Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Elísabet 2. var grafin í kistu sem fóðruð er að innan með blýi. Hvers vegna var það gert þar sem kistan hlýtur að hafa verið gríðarþung?

BIRT: 20/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Samkvæmt hefð var Elísabet II drottning lögð í eikarkistu fóðruð með blýi. Þannig hafa líkkistur látinna meðlima konungsfjölskyldunnar verið hannaðar um aldir.

 

Að vísu var svona þung kista afar óhentug þá 10 daga er kistan var á ferð um Bretland. Blýið gegnir þó mikilvægu hlutverki við að varðveita lík drottningar.

 

Blýhlífin heldur kistunni alveg loftþéttri þannig að raki og súrefni komast ekki inn. Án vatns og súrefnis hægist á niðurbrotsferlinu vegna þess að örverur geta ekki vaxið og skipt sér jafn hratt og framkvæmt þau efnahvörf sem brjóta niður dauðan vef.

 

Þetta er einnig ástæðan fyrir því að loftþéttar umbúðir viðhalda ferskleika matar mun lengur.

 

Blýið heldur lyktinni í skefjum

Í blýfóðruðu kistunni varðveitast lík allt að einu ári lengur en í venjulegum kistum. Varðveisluaðferðin er sérstaklega hentug fyrir látna þjóðhöfðingja sem ekki eru grafnir í jörðu, heldur lagðir til hinstu hvílu í konunglegum grafhvelfingum.

 

Án blýfóðrunnar rotna líkin hraðar en í venjulegri kistu í gröf vegna súrefnis sem kemst í kistuna. Auk þess tryggir blýskjöldurinn einnig að fnykurinn af rotnandi líki seytli ekki út.

 

Blýkistur eru ekki eingöngu hugsaðar fyrir kóngafólk. Winston Churchill t.a.m. grafinn í blýkistu.

BIRT: 20/09/2022

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is