Læknisfræði

Ný getnaðarvörn stöðvar sáðfrumur án hormóna og aukaverkana

Nýtt og þolið hlaupefni stöðvaði milljarða sáðfrumna í leghálsi sauðkinda. Nú vonast vísindamennirnir til að aðferðin verði valkostur við hormónagetnaðarvarnir og aukaverkanir þeirra.

BIRT: 17/07/2023

Alveg ný getnaðarvörn sem aðeins nýtir náttúruleg en hormónalaus efni, gæti nú verið handan við hornið.

 

Þetta er alla vega niðurstaða rannsóknar sænskra vísindamanna hjá Konunglega tækniháskólanum en þeim tókst að styrkja slímvegginn í leghálsi sauðkinda með sérstöku hlaupi.

 

Í framhaldinu standa vonir til að slíkt hlaup megi nota í staðinn fyrir sæðisdrepandi krem eða hormónalyf með tilheyrandi aukaverkunum, svo sem pilluna.

 

Styrkir náttúrulega slímvörni

Í hlaupinu sem notað var í tilrauninni er náttúrulegt efni sem kallast chitosan og er unnið úr sveppum eða krabbaskeljum.

 

Efnið bindur sig við tiltekin prótín sem er að finna í því slími í leggöngum sem skapar þar eðlilega smurningu.

 

Binding chitosans við prótínið gerir slímið þykkara og fyrir bragðið kemur það í veg fyrir að sáðfrumur komist áfram upp í eggjaleiðarann þar sem frjóvgunin verður.

 

Með þessu móti komast engar sáðfrumur í gegnum hinn 2-3 cm legháls, þar sem fyrir er slím sem ekki hleypir nema tiltölulega fáum sáðfrumum áfram.

Sáðfrumur þreyta 72 tíma maraþonsund

Þegar karlmaður fær sáðlát leggja 200 milljónir sáðfruma af stað í erfiðustu sundferð sem um getur. Þær hafa í besta falli 2-3 daga til að ná alla leið og þurfa þá að vera á réttum stað þegar eggið er fullþroskað. Aðeins ein sáðfruma nær takmarkinu.

Hindranir í skeiðinni –  200.000.000 sáðfrumur

Sáðfrumurnar lenda í súru umhverfi í skeiðinni. Þetta umhverfi verndar gegn bakteríum en hentar sáðfrumum líka illa. Sundhalinn og vöðvasamdrættir í skeiðinni skila þó sterkustu sáðfrumunum hratt áfram.

Fyrirstaða í leghálsi – 1.000.000 sáðfrumur

Meira en 99% sáðfruma festast í þykku slími í leghálsinum en þeim allra sterkustu vísa langar slímsameindir leiðina inn í legið.

Leiðir skilur í legi – 100.000 sáðfrumur

Í leginu hafa sáðfrumurnar um tvo eggjaleiðara að velja – þroskað egg er þó aðeins í öðrum. Taktvissar hreyfingar réttu megin vísa þó leiðina.

Þröngur inngangur – 100 sáðfrumur

Til að komast upp í eggjaleiðarann þurfa sáðfrumurnar að fara um svo þröngt op að þar kemst varla nema ein í gegn í einu. Aðeins þær allra öflugustu sleppa inn.

Eggjaleiðarinn þroskar sáðfrumurnar – 3 sáðfrumur

Sáðfrumurnar líma sig við vegg eggjaleiðarans og taka þar út meiri þroska. Þegar eggið losnar synda sáðfrumurnar að því. Eggið laðar þær með vaxandi hita, auk þess sem það gefur frá sér ilmefni.

Eggið innsiglar sig – 1 sáðfruma

Þegar fyrsta sáðfruman nær til eggsins losar hún ensím sem leysir upp himnu eggfrumunnar. Um leið og sáðfruman er sloppin inn, innsiglast eggið þannig að fleiri sáðfrumur komast ekki inn.

Sáðfrumur þreyta 72 tíma maraþonsund

Þegar karlmaður fær sáðlát leggja 200 milljónir sáðfruma af stað í erfiðustu sundferð sem um getur. Þær hafa í besta falli 2-3 daga til að ná alla leið og þurfa þá að vera á réttum stað þegar eggið er fullþroskað. Aðeins ein sáðfruma nær takmarkinu.

Hindranir í skeiðinni –  200.000.000 sáðfrumur

Sáðfrumurnar lenda í súru umhverfi í skeiðinni. Þetta umhverfi verndar gegn bakteríum en hentar sáðfrumum líka illa. Sundhalinn og vöðvasamdrættir í skeiðinni skila þó sterkustu sáðfrumunum hratt áfram.

Fyrirstaða í leghálsi – 1.000.000 sáðfrumur

Meira en 99% sáðfruma festast í þykku slími í leghálsinum en þeim allra sterkustu vísa langar slímsameindir leiðina inn í legið.

Leiðir skilja í legi – 100.000 sáðfrumur

Í leginu hafa sáðfrumurnar um tvo eggjaleiðara að velja – þroskað egg er þó aðeins í öðrum. Taktvissar hreyfingar réttu megin vísa þó leiðina.

Þröngur inngangur – 100 sáðfrumur

Til að komast upp í eggjaleiðarann þurfa sáðfrumurnar að fara um svo þröngt op að þar kemst varla nema ein í gegn í einu. Aðeins þær allra öflugustu sleppa inn.

Eggjaleiðarinn þroskar sáðfrumurnar – 3 sáðfrumur

Sáðfrumurnar líma sig við vegg eggjaleiðarans og taka þar út meiri þroska. Þegar eggið losnar synda sáðfrumurnar að því. Eggið laðar þær með vaxandi hita, auk þess sem það gefur frá sér ilmefni.

Eggið innsiglarsig – 1 sáðfruma

Þegar fyrsta sáðfruman nær til eggsins losar hún ensím sem leysir upp himnu eggfrumunnar. Um leið og sáðfruman er sloppin inn, innsiglast eggið þannig að fleiri sáðfrumur komast ekki inn.

Í sænsku tilrauninni sprautuðu vísindamennirnir hlaupinu inn í skeiðina á alls átta ám á þeim tíma sem þær höfðu egglos. Klukkutíma síðar var síðan sæði með milljarði sáðfruma sprautað í skeiðina.

 

Nánari skoðun leiddi í ljós að hlaupið skapaði áhrifaríkan varnarvegg og aðeins í einu tilviki af átta tókst sáðfrumum að komast inn í gegnum leghálsinn og í því tilviki voru það einungis tvær sáðfrumur af heilum milljarði sem sluppu í gegn.

 

Vísindamennirnir komust einnig að því að lyfið olli ekki bólgu í leggöngum, líkt getur verið með sum getnaðarvarnarlyf án hormóna.

 

Næsta skref er nú að kanna hvort slímveggurinn haldist líka þéttur við samfarir og að lokum að prófa hann á mönnum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock,SPL

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.