Hversu mikil tepra var Viktoría drottning?

Sagt er að Viktoríutímabilið á Englandi hafi einkennst af ótrúlega miklum tepruskap. En í raun var það ekki alveg svo.

BIRT: 11/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

 

Sagt er að Viktoríutímabilið á Englandi hafi einkennst af ótrúlega miklum tepruskap og að samfélagið allt hafi verið afar púrítanískt. Það að minnast á nakinn fótlegg þótti allt of djarft. Siðvenjur fyrirskipuðu þannig að ekki mætti raða bókum í hillur hlið við hlið eftir karlrithöfund og kvenrithöfund, nema viðkomandi væru saman í hjónabandi.

 

En á sama tíma fóru læknar að rannsaka fullnægingu kvenna og erótískir rómanar seldust í milljónatali.

 

Út á við predikaði Viktoría strangt siðferði, meðan sjálf teiknaði hún nakta menn.

Viktoría drottning hafði ekkert persónulega á móti erótík. Hún teiknaði og safnaði nektarmyndum af karlmönnum – og heiðraði eiginmann sinn með einni slíkri teikningu á afmælisdegi hans.

 

Engu að síður var hún afar siðavönd þegar kom að kynlífi, fyrst og fremst vegna þess hvernig lauslæti forvera hennar hafði dregið úr virðingu þegnannna á konungsfjölskyldunni og aðlinum.

 

Orðspor drottningar – og alls tímabilsins – sem einkennist af miklum tepruskap, er litað af framlagi fjölmargra rithöfunda sem tóku að rita bækur á tuttugustu öld um samfélagið á Viktoríutímabilinu.

 

Margir þeirra, ekki síst Lytton Strachey sem ritaði bókina „Eminent Victorians“ (1918) ýktu verulega siðvendni samfélagsins og sú túlkun er ennþá við lýði.

BIRT: 11/02/2023

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wikimedia Commons

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.