Lifandi Saga

Kínverjar lásu Viktoríu drottningu pistilinn: „Reyndu að hafa stjórn á þínu illgjarna fólki“

Ópíum var bannað í Kína en Bretar kærðu sig kollótta um það. Bresk skip fluttu árlega inn í landið heilu tonnin af þessu slævandi og vanabindandi vímuefni. Í því skyni að uppræta vandann fól keisarinn1 embættismanni sínum, að nafni Lin Zexu, að rita bréf til Viktoríu drottningar.

BIRT: 11/11/2022

 

Guangzhou, Kína, 1839

Lin sem var sendifulltrúi keisarans, formaður stríðsráðsins, landshöfðingi beggja Kiang-héraða, með meiru, sendi þetta opna bréf til drottningarinnar yfir Englandi.

 

„Okkar mikli keisari * er álíka vinsamlegur í garð Kína og erlendra ríkja. Ef við höfum ráðrúm til þess lætur hann aðra hluta heimsins njóta góðs með okkur. Hann upprætir spillingu hvar sem hann verður hennar var. Hann lítur nefnilega á heiminn þeim augum sem væri hann himinn og jörð sjálfur.

 

*

Minning keisari (1782- 1850), 6. keisari Qing-ættarveldisins hafði lítinn skilning á málefnum Evrópu og var fyrir bragðið háður ráðgjöfum á borð við Lin Zexu.

 

Konungar ykkar háæruverðuga lands hafa ávallt sýnt okkur kurteisi og undirgefni til þessa.

 

Við höfum svo oft lesið það sem þið ritið í dagblöðin: „Landar okkar sem ferðast hafa til Kína í viðskiptaerindum hafa ætíð hlotið réttláta og vinsamlega meðhöndlun hans hátignar keisarans“.

 

Þannig hafa landar ykkar í ein 200 ár notið góðs af þeim viðskiptum sem eru uppspretta þeirrar velgengni sem land ykkar er þekkt fyrir.

 

Lin Zexu

Var uppi: 1785-1850.

Þjóðerni: Kínverji.

Atvinna: Landstjóri og keisaralegur ráðgjafi í valdatíð Qing-ættarinnar.

Hjúskaparstétt: Kvæntur, fimm barna faðir.

Þekktur fyrir: Lin Zexu er einkum minnst fyrir baráttu hans gegn ópíumsölu og breskum yfirráðum í Kína. Hann hafði litla trú á útlendingum en sýndi öðrum menningarheimum engu að síður ómælda athygli og var ötull safnari efnis í Haiguo Tuzhi, fyrstu kínversku bókina um Vesturlönd.

 

 

Í gegnum tíðina hefur bæði komið hingað gott og slæmt fólk. Sumt þeirra smyglar ópíumi í því skyni að forfæra kínversku þjóðina og dreifa eitrinu um gjörvöll héruð landsins.

 

Það hleypti illu blóði í keisarann að frétta þetta. Fyrir vikið hefur hann sent mig, sérlegan sendiboða sinn, til Guangdong-héraðs í því skyni að rannsaka málið.

 

Allir þeir sem selja ópíum í Kína, ellegar reykja það, eiga yfir höfði sér dauðarefsingu. Við hyggjumst athuga nánar alla þá barbara* sem gegnum árin hafa selt fólki hér í Kína ópíum.

 

Við tökum þó tillit til þeirra sem hafa iðrast og látið okkur í té 20.183 kassa af ópíumi úr lestum skipa sinna og hafa afhent okkur vörurnar.

 

*

Orðið barbari var notað í Kína til að lýsa öllum sem ekki voru af kínverskum uppruna. Þegar orðið var viðhaft um Vesturlandabúa fól það í sér niðrandi merkingu.

Öllu efninu hefur verið grandað og keisaranum tilkynnt um atvikið. Keisarinn vill til allrar hamingju sýna þeim miskunn sem gefa sig honum á vald af fúsum og frjálsum vilja. Hins vegar verður erfitt að þyrma þeim sem halda munu áfram að brjóta bannið.

 

Þar sem við nú höfum samþykkt ný lög þykjumst við þess fullviss að drottnari ykkar háæruverðuga lands muni útskýra fyrir barbörunum að þeim beri að virða lögin í hvívetna.

 

Land ykkar er á bilinu sextíu til sjötíu þúsund „li“ * frá Kína. Engu að síður mun kaupaskipafloti barbaranna græða óheyrilegar upphæðir á þessari sölu.

 

*

Li er kínversk lengdarmælieining. Einingin var breytileg í gegnum tíðina en á dögum Qing-ættarveldisins nam hún á bilinu 537 og 645 metrum.

 

Barbararnir notfæra sér velmegun Kína til að hagnast sjálfir. Þetta gerir það að verkum að hagnaðurinn sem barbararnir hljóta í raun er tekinn af þeim hluta sem er réttmæt eign Kína.

 

Hvað er það þá sem veitir barbörunum rétt til að skaða kínversku þjóðina með eiturefni? Því þó svo að tilgangur þeirra sé ekki endilega að skaða okkur, þá gera þeir það engu að síður í leit þeirra að gróða.

 

Segið mér, hvert er samviska ykkar eiginlega horfin?

 

Mikið magn af ódýru ópíumi olli því að margir Kínverjar urðu háðir efninu á 19. öld. Efnið virkaði slævandi og gerði það að verkum að neytendur þess vanræktu vinnu og fjölskyldu.

 

Mér hefur verið sagt að ópíumreykingar séu með öllu bannaðar í landi* ykkar og að ástæðan sé sú að skaðleg áhrif ópíums séu ykkur vel þekkt. Úr því að þið viljið ekki valda skaða í ykkar eigin landi, hvaða rétt hafið þið þá á að valda skaða í Kína?

 

*

Ópíum hafði í rauninni enn ekki verið bannað í Bretlandi á þessum tíma en það var selt í apótekum og notað sem verkjalyf.

 

Hvað útflutning frá Kína áhrærir þá flytur landið ekki einn einasta hlut úr landi sem ekki gerir gagn. Gætuð þið ef til vill nefnt einn einasta hlut frá Kína sem valdið hefur skaða í öðru landi? Tökum sem dæmi te og rabarbara*. Erlend ríki geta án hvorugrar þessarar vöru verið svo mikið sem einn dag.

 

*

Kínverskir læknar notuðu rabarbara gegn hægðatregðu. Sumir Kínverjar töldu að Bretar myndu láta lífið ef þeir fengju ekki rabarbara.

 

Ef Kína lokar fyrir útflutning þessara vara, án þess að leiða hugann að því hvaða áhrif slíkt hefði, hvernig ættu þá barbararnir að draga fram lífið?

 

Hvað varðar ullarfatnað og aðra álnavöru þá væri ekki unnt að vefa efnið án þess að nota silki frá Kína. Ef Kínverjar lokuðu fyrir allan útflutning, hvernig ættu barbararnir þá að þéna peninga?

 

Sama máli gegnir um önnur matvæli á borð við sælgæti, engifer og kanil, svo og nytjahluti í líkingu við satín og postulín. Allar þessar vörur njóta eftirspurnar erlendis frá.

 

Vörur sem upprunnar eru í öðrum löndum en Kína eru á hinn bóginn aðeins leikföng. Við getum keypt þær eða spjarað okkur án.

 

Þar sem við höfum enga þörf fyrir vörurnar, hvað kemur þá í veg fyrir að við lokum landamærunum og stöðvum viðskiptin? Hin himneska hirð leyfir þó enn sölu á tei, silki og öðrum varningi til annarra landa. Þetta stafar af engu öðru en óskinni um að deila gæðunum með þjóðum alls heimsins.

 

Upprunalega bréfið er glatað en uppkast Lins hefur varðveist.

 

Allir þeir sem verða fyrir því óhappi að flytja ópíum frá Englandi til Kína og viðurkenna brot sitt undanbragðalaust og afhenda okkur ópíumið skulu fá að losna undan refsingu. Sama máli gegnir um þá sem næsta hálfa árið flytja ópíum inn til Kína frá Indlandi.

 

Hins vegar munu þeir sem að þessum tíma liðnum halda áfram að flytja ópíum inn til Kína og gerast þannig viljandi lögbrjótar verða líflátnir án nokkurrar miskunnar, líkt og lögin segja fyrir um.

 

Kæra drottning, ég bið þig vinsamlegast um að hafa stjórn á illa innrættum íbúum þínum og sjá til þess að láta þeim í té réttar upplýsingar áður en þeir ferðast til Kína.

 

Með þessu móti tryggjum við frið og þið getið sannað að þið séuð kurteisir og auðmjúkir. Þannig geta þjóðir okkar lifað saman og notið blessunar friðarins.

 

Þegar þér berast þessi skilaboð bið ég þig um að svara mér samstundis og senda mér jafnframt upplýsingar um smáatriði og aðstæður tengdar endalokum ópíumsölunnar.

 

Gættu þess að slá málinu ekki á frest. Það sem að ofan greinir er það sem ég hef um málið að segja.

 

Eftirmáli

Bréf Lins Zexus var birt í dagblaðinu The Times. Bretar gáfu sig ekki, heldur sendu herskip til Kína.

 

Ágreiningurinn hafði í för með sér fyrsta ópíumstríðið (1839-1842) sem jók ítök Vesturlanda í Kína og tryggði áframhaldandi ópíumsölu.

 

Lin Zexu var sendur í útlegð í fjarlægu héraði í refsingarskyni fyrir hans hlut í þessari misheppnuðu aðgerð.

 

 

LESTU EINNIG

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

NÝJASTA NÝTT

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

5

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

6

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

5

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

6

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

14 lög af efnisklæðum aðskilja líkama geimfarans gegn ægilegri geislun og hitastigsbreytingum sem nema 200 gráðum. Geimganga er eitt mest krefjandi starf í geimstöðinni, þar sem örsmáar rifur í hanska krefjast eldskjótra viðbragða.

Alheimurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is