Af hverju borða Englendingar fisk og franskar?

Breski þjóðarrétturinn „fish and chips“ á uppruna sinn í hefðum gyðinga en þróaðist með tímanum og varð flestum Bretum ómissandi á tímum fyrri heimsstyrjaldar.

BIRT: 01/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Sú enska hefð að borða hjúpaða fiskbita steikta í olíu er trúlega upprunnin meðal spænskra gyðinga sem settust að í landinu á 16. öld.

 

Þeir tóku með sér fiskréttinn pescado frite frá Analúsíu og Englendingar urðu fljótt sólgnir í þennan hjúpsteikta fisk.

 

Salan tók þó ekki verulega við sér fyrr en um miðja 19. öld þegar farið var að nota troll til fiskveiða og framboð á fiski jókst verulega.

 

Árið 1848 fór vöruflutningalest í fyrsta sinn frá hafnarborginni Grimsby á Norðursjávarströndinni en eftir það var enginn hörgull á fiskflutningum til stórborganna.

 

Gríðarmiklum fiski var nú nánast mokað upp úr Norðursjó og verkafólk fékk þar með miklu ódýrari mat en áður.

 

Létti andrúmsloftið í stríðinu

Fyrsti þekkti „Fish‘n‘Chips“-matsölustaðurinn opnaði í London 1860 og seldi djúpsteikta fiskbita ásamt frönskum kartöflum – alveg nýju lostæti frá Frakklandi.

 

Þessi matur var ódýr og framreiðslutíminn afar skammur. Oft var honum pakkað inn í gömul dagblöð.

 

Aðgangur að „fish‘n‘chips“ taldist svo mikilvægur til að halda baráttuandanum við í fyrri heimsstyrjöldinni að breska ríkisstjórnin sá til að ríkulegar birgðir væru alltaf til í landinu þrátt fyrir kafbátaárásir Þjóðverja.

BIRT: 01/07/2023

HÖFUNDUR: BUE KINDTER-NIELSEN

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is