimurinn

Næturhiminninn glóir eftir ákaft sólskin

Á myrkum kvöldum án tunglskins má greina rautt og grænt ljós í suðri – þökk sé mikilli geislun sólar. Svona berðu þig að til að fylgjast með þessu litskrúðuga fyrirbrigði.

BIRT: 23/12/2022

Ljósfyrirbrigðið „airglow“ eða himinglóð er þunnt lýsandi lag á himni, sem getur verið mismunandi að lit, en það ræðst af sameindum í lofti.

 

Himinglóð stafar af því að sterkt sólskin yfir daginn getur sundrað loftsameindum.

 

Þegar frumeindirnar ná aftur að mynda sameindir að nóttu til, senda þær frá sér daufa birtu, oft græn- eða rauðleita, glóð sem veldur því himinninn er aldrei alveg svartur.

Himinglóð séð frá Alþjóðageimstöðinni ISS.

Loftlögin skila mismunandi litum

Græn himinglóð stafar af súrefni í um 80 km hæð. Nokkru hærra, eða í nálægt 95 km hæð, myndar súrefnið daufa, bláleitaa glóð. Enn ofar, í 200-300 km hæð er glóð súrefnisins rauð.

 

Í 80-90 km hæð geta vatnssameindir  gefið af sér rauða glóð. En það er natríum sem myndar gula himinglóð.

 

Við kjöraðstæður getur verið unnt að sjá þetta fyrirbrigði með berum augum.

 

Leiðbeiningar um himinglóð

Svona gerir þú

HVENÆR?

 

Viljir þú sjá himinglóð, skaltu finna þér myrkan stað og því sem næst á nýju tungli (þegar tunglið sést ekki). Farðu í fyrsta lagi klukkutíma eftir sólsetur en eftir það getur himinglóð sést alla nóttina.

 

HVAR?

 

Auðveldast er að koma auga á himinglóð svo sem 20° yfir sjóndeildarhring. Fyrirbrigðið er örþunnt og sést því betur skáhallt gegnum gufuhvolfið en ef t.d. er horft beint upp í himininn.

 

HVERNIG?

 

Ef þú vilt ná mynd af himinglóð þarftu að hafa ljósopið lengið opið, t.d. í 30 sekúndur, til að myndavélin nái að safna meira ljósi. Þannig sýnir myndin líka betur liti og myndanir á himni.

 

Nýtt tungl

Dagsetningar fyrir nýtt tungl til vors 2023

 

  • 23. desember 2022.

 

  • 21. janúar 2023.

 

  • 20. febrúar 2023.

 

  • 21. mars 2023.

 

  • 20. apríl 2023.

 

  • 19. maí 2023.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

NASA

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.