Alheimurinn

Hvers vegna skiptir himininn litum?

Ég hef lært að himininn sé blár af því að hann speglast í yfirborði hafsins. En hvers vegna verður hann rauðleitur við sólsetur?

BIRT: 26/07/2023

Skýin endurvarpa litum ljóssins og magnast áhrifin verulega þegar sólin er lágt á lofti.

 

Þegar menn sjá himininn sem bláan er það ekki litur himins sem við sjáum, heldur einn litur í ljósi sólar sem dreifist út vegna sameinda í lofthjúpnum.

 

Ljós sólar inniheldur alla liti og er því hvítt ásýndar.

 

En þegar ljósið fer í gegnum lofthjúp jarðar lendir það á ildis- og kolefnasameindum sem kljúfa ljósið.

 

Sameindir dreifa bláu ljósi á himni

Blár er einn af þeim litum sem hafa hvað stystu bylgjulengd í því litrófi sem mannsaugað getur greint.

 

Ildis- og kolefnasameindir eru í miklu magni í lofthjúp jarðar og stærð þeirra er slík að sameindirnar dreifa ljósi með stuttum bylgjulengdum mest.

 

Því klofnar blátt ljós sólar í mestum mæli og verður ríkjandi litur á himni.

 

Gulur og rauður verða sýnilegir við sólsetur

Grænt ljós fer nær ótruflað í gegnum lofthjúpinn meðan gult og rautt ljós er á löngum bylgjum og dreifist ekki mikið.

 

Þegar sólin er að ganga til viðar þarf ljósið að fara í gegnum mun meira af lofthjúpnum en þegar sólin stendur hæst á himni.

 

Það felur í sér að ennþá meira af bláu ljósi með stuttum bylgjulengdum dreifist út.

 

Eftir standa rauðgult og gult ljós sem má sjá við sólsetur.

 

Um nætur er ekki neitt sólarljós sem sameindir lofthjúpsins geta dreift og því er himininn svartur.

 

Dreifing sólarljóssins í lofthjúpnum nefnist Rayleigh-dreifing eftir breska eðlisfræðingnum Rayleigh lávarði sem útskýrði bláan lit himins árið 1871.

 

Agnir í lofthjúpnum kljúfa ljósið

Þegar sólarljósið lendir á lofthjúp jarðar klofnar ljósið vegna sameinda í andrúmsloftinu.

 

Blátt ljós er á stuttum bylgjulengdum og dreifist með skilvirkari hætti heldur en rautt.

 

Smelltu á tölurnar til að sjá meira.

1

Áður en sólarljósið nær inn í lofthjúpinn, ferðast það ótruflað í samsíða línum í gegnum geiminn. Ljósið inniheldur mismunandi bylgjulengdir, sem saman mynda hvítt ljós.

2

Þar sem bláu bylgjulengdirnar eru styttri en þær rauðleitari, rekast þær í meira mæli á litlar sameindir í lofthjúpnum og dreifast í allar áttir.

3

Ljós með löngum bylgjum, eins og rautt og gult, ferðast nær ótruflað í  gegnum lofthjúpinn.

4

Þegar sólin er lágt á lofti fer ljósið í gegnum fleiri sameindir. Þess vegna dreifist bláa ljósið þar til það er ekki lengur sýnilegt, en rauðgula og rauða ljósið verða meira áberandi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock, Thinglink

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.