Náttúran

Nákvæmari atómklukkur

Ein sekúnda á 200 milljón árum. Svo mikið skeikar tímamælingin í nákvæmustu klukkunum í dag. En það er of mikið og þess vegna hafa vísindamenn búið til enn nákvæmari atómklukku.

BIRT: 03/08/2023

Síðan 1967 hefur opinber tími verið mældur með atómklukkum. Þær telja sveiflur í þeirri geislun sem frumeindir drekka í sig þegar þær færast á hækkað orkustig.

 

Atómklukkur eru miklu nákvæmari en aðrar klukkur: Þær sjá til þess að tímamælingunni skeiki ekki meira en um eina sekúndu á 200 milljón árum.

 

En jafnvel slík nákvæmni dugar ekki sérfræðingunum, þar eð hver minnsta hnikun hefur þýðingu varðandi stjórn geimfara eða ákvörðun tiltekinna eðlisfræðilegra fasta.

 

Rafeindir mæla tímann

Nú hafa bandarískir vísindamenn skapað atómklukku sem er hundraðfalt nákvæmari.

 

Nú ákvarðast sekúnda af rafeindum í sesíumfrumeind. Til að slá rafeindirnar upp á hærra orkustig þarf ákveðið magn orku.

 

Í atómklukku er lítið frumeindaský kælt niður og því haldið föstu með leysigeislum og það eru þessar frumeindir sem atómklukkan notar til að mæla tímann.

 

Það er gert með því að senda örbylgjur gegnum skýið og stilla tíðnina þannig að orka örbylgjunnar passi til að hreyfa við rafeindunum.

 

Tíðnitalan er nákvæmlega 9.192.631.770 sveiflur á sekúndu og með þessu móti virka sveiflur rafeindanna sem pendúll atómklukkunnar.

 

Ytterbium veitir hærri tíðni

Nú hefur eðlisfræðingum tekist að skipta sesíum út fyrir annað frumefni, sem þarf hærri tíðni til að hreyfa við rafeindunum.

 

Vandinn hefur yfirleitt fólgist í því  slíkum frumefnum er mjög erfitt að halda föstum með leysigeislum.

 

Vísindamennirnir notuðu frumefnið ytterbium í tveimur atómklukkum samtímis og munurinn á þeim reyndist svo lítill að nýja atómklukkan virðist 100 sinnum nákvæmari en bestu sesíumklukkurnar sem nú eru í notkun.

Ský af kældum frumeindum er haldið svífandi í lofttæmishólfi atómklukkunnar. Sveiflur í rafeindum frumeindanna virka sem pendúll.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© A. Brookes/SPL

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve lengi lifði hundurinn Laika í geimnum?

Lifandi Saga

Hvenær urðum við pólitískt réttsinnuð? 

Maðurinn

7 mýtur um hæð: „Hávöxnu fólki vegnar betur í lífinu“

Alheimurinn

Hvernig hafa geimför samband við jörðina?

Lifandi Saga

Í fríríkinu Flöskuhálsi var aðaliðja flestra smygl

Heilsa

Vísindamenn: Hægt er að lengja lífið um heilan áratug með breyttu mataræði

Alheimurinn

Pólstjarnan er leiðarvísir á næturhimni

Lifandi Saga

Hvaða harmleikur á íþróttaleikvangi kostaði flest mannslíf?

Maðurinn

Hve langt nær skaðsemi óbeinna reykinga?

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Lifandi Saga

5 ástæður þess að Gandhi var hræsnari

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.