Lifandi Saga

Nornir eyðilögðu brúðarför danskrar prinsessu

Þegar stór skipafloti reyndi að sigla með danska brúði til hjónavígslu hennar í Skotlandi árið 1589 fór allt á versta veg sem hugsast gat. Nornum var kennt um afglöpin og móðursýkin í kjölfarið átti eftir að kosti tugi manns lífið.

BIRT: 07/12/2024

Eina systir Kristjáns 4., Anna prinsessa, var trúlofuð skoskum konungi að nafni Jakob 6. Árið 1589 var ætlunin að sigla með hana frá Kaupmannahöfn í brúðkaup hennar í Edinborg en skipin 13 sem tóku þátt í brúðarför prinsessunnar lentu hins vegar í óteljandi óhöppum.

 

Í Kaupmannahöfn var prinsessan kvödd með viðhafnarskotum og þá þegar átti fyrsta óhappið sér stað þegar tveir fótgönguliðar fórust af slysförum. Næsta dag sprakk ein af fallbyssum skipsins í loft upp með þeim afleiðingum að einn sjómaður fórst.

 

Þegar flotinn lagðist að höfn við virki í nágrenni við borgina Kristjánssand í Noregi fóru tvö skipanna að leka. Einn bátsmaður drukknaði og háseti kramdist til dauða milli skipanna tveggja. Óhöppunum hafði þó engan veginn linnt. Þegar skipin komu út á Norðursjó neyddi gífurleg haustlægðin þau til að snúa við og leita vars í höfn.

 

Á þessu stigi voru margir farnir að gera sér grein fyrir að bölvun hvíldi á brúðarförinni. Flotinn varð að tilkynna Jakobi 6. sem beið brúðar sinnar óþolinmóður, að hann yrði að koma til Noregs, því vindurinn væri honum hagstæður í þá áttina en Dönunum óhagstæður.

 

Skoski konungurinn sigldi því til Kristjaníu (Óslóar) þar sem parið gekk í hjónaband 23. nóvember 1589. Að brúðkaupinu loknu dvöldu þau þann vetur í Kaupmannahöfn. Hér hefði sögunni mæta vel geta verið lokið ef ekki hræðslan við nornir hefði verið allsráðandi á 16. öld.

 

Pyntingar kölluðu fram játningar

Margir töldu að handbendi djöfulsins hefðu reynt að hindra brúðarförina og Jakob 6. var sama sinnis. Hann var þess full viss að nornir hefðu reynt að ná tangarhaldi á honum allar götur frá því hann var krýndur sem ungabarn.

 

Í júlí árið 1590 voru níu danskar konur og einn karl ákærð fyrir galdra. Öll viðurkenndu, eftir pyntingar, að hafa falið litla djöfla í bjórtunnu sem siglt var með í einu skipanna sem tóku þátt í brúðarförinni.

Sagt er að Viktoríutímabilið á Englandi hafi einkennst af ótrúlega miklum tepruskap. En í raun var það ekki alveg svo.

Öll þessi tíu, auk þriggja annarra meðsekra, voru brennd á báli. Þegar þau voru á heimleið 1590 lenti skip Önnu og Jakobs í gífurlegu óveðri sem leiddi til þess að skoski konungurinn lét framkvæma áþekkar nornaveiðar í sínu heimalandi.

 

Eftir að hafa verið pyntuð, viðurkenndu alls 70 manns að hafa reynt að drekkja konungshjónunum.

HÖFUNDUR: Søren Flott

Hendrik Hondius I/John de Critz/National Maritime Museum/Wikimedia Commons/Midjourney.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.