Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Með þúsundum mynda, innblæstri frá klassískri dægradvöl og svo auðvitað þolinmæði, hafa stjörnufræðingar fundið tugi áður óþekktra tungla við Satúrnus.

BIRT: 18/02/2024

Júpíter fékk aðeins að njóta titilsins „Mánakóngur sólkerfisins“ í þrjá mánuði.

 

Í febrúar 2023 fundu stjörnufræðingar nefnilega 12 óþekkt tungl við þessa stærstu plánetu í sólkerfinu. Tungl Júpíters töldust nú vera 92 og Satúrnus varð því að þoka úr toppsætinu.

 

En eftir nýja skoðun hefur viðurkenndum tunglum Satúrnusar nú fjölgað um 63, upp í 146 alls.

 

Þessi gasrisi með sína sérkennilegu hringa hefur þar með endurheimt fyrri stöðu og meira að segja með afar þægilegum mun.

 

Það eru vísindamenn við Academia Sinica stjörnufræði- og stjarneðlisfræðistofnunina á Taívan sem hafa uppgötvað megnið af þessum tunglum.

 

Undir forystu Edwards Ashton beindu vísindamennirnir CFHT-sjónaukanum á Hawai (Canada-France-Hawaii Telescope) að Satúrnusi.

 

Bæði Júpíter og Satúrnus eru fjær sólu en jörðin og þess vegna sést alltaf endurskin sólarljóss af yfirborði þeirra.

 

Þetta veldur erfiðleikum við að greina litla himinhnetti á borð við smátungl í nágrenni þessara reikistjarna. Stjörnufræðingarnir tóku því mörg þúsund ljósmyndir sem tölvan var látin leggja hverja ofan á aðra til að greina hreyfingu.

Leifar af hulduefni finnast í Vetrarbrautinni.

Streymi stjarna í jaðri Vetrarbrautarinnar (rauð píla) afhjúpar ósýnilegt hulduefni sem á sínum tíma safnaðist saman í okkar stjörnuþoku og heldur henni ennþá saman.

Með þessu móti mátti smám saman greina brautir lítilla tungla kringum þessar risaplánetur á myndunum.

 

Það var þó auðvitað tafsamt og krefjandi starf að leggja myndirnar saman og skoða þær allar.

 

„Að leita uppi öll þessi tungl var ekki ósvipað þeim klassíska leik að draga strik milli punkta til að átta sig á af hverju myndin sé, því að í gagnasafninu þurfum við að tengja þessi tungl við raunhæfar brautir,“ segir Edward Ashton í fréttatilkynningu.

 

„En ef þú ert með 100 punktamyndir á sömu síðu, er erfitt að átta sig á hvaða punktur tilheyrir hvaða mynd.“

 

Flest nýju Satúrnusartunglin hafa fengið nöfn úr norrænni goðafræði. Tunglin eru öll fremur smá, allt niður í 5 km í þvermál og snúast um Satúrnus í gagnstæða stefnu við hringsnúning yfirborðs plánetunnar.

 

Þau tungl sem bera nöfn úr norrænni goðafræði, svo sem Ægir og Fenris, hafa að áliti vísindamanna líklegast orðið til í sprengingu fyrir um 100 milljónum ára og þeir gera sér vonir um að þessi nýfundnu tungl gætu átt einhvern þátt í að útskýra betur hvernig gasrisar á borð við Satúrnus myndast og þróast.

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.