Nákvæmari atómklukkur

Ein sekúnda á 200 milljón árum. Svo mikið skeikar tímamælingin í nákvæmustu klukkunum í dag. En það er of mikið og þess vegna hafa vísindamenn búið til enn nákvæmari atómklukku.

BIRT: 03/08/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Síðan 1967 hefur opinber tími verið mældur með atómklukkum. Þær telja sveiflur í þeirri geislun sem frumeindir drekka í sig þegar þær færast á hækkað orkustig.

 

Atómklukkur eru miklu nákvæmari en aðrar klukkur: Þær sjá til þess að tímamælingunni skeiki ekki meira en um eina sekúndu á 200 milljón árum.

 

En jafnvel slík nákvæmni dugar ekki sérfræðingunum, þar eð hver minnsta hnikun hefur þýðingu varðandi stjórn geimfara eða ákvörðun tiltekinna eðlisfræðilegra fasta.

 

Rafeindir mæla tímann

Nú hafa bandarískir vísindamenn skapað atómklukku sem er hundraðfalt nákvæmari.

 

Nú ákvarðast sekúnda af rafeindum í sesíumfrumeind. Til að slá rafeindirnar upp á hærra orkustig þarf ákveðið magn orku.

 

Í atómklukku er lítið frumeindaský kælt niður og því haldið föstu með leysigeislum og það eru þessar frumeindir sem atómklukkan notar til að mæla tímann.

 

Það er gert með því að senda örbylgjur gegnum skýið og stilla tíðnina þannig að orka örbylgjunnar passi til að hreyfa við rafeindunum.

 

Tíðnitalan er nákvæmlega 9.192.631.770 sveiflur á sekúndu og með þessu móti virka sveiflur rafeindanna sem pendúll atómklukkunnar.

 

Ytterbium veitir hærri tíðni

Nú hefur eðlisfræðingum tekist að skipta sesíum út fyrir annað frumefni, sem þarf hærri tíðni til að hreyfa við rafeindunum.

 

Vandinn hefur yfirleitt fólgist í því  slíkum frumefnum er mjög erfitt að halda föstum með leysigeislum.

 

Vísindamennirnir notuðu frumefnið ytterbium í tveimur atómklukkum samtímis og munurinn á þeim reyndist svo lítill að nýja atómklukkan virðist 100 sinnum nákvæmari en bestu sesíumklukkurnar sem nú eru í notkun.

Ský af kældum frumeindum er haldið svífandi í lofttæmishólfi atómklukkunnar. Sveiflur í rafeindum frumeindanna virka sem pendúll.

BIRT: 03/08/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © A. Brookes/SPL

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is