Alveg ný getnaðarvörn sem aðeins nýtir náttúruleg en hormónalaus efni, gæti nú verið handan við hornið.
Þetta er alla vega niðurstaða rannsóknar sænskra vísindamanna hjá Konunglega tækniháskólanum en þeim tókst að styrkja slímvegginn í leghálsi sauðkinda með sérstöku hlaupi.
Í framhaldinu standa vonir til að slíkt hlaup megi nota í staðinn fyrir sæðisdrepandi krem eða hormónalyf með tilheyrandi aukaverkunum, svo sem pilluna.
Styrkir náttúrulega slímvörni
Í hlaupinu sem notað var í tilrauninni er náttúrulegt efni sem kallast chitosan og er unnið úr sveppum eða krabbaskeljum.
Efnið bindur sig við tiltekin prótín sem er að finna í því slími í leggöngum sem skapar þar eðlilega smurningu.
Binding chitosans við prótínið gerir slímið þykkara og fyrir bragðið kemur það í veg fyrir að sáðfrumur komist áfram upp í eggjaleiðarann þar sem frjóvgunin verður.
Með þessu móti komast engar sáðfrumur í gegnum hinn 2-3 cm legháls, þar sem fyrir er slím sem ekki hleypir nema tiltölulega fáum sáðfrumum áfram.
Sáðfrumur þreyta 72 tíma maraþonsund
Þegar karlmaður fær sáðlát leggja 200 milljónir sáðfruma af stað í erfiðustu sundferð sem um getur. Þær hafa í besta falli 2-3 daga til að ná alla leið og þurfa þá að vera á réttum stað þegar eggið er fullþroskað. Aðeins ein sáðfruma nær takmarkinu.
Hindranir í skeiðinni – 200.000.000 sáðfrumur
Sáðfrumurnar lenda í súru umhverfi í skeiðinni. Þetta umhverfi verndar gegn bakteríum en hentar sáðfrumum líka illa. Sundhalinn og vöðvasamdrættir í skeiðinni skila þó sterkustu sáðfrumunum hratt áfram.
Fyrirstaða í leghálsi – 1.000.000 sáðfrumur
Meira en 99% sáðfruma festast í þykku slími í leghálsinum en þeim allra sterkustu vísa langar slímsameindir leiðina inn í legið.
Leiðir skilur í legi – 100.000 sáðfrumur
Í leginu hafa sáðfrumurnar um tvo eggjaleiðara að velja – þroskað egg er þó aðeins í öðrum. Taktvissar hreyfingar réttu megin vísa þó leiðina.
Þröngur inngangur – 100 sáðfrumur
Til að komast upp í eggjaleiðarann þurfa sáðfrumurnar að fara um svo þröngt op að þar kemst varla nema ein í gegn í einu. Aðeins þær allra öflugustu sleppa inn.
Eggjaleiðarinn þroskar sáðfrumurnar – 3 sáðfrumur
Sáðfrumurnar líma sig við vegg eggjaleiðarans og taka þar út meiri þroska. Þegar eggið losnar synda sáðfrumurnar að því. Eggið laðar þær með vaxandi hita, auk þess sem það gefur frá sér ilmefni.
Eggið innsiglar sig – 1 sáðfruma
Þegar fyrsta sáðfruman nær til eggsins losar hún ensím sem leysir upp himnu eggfrumunnar. Um leið og sáðfruman er sloppin inn, innsiglast eggið þannig að fleiri sáðfrumur komast ekki inn.
Sáðfrumur þreyta 72 tíma maraþonsund
Þegar karlmaður fær sáðlát leggja 200 milljónir sáðfruma af stað í erfiðustu sundferð sem um getur. Þær hafa í besta falli 2-3 daga til að ná alla leið og þurfa þá að vera á réttum stað þegar eggið er fullþroskað. Aðeins ein sáðfruma nær takmarkinu.
Hindranir í skeiðinni – 200.000.000 sáðfrumur
Sáðfrumurnar lenda í súru umhverfi í skeiðinni. Þetta umhverfi verndar gegn bakteríum en hentar sáðfrumum líka illa. Sundhalinn og vöðvasamdrættir í skeiðinni skila þó sterkustu sáðfrumunum hratt áfram.
Fyrirstaða í leghálsi – 1.000.000 sáðfrumur
Meira en 99% sáðfruma festast í þykku slími í leghálsinum en þeim allra sterkustu vísa langar slímsameindir leiðina inn í legið.
Leiðir skilja í legi – 100.000 sáðfrumur
Í leginu hafa sáðfrumurnar um tvo eggjaleiðara að velja – þroskað egg er þó aðeins í öðrum. Taktvissar hreyfingar réttu megin vísa þó leiðina.
Þröngur inngangur – 100 sáðfrumur
Til að komast upp í eggjaleiðarann þurfa sáðfrumurnar að fara um svo þröngt op að þar kemst varla nema ein í gegn í einu. Aðeins þær allra öflugustu sleppa inn.
Eggjaleiðarinn þroskar sáðfrumurnar – 3 sáðfrumur
Sáðfrumurnar líma sig við vegg eggjaleiðarans og taka þar út meiri þroska. Þegar eggið losnar synda sáðfrumurnar að því. Eggið laðar þær með vaxandi hita, auk þess sem það gefur frá sér ilmefni.
Eggið innsiglarsig – 1 sáðfruma
Þegar fyrsta sáðfruman nær til eggsins losar hún ensím sem leysir upp himnu eggfrumunnar. Um leið og sáðfruman er sloppin inn, innsiglast eggið þannig að fleiri sáðfrumur komast ekki inn.
Í sænsku tilrauninni sprautuðu vísindamennirnir hlaupinu inn í skeiðina á alls átta ám á þeim tíma sem þær höfðu egglos. Klukkutíma síðar var síðan sæði með milljarði sáðfruma sprautað í skeiðina.
Nánari skoðun leiddi í ljós að hlaupið skapaði áhrifaríkan varnarvegg og aðeins í einu tilviki af átta tókst sáðfrumum að komast inn í gegnum leghálsinn og í því tilviki voru það einungis tvær sáðfrumur af heilum milljarði sem sluppu í gegn.
Vísindamennirnir komust einnig að því að lyfið olli ekki bólgu í leggöngum, líkt getur verið með sum getnaðarvarnarlyf án hormóna.
Næsta skref er nú að kanna hvort slímveggurinn haldist líka þéttur við samfarir og að lokum að prófa hann á mönnum.